Innlent

Fjölga leik­skóla­plássum í mið­bænum

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Leikskólaplássum í Miðborg að Njálsgötu 70 í 101 Reykjavík fjölgar nú um 75.
Leikskólaplássum í Miðborg að Njálsgötu 70 í 101 Reykjavík fjölgar nú um 75. Reykjavík

Samþykkt var á í borgarráði í dag að fjölga leikskólaplássum í leikskólanum Miðborg í miðbæ Reykjavíkur um 75. Rekstarleyfi leikskólans Miðborgar hefur verið fært upp 161 barn en sem stendur eru þar 86 börn með pláss.

Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar.

Þar segir að plássunum hafi fjölgað vegna tilkomu Ævintýraborgar við Vörðuskóla, sem hefur fengið nafnið Vörðuborg. Vörðuborg sé hluti af leikskólanum Miðborg.

Unnið sé hörðum höndum að því að plássin í Vörðuborg verði tilbúin sem fyrst í haust, en fyrstu 40 plássunum verði úthlutað um mánaðarmótin júlí, ágúst.

Einn biðlisti er fyrir Miðborg og börn fá pláss í því húsi sem passar best út frá barnafjölda og aldri þeirra barna sem fá úthlutað plássi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×