Innlent

Allt að 18 stiga hiti

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Það er útlit fyrir blíðviðri á Austurlandi. Þar má meðal annars finna Egilsstaði, hvar þessi mynd var tekin.
Það er útlit fyrir blíðviðri á Austurlandi. Þar má meðal annars finna Egilsstaði, hvar þessi mynd var tekin. Vísir/Vilhelm

Hægfara lægð vestur af landinu veldur víða kalda og skúrum á vesturhluta landsins. Aðra sögu er að segja á Norður- og Austurlandi, þar sem er útlit fyrir bjart veður og hita upp í 18 stig. 

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar segir að búast megi við sunnan- og suðvestanátt 8 til 13 metrum á sekúndu. 

„Bjart með köflum norðaustan- og austanlands, en líkur á stöku skúrum þar. Lægir í kvöld. Hiti frá 8 stigum vestantil að 18 stigum á Austurlandi. Hæg breytileg átt á morgun og víða dálitlar skúrir, en yfirleitt þurrt um kvöldið. Hiti 10 til 17 stig.“

Veðurhorfur næstu daga:

Á miðvikudag:

Hæg breytileg átt og víða skúrir, en yfirleitt þurrt um kvöldið. Hiti 10 til 17 stig.

Á fimmtudag:

Norðan 5-10 m/s og súld eða rigning. Bjart með köflum sunnanlands, en skúrir þar síðdegis. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á föstudag:

Norðvestan 5-13, hvassast norðaustantil. Að mestu bjart sunnan heiða, en dálítil rigning norðaustanlands fram undir kvöld. Hiti frá 5 stigum fyrir norðan, upp í 16 stig á Suðausturlandi.

Á laugardag:

Vestan 5-13 og bjartviðri, en skýjað vestantil á landinu. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast austanlands. Suðlægari um kvöldið og fer að rigna suðvestantil.

Á sunnudag:

Suðlæg átt með rigningu og súld sunnan- og vestanlands. Þurrt að mestu um landið norðaustanvert og hlýnar þar í veðri.

Á mánudag:

Útlit fyrir suðvestlæga átt og skúrir á Suður- og Vesturlandi, en yfirleitt þurrt norðaustantil. Hiti 10 til 18 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×