Gugga í Gatsby kveður: „Margar konur búnar að skæla hérna inni“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. júní 2024 07:01 Gugga hefur í sex ár selt allskyns Gatsby tengdan varning. Guðbjörg Jóhannesdóttir betur þekkt sem Gugga í Gatsby mun í vikunni loka dyrum Gatsby fataverslunarinnar í Hafnarfirði fyrir fullt og allt. Hún segir eftirspurn eftir fötum í þessum stíl gríðarlega mikla og er hrærð yfir viðbrögðum viðskiptavina sinna á lokametrum verslunarinnar sem áfram verður rekin í einhverri mynd á netinu. „Síðasti dagurinn okkar verður á fimmtudag og viðtökurnar hafa verið ótrúlegar. Það eru margar konur búnar að skæla hérna inni, við erum búin að skæla, höfum fengið blóm og ég veit ekki hvað ég er búin að knúsa marga. Mér líður bara eins og ég sé að gera eitthvað af mér með því að loka,“ segir Gugga í samtali við Vísi. Verslun hennar hefur verið rekin í sex ár á Strandgötu í Hafnarfirði og er um að ræða sannkallað sérverslun með fatnaði frá þriðja og fjórða áratug síðustu aldar, fatnaði sem oft er kenndur við skáldsöguna The Great Gatsby eftir F. Scott Fitzgerald frá árinu 1925. Gugga tilkynnti viðskiptavinum um lokun verslunarinnar á samfélagsmiðlum þann 7. júní síðastliðinn. Í fyrstu hugðist hún hafa opið út júlí en síðar áttað sig á að lagerinn myndi klárast löngu fyrir það. Síðasti dagur opnunar verður því á fimmtudaginn 27. júní. Lét drauminn rætast Gugga segir að ástæða þess að hún loki séu fyrst og fremst af persónulegum toga. Reksturinn hafi tekið á, hafi verið orðið þungur undanfarin ár en hafi fyrst og fremst verið farinn að taka toll af Guggu sem staðið hafi í ströngu. Gugga rak augun í verslunarrýmið árið 2018. „Ég hringdi bara í eiginmanninn og sagði honum að annað hvort yrði ég gömul geðvond kelling sem fékk ekki að láta drauminn rætast eða að við myndum gera eitthvað í þessu. Við opnuðum verslunina mánuði seinna,“ segir Gugga hlæjandi. Hún lýsir síðustu sex árum sem heljarinnar ævintýri. Viðtökurnar hafi verið stórkostlegar frá degi eitt og hún kynnst mörgum viðskiptavinum þessi ár. „Það er eitthvað attitjúd í þessum kjólum og þessum stíl,“ segir Gugga sem haldið hefur í anda þessa ára með því að spila eingöngu tónlist þessa tíma í versluninni. „Við vitum orðið svo margt um margar, hvar þær eru staddar í lífinu. Við erum búin að taka þátt í gleði og sorg hjá svo mörgum á einn eða annan hátt og eins og ég segi, mér líður bara eins og ég sé að gera eitthvað af mér,“ segir Gugga og viðurkennir að það séu blendnar tilfinningar í spilunum. „Við mættum hérna hjónin saman í morgun. Það er allt að verða tómt og það er nú ekki oft sem ég sé manninn minn svona hálf partinn beygja af. Þetta er mjög skrýtið, þetta er mjög ljúfsárt.“ Verslun Hafnarfjörður Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
„Síðasti dagurinn okkar verður á fimmtudag og viðtökurnar hafa verið ótrúlegar. Það eru margar konur búnar að skæla hérna inni, við erum búin að skæla, höfum fengið blóm og ég veit ekki hvað ég er búin að knúsa marga. Mér líður bara eins og ég sé að gera eitthvað af mér með því að loka,“ segir Gugga í samtali við Vísi. Verslun hennar hefur verið rekin í sex ár á Strandgötu í Hafnarfirði og er um að ræða sannkallað sérverslun með fatnaði frá þriðja og fjórða áratug síðustu aldar, fatnaði sem oft er kenndur við skáldsöguna The Great Gatsby eftir F. Scott Fitzgerald frá árinu 1925. Gugga tilkynnti viðskiptavinum um lokun verslunarinnar á samfélagsmiðlum þann 7. júní síðastliðinn. Í fyrstu hugðist hún hafa opið út júlí en síðar áttað sig á að lagerinn myndi klárast löngu fyrir það. Síðasti dagur opnunar verður því á fimmtudaginn 27. júní. Lét drauminn rætast Gugga segir að ástæða þess að hún loki séu fyrst og fremst af persónulegum toga. Reksturinn hafi tekið á, hafi verið orðið þungur undanfarin ár en hafi fyrst og fremst verið farinn að taka toll af Guggu sem staðið hafi í ströngu. Gugga rak augun í verslunarrýmið árið 2018. „Ég hringdi bara í eiginmanninn og sagði honum að annað hvort yrði ég gömul geðvond kelling sem fékk ekki að láta drauminn rætast eða að við myndum gera eitthvað í þessu. Við opnuðum verslunina mánuði seinna,“ segir Gugga hlæjandi. Hún lýsir síðustu sex árum sem heljarinnar ævintýri. Viðtökurnar hafi verið stórkostlegar frá degi eitt og hún kynnst mörgum viðskiptavinum þessi ár. „Það er eitthvað attitjúd í þessum kjólum og þessum stíl,“ segir Gugga sem haldið hefur í anda þessa ára með því að spila eingöngu tónlist þessa tíma í versluninni. „Við vitum orðið svo margt um margar, hvar þær eru staddar í lífinu. Við erum búin að taka þátt í gleði og sorg hjá svo mörgum á einn eða annan hátt og eins og ég segi, mér líður bara eins og ég sé að gera eitthvað af mér,“ segir Gugga og viðurkennir að það séu blendnar tilfinningar í spilunum. „Við mættum hérna hjónin saman í morgun. Það er allt að verða tómt og það er nú ekki oft sem ég sé manninn minn svona hálf partinn beygja af. Þetta er mjög skrýtið, þetta er mjög ljúfsárt.“
Verslun Hafnarfjörður Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent