Reese bætti met þegar hún sökkti Clark í uppgjöri nýliðanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2024 11:30 Barátta Angel Reese og Caitlin Clark mun án efa halda áfram næstu árin. Emilee Chinn/Getty Images Angel Reese hafði betur gegn Caitlin Clark í því sem kalla mætti uppgjöri nýliða WNBA-deildarinnar í körfubolta. Þær tvær vöktu gríðarlega athygli í bandaríska háskólaboltanum á síðustu leiktíð og hafa haldið því áfram í upphafi leiktíðar. Segja má að 2024 árgangur WNBA-deildarinnar sé einhver sá mest spennandi frá upphafi. Vísir hefur fjallað ítarlega um uppgang Caitlin Clark og hennar ótrúlegu ár í háskólaboltanum vestanhafs en sá er gríðarlega vinsæll. Reese hefur hins vegar varið eigið orðspor og sagt að ástæðan fyrir auknu áhorfi á WNBA-deildina sé ekki eingöngu Clark að þakka heldur einnig sér sem og öðrum upprennandi stjörnum. Segja má að þrjár stjörnur hafi komið inn í deildina fyrir yfirstandandi leiktíð en Cameron Brink var valin af Los Angeles Sparks í nýliðavalinu í ár. Því miður fyrir hana, og Sparks, þá sleit Brink krossband í hné á dögunum og verður því ekki meira með það sem eftir lifir leiktíðar. Breaking: The Sparks said that Cameron Brink suffered a left torn ACL in Tuesday's game vs. the Sun.Additional details will be provided at a later date. pic.twitter.com/WBTfC0dRXe— ESPN (@espn) June 19, 2024 En að leik næturinnar, hans var beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem um var að ræða uppgjör Reese og Clark en sú fyrrnefnda stóð uppi sem meistari árið 2023 en féll úr leik gegn Clark í átta liða úrslitum á þessu ári. Það sama var upp á teningnum í nótt og til að nudda salti í sárin setti Reese met í WNBA-deildinni þegar hún nældi í sína áttundu tvöföldu tvennu í röð þegar lið hennar Chicago Sky vann eins stigs sigur á Caitlin Clark og stöllum hennar í Indiana Fever, lokatölur 88-87. Reese var stigahæst allra á vellinum með 25 stig ásamt því að taka flest fráköst allra á vellinum eða 16 talsins. Clark skoraði „aðeins“ 17 stig í liði Fever en var eini leikmaður vallarins sem komst í tveggja stafa tölu þegar kom að stoðsendingum, alls gaf hún 13 slíkar. Það stefnir ekki í að ofurstjörnurnar upprennandi verði jafn sigursælar í ár og þær voru í háskólaboltanum þar sem lið þeirra hafa ekki byrjað sérstaklega vel. Það er hins vegar gömul saga og ný þegar kemur að nýliðum, það tekur þá nær alltaf nokkur ár að gera sig gildandi í deild þeirra bestu. Körfubolti WNBA Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Tiger Woods sleit hásin Golf Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira
Segja má að 2024 árgangur WNBA-deildarinnar sé einhver sá mest spennandi frá upphafi. Vísir hefur fjallað ítarlega um uppgang Caitlin Clark og hennar ótrúlegu ár í háskólaboltanum vestanhafs en sá er gríðarlega vinsæll. Reese hefur hins vegar varið eigið orðspor og sagt að ástæðan fyrir auknu áhorfi á WNBA-deildina sé ekki eingöngu Clark að þakka heldur einnig sér sem og öðrum upprennandi stjörnum. Segja má að þrjár stjörnur hafi komið inn í deildina fyrir yfirstandandi leiktíð en Cameron Brink var valin af Los Angeles Sparks í nýliðavalinu í ár. Því miður fyrir hana, og Sparks, þá sleit Brink krossband í hné á dögunum og verður því ekki meira með það sem eftir lifir leiktíðar. Breaking: The Sparks said that Cameron Brink suffered a left torn ACL in Tuesday's game vs. the Sun.Additional details will be provided at a later date. pic.twitter.com/WBTfC0dRXe— ESPN (@espn) June 19, 2024 En að leik næturinnar, hans var beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem um var að ræða uppgjör Reese og Clark en sú fyrrnefnda stóð uppi sem meistari árið 2023 en féll úr leik gegn Clark í átta liða úrslitum á þessu ári. Það sama var upp á teningnum í nótt og til að nudda salti í sárin setti Reese met í WNBA-deildinni þegar hún nældi í sína áttundu tvöföldu tvennu í röð þegar lið hennar Chicago Sky vann eins stigs sigur á Caitlin Clark og stöllum hennar í Indiana Fever, lokatölur 88-87. Reese var stigahæst allra á vellinum með 25 stig ásamt því að taka flest fráköst allra á vellinum eða 16 talsins. Clark skoraði „aðeins“ 17 stig í liði Fever en var eini leikmaður vallarins sem komst í tveggja stafa tölu þegar kom að stoðsendingum, alls gaf hún 13 slíkar. Það stefnir ekki í að ofurstjörnurnar upprennandi verði jafn sigursælar í ár og þær voru í háskólaboltanum þar sem lið þeirra hafa ekki byrjað sérstaklega vel. Það er hins vegar gömul saga og ný þegar kemur að nýliðum, það tekur þá nær alltaf nokkur ár að gera sig gildandi í deild þeirra bestu.
Körfubolti WNBA Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Tiger Woods sleit hásin Golf Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira