Rahm brjálaður: „Djöfulsins drónar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2024 14:00 Suðið í drónum truflaði Jon Rahm á LIV-móti um helgina. getty/Matthew Maxey Jon Rahm hefur ekki mikla þolinmæði fyrir drónunum sem er flogið yfir keppnisstöðum á LIV-mótaröðinni í golfi. Á móti í Nashville í gær fóru drónarnir sérstaklega mikið í taugarnar á spænska kylfingnum. Eftir að Rahm sló kúlunni út í vatn á sjöttu holu kenndi hann suðinu í drónunum um. „Á hverju móti. Þetta er óþolandi helvíti. Einmitt þegar ég er að sveifla,“ heyrðist Rahm segja í útsendingunni. „Alltaf þessir djöfulsins drónar,“ bætti Spánverjinn við. Rahm var tveimur höggum á undan forystusauðnum Tyrell Hatton þegar hann sló kúluna í vatnið. Hann lék sjöttu holuna á tveimur höggum yfir pari. Svo fór að Hatton hrósaði sigri á mótinu en Rahm varð að gera sér 3. sætið að góðu. Rahm lék samtals á tólf höggum undir pari en Hatton á nítján höggum undir pari. Mótið í Nashville var fyrsta mótið sem Rahm tekur þátt á eftir að hann dró sig úr keppni á Opna bandaríska meistaramótinu vegna sýkingar í fæti. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Á móti í Nashville í gær fóru drónarnir sérstaklega mikið í taugarnar á spænska kylfingnum. Eftir að Rahm sló kúlunni út í vatn á sjöttu holu kenndi hann suðinu í drónunum um. „Á hverju móti. Þetta er óþolandi helvíti. Einmitt þegar ég er að sveifla,“ heyrðist Rahm segja í útsendingunni. „Alltaf þessir djöfulsins drónar,“ bætti Spánverjinn við. Rahm var tveimur höggum á undan forystusauðnum Tyrell Hatton þegar hann sló kúluna í vatnið. Hann lék sjöttu holuna á tveimur höggum yfir pari. Svo fór að Hatton hrósaði sigri á mótinu en Rahm varð að gera sér 3. sætið að góðu. Rahm lék samtals á tólf höggum undir pari en Hatton á nítján höggum undir pari. Mótið í Nashville var fyrsta mótið sem Rahm tekur þátt á eftir að hann dró sig úr keppni á Opna bandaríska meistaramótinu vegna sýkingar í fæti.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira