Tækniskólinn og Kvennaskólinn vinsælastir Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. júní 2024 16:57 Tækniskólinn hlaut flestar umsóknir. Vísir/Vilhelm Innritun nemenda í framhaldsskóla er nú lokið en alls bárust 4.677 umsóknir fyrir haustið. Flestar umsóknir voru með Tækniskólann eða Kvennaskólann í vali eitt eða tvo. Öllum umsækjendum var tryggt pláss í skóla fyrir veturinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Tækniskólanum barst 833 umsóknir fyrir haustið. Þar af voru 441 nemendur með skólann í fyrsta vali og 392 með skólann í öðru vali. Alls voru 383 nemendur innritaðir. Fleiri með kvennaskólann í öðru vali en fyrsta 711 nemendur voru með Kvennaskólann í Reykjavík í fyrsta eða öðru vali. Þar af voru 308 með skólann í fyrsta vali en 403 með skólann í öðru vali. Flestir nemendur voru með Verzlunarskóla Íslands í fyrsta vali eða 522 nemendur en 370 nemendur voru innritaðir. 161 voru með Verzlunarskólann í öðru vali. Fæstir völdu Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu en nítján nemendur voru með skólann í fyrsta vali og þrír í öðru vali. Nítján nemendur voru innritaðir í skólann. Hér fyrir neðan er hægt að sjá tölur um umsóknir í hvern og einn framhaldsskóla. Hér má sjá hversu margir sóttu um í hvern skóla.Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Samþykktu allar umsóknir í verknám „Allir nýnemar úr grunnskóla sem sóttu um hafa fengið inngöngu. Þannig var hægt að samþykkja allar umsóknir í verknám en á undanförnum árum hefur þurft að vísa stórum hluta frá vegna skorts á aðstöðu og kennurum,“ segir í tilkynningunni. Mennta- og barnamálaráðuneytið, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og framhaldsskólar hafi lagt höfuðáherslu á að koma öllum nýnemum úr grunnskóla að á haustönn. 84,5% nemenda í fyrsta val „Það er mikill áfangi og vil ég þakka okkar öfluga skólafólki fyrir að svara ákallinu. Það er sérstakt ánægjuefni að sjá að skólakerfið okkar getur tekið við öllum nýnemum í verknám en það hefur einmitt verið eitt af stefnumálum ríkisstjórnarinnar,“ er haft eftir Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, í tilkynningunni. 84,5 prósent nemenda fá inn í þeim skóla sem þau sóttu um sem fyrsta val. 11,8 prósent nemenda fá pláss í þeim skóla sem þau völdu sem annað val. 3,7 prósent nemenda var úthlutað plássi í þriðja skóla. Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Tækniskólanum barst 833 umsóknir fyrir haustið. Þar af voru 441 nemendur með skólann í fyrsta vali og 392 með skólann í öðru vali. Alls voru 383 nemendur innritaðir. Fleiri með kvennaskólann í öðru vali en fyrsta 711 nemendur voru með Kvennaskólann í Reykjavík í fyrsta eða öðru vali. Þar af voru 308 með skólann í fyrsta vali en 403 með skólann í öðru vali. Flestir nemendur voru með Verzlunarskóla Íslands í fyrsta vali eða 522 nemendur en 370 nemendur voru innritaðir. 161 voru með Verzlunarskólann í öðru vali. Fæstir völdu Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu en nítján nemendur voru með skólann í fyrsta vali og þrír í öðru vali. Nítján nemendur voru innritaðir í skólann. Hér fyrir neðan er hægt að sjá tölur um umsóknir í hvern og einn framhaldsskóla. Hér má sjá hversu margir sóttu um í hvern skóla.Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Samþykktu allar umsóknir í verknám „Allir nýnemar úr grunnskóla sem sóttu um hafa fengið inngöngu. Þannig var hægt að samþykkja allar umsóknir í verknám en á undanförnum árum hefur þurft að vísa stórum hluta frá vegna skorts á aðstöðu og kennurum,“ segir í tilkynningunni. Mennta- og barnamálaráðuneytið, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu og framhaldsskólar hafi lagt höfuðáherslu á að koma öllum nýnemum úr grunnskóla að á haustönn. 84,5% nemenda í fyrsta val „Það er mikill áfangi og vil ég þakka okkar öfluga skólafólki fyrir að svara ákallinu. Það er sérstakt ánægjuefni að sjá að skólakerfið okkar getur tekið við öllum nýnemum í verknám en það hefur einmitt verið eitt af stefnumálum ríkisstjórnarinnar,“ er haft eftir Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, í tilkynningunni. 84,5 prósent nemenda fá inn í þeim skóla sem þau sóttu um sem fyrsta val. 11,8 prósent nemenda fá pláss í þeim skóla sem þau völdu sem annað val. 3,7 prósent nemenda var úthlutað plássi í þriðja skóla.
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira