Riðlar Meistaradeildarinnar klárir: Íslendingar áberandi í bestu deild í heimi Aron Guðmundsson skrifar 27. júní 2024 21:46 Hér má sjá sex af þrettán fulltrúum Íslands í Meistaradeildinni í handbolta á næsta tímabili. Guðmundur Guðmundsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Bjarki Már Elísson, VIktor Gísli Hallgrímsson, Orri Freyr Þorkelsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson Vísir/Samsett mynd Þrettán Íslendingar fengu að vita hverjir mótherjar sínir verða í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta þegar dregið var í dag í Vínarborg. Óhætt er að segja að B-riðill keppninnar sé hálfgerður martraðarriðill. Eins og staðan er núna munu tólf íslenskir leikmenn spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili en þeim gæti þó fjölgað eftir því sem dregur nær. Þá verður einn íslenskur þjálfari í eldlínunni með sína lærisveina í þessari bestu félagsliða deild í heimi, Guðmundur Guðmundsson mætir þar til leiks með danska úrvalsdeildarfélagið Fredericia. Riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta skiptist upp í tvo riðla, A- og B-riðil. Hér fyrir neðan má sjá hvernig drátturinn fór, hvaða lið eru í hvaða riðli og fyrir aftan í sviga hvaða Íslendingar eru á mála hjá hvaða liði. Riðlar Meistaradeildarinnar í handbolta: A-riðill: Wisla Plock (Viktor Gísli Hallgrímsson) Vezprém (Bjarki Már Elísson) Paris Saint-Germain Fredericia (Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - Arnór Viðarsson, Einar Þorsteinn Ólafsson) Fuchse Berlin Sporting CP (Orri Freyr Þorkelsson) Dinamo Bucuresti HC Eurofarm Pelister B-riðill: Álaborg Magdeburg (Gísli Þorgeirs Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon) Barcelona Kielce (Haukur Þrastarson) PICK Szeged (Janus Daði Smárason) Nantes Zagreb Kolstad (Benedikt Gunnar Óskarsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Sveinn Jóhannsson) Fyrstu leikir Meistaradeildarinnar munu fara fram þann 11.september síðar á þessu ári en fyrirfram er óhætt að segja að B-riðillinn sé sterkari þar sem er að finna þrjú af þeim fjórum liðum sem komust alla leið í úrslitahelgi keppninnar á síðasta tímabili. Er þar um að ræða nú ríkjandi Evrópumeistara Barcelona frá Spáni sem og liðið sem þeir mættu í sjálfum úrslitaleiknum, Danmerkurmeistara Álaborgar. Þá er Íslendingalið Magdeburg sem, hefur verið með bestu félagsliðum heims, einnig í B-riðli. Leiknar verða fjórtán umferðir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og munu efstu tvö lið hvers riðils fyrir sig tryggja sér sæti í átta liða úrslitum. Liðin sem enda í þriðja til sjötta sæti riðlanna munu svo mætast í umspili um þau fjögur lausu sæti sem eftir verða í átta liða úrslitunum. Liðin sem enda í sjöunda og áttunda sæti riðlanna falla úr leik eftir riðlakeppnina. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Eins og staðan er núna munu tólf íslenskir leikmenn spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili en þeim gæti þó fjölgað eftir því sem dregur nær. Þá verður einn íslenskur þjálfari í eldlínunni með sína lærisveina í þessari bestu félagsliða deild í heimi, Guðmundur Guðmundsson mætir þar til leiks með danska úrvalsdeildarfélagið Fredericia. Riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta skiptist upp í tvo riðla, A- og B-riðil. Hér fyrir neðan má sjá hvernig drátturinn fór, hvaða lið eru í hvaða riðli og fyrir aftan í sviga hvaða Íslendingar eru á mála hjá hvaða liði. Riðlar Meistaradeildarinnar í handbolta: A-riðill: Wisla Plock (Viktor Gísli Hallgrímsson) Vezprém (Bjarki Már Elísson) Paris Saint-Germain Fredericia (Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - Arnór Viðarsson, Einar Þorsteinn Ólafsson) Fuchse Berlin Sporting CP (Orri Freyr Þorkelsson) Dinamo Bucuresti HC Eurofarm Pelister B-riðill: Álaborg Magdeburg (Gísli Þorgeirs Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon) Barcelona Kielce (Haukur Þrastarson) PICK Szeged (Janus Daði Smárason) Nantes Zagreb Kolstad (Benedikt Gunnar Óskarsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Sveinn Jóhannsson) Fyrstu leikir Meistaradeildarinnar munu fara fram þann 11.september síðar á þessu ári en fyrirfram er óhætt að segja að B-riðillinn sé sterkari þar sem er að finna þrjú af þeim fjórum liðum sem komust alla leið í úrslitahelgi keppninnar á síðasta tímabili. Er þar um að ræða nú ríkjandi Evrópumeistara Barcelona frá Spáni sem og liðið sem þeir mættu í sjálfum úrslitaleiknum, Danmerkurmeistara Álaborgar. Þá er Íslendingalið Magdeburg sem, hefur verið með bestu félagsliðum heims, einnig í B-riðli. Leiknar verða fjórtán umferðir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og munu efstu tvö lið hvers riðils fyrir sig tryggja sér sæti í átta liða úrslitum. Liðin sem enda í þriðja til sjötta sæti riðlanna munu svo mætast í umspili um þau fjögur lausu sæti sem eftir verða í átta liða úrslitunum. Liðin sem enda í sjöunda og áttunda sæti riðlanna falla úr leik eftir riðlakeppnina.
Riðlar Meistaradeildarinnar í handbolta: A-riðill: Wisla Plock (Viktor Gísli Hallgrímsson) Vezprém (Bjarki Már Elísson) Paris Saint-Germain Fredericia (Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - Arnór Viðarsson, Einar Þorsteinn Ólafsson) Fuchse Berlin Sporting CP (Orri Freyr Þorkelsson) Dinamo Bucuresti HC Eurofarm Pelister B-riðill: Álaborg Magdeburg (Gísli Þorgeirs Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon) Barcelona Kielce (Haukur Þrastarson) PICK Szeged (Janus Daði Smárason) Nantes Zagreb Kolstad (Benedikt Gunnar Óskarsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Sveinn Jóhannsson)
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira