Niðurstöður veðmálakönnunar áhyggjuefni: „Brýnt málefni fyrir fótboltasamfélagið í heild sinni að skoða“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. júní 2024 10:30 Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF, telur niðurstöður könnunar um veðmálaþátttöku leikmanna í Bestu deild karla áhyggjuefni. vísir Íslenskur toppfótbolti birti niðurstöður úr könnun vegna veðmálaþátttöku leikmanna í Bestu deild karla. Þar kom í ljós að einn af hverjum tíu leikmönnum hefur glímt við andlega vanlíðan vegna veðmála. Niðurstöður voru birtar í fréttabréfi ÍTF og er hluti af verkefni sem snýr að fræðslu um veðmálaþátttöku og hagræðingu úrslita. Niðurstöður gefa sterklega til kynna að mikill meirihluti leikmanna í Bestu deild karla taki þátt í einhvers konar veðmálum eða getraunaleikjum. 10 prósent svöruðu því játandi að hafa glímt við andlega vanlíðan vegna veðmála. „Ég tel að þetta sé brýnt málefni fyrir fótboltasamfélagið í heild sinni að skoða. Við sem störfum í kringum fótboltann á Íslandi þurfum að taka þessum niðurstöðum af alvöru og bregðast við þeim,“ sagði Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri ÍTF. Fjárhættuspil eru ekki með öllu ólögleg á Íslandi og einn af helstu styrktaraðilum Bestu deildarinnar er getraunasíðan Lengjan. Það er því vert að spyrja, hvað mega leikmenn og hvað ekki? „Þetta er svolítið flókið einmitt, það er ekki ólöglegt að taka þátt í getraunaleikjum, en þú mátt ekki veðja á þína eigin leiki eða leiki í þinni deild. En þú mátt að sjálfsögðu veðja á aðra leiki, í öðrum deildum eða íþróttum.“ Vonar að um einangruð atvik sé að ræða Sáralítill hluti leikmanna segist veðja á íslenska leiki. Á síðasta ári voru þó tveir leikmenn, Steinþór Freyr Þorsteinsson og Sigurður Gísli Bond Snorrason, dæmdir í bann fyrir að veðja á leiki sem þeir spiluðu sjálfir. Birgir segist vonast til þess að þar sé um einangruð atvik að ræða en mikilvægt sé engu að síður að fara í fræðsluátak og unnið er að fræðsluefni samkvæmt sænskri fyrirmynd. „Okkur leist mjög vel á þessa sænsku leið, og ákváðum að það væri algjör óþarfi að finna upp hjólið í þessu heldur frekar fá aðgang að þeirra gögnum og yfirfæra það á íslenskan veruleika.“ Beint til fagaðila þegar fíknin tekur völd En ef og þegar til þess kemur að leikmaður lendir í vandræðum, það er að segja þegar spilafíkn hefur tekið völd. Hvaða úrræði standa leikmönnum til boða? „Leikmenn sem eru að glíma við veðmálafíkn eiga að snúa sér til SÁÁ eða viðurkenndra fagaðila, við erum ekki þeir aðilar. Við erum bara að benda á hvernig regluverkið er hér, hverjar hætturnar eru, fræðsluna í kringum þetta en varðandi úrræði og þess háttar verður þessum aðilum bent á SÁÁ eða aðrar viðurkenndar stofnanir.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KSÍ Fjárhættuspil Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Enski boltinn Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
Niðurstöður voru birtar í fréttabréfi ÍTF og er hluti af verkefni sem snýr að fræðslu um veðmálaþátttöku og hagræðingu úrslita. Niðurstöður gefa sterklega til kynna að mikill meirihluti leikmanna í Bestu deild karla taki þátt í einhvers konar veðmálum eða getraunaleikjum. 10 prósent svöruðu því játandi að hafa glímt við andlega vanlíðan vegna veðmála. „Ég tel að þetta sé brýnt málefni fyrir fótboltasamfélagið í heild sinni að skoða. Við sem störfum í kringum fótboltann á Íslandi þurfum að taka þessum niðurstöðum af alvöru og bregðast við þeim,“ sagði Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri ÍTF. Fjárhættuspil eru ekki með öllu ólögleg á Íslandi og einn af helstu styrktaraðilum Bestu deildarinnar er getraunasíðan Lengjan. Það er því vert að spyrja, hvað mega leikmenn og hvað ekki? „Þetta er svolítið flókið einmitt, það er ekki ólöglegt að taka þátt í getraunaleikjum, en þú mátt ekki veðja á þína eigin leiki eða leiki í þinni deild. En þú mátt að sjálfsögðu veðja á aðra leiki, í öðrum deildum eða íþróttum.“ Vonar að um einangruð atvik sé að ræða Sáralítill hluti leikmanna segist veðja á íslenska leiki. Á síðasta ári voru þó tveir leikmenn, Steinþór Freyr Þorsteinsson og Sigurður Gísli Bond Snorrason, dæmdir í bann fyrir að veðja á leiki sem þeir spiluðu sjálfir. Birgir segist vonast til þess að þar sé um einangruð atvik að ræða en mikilvægt sé engu að síður að fara í fræðsluátak og unnið er að fræðsluefni samkvæmt sænskri fyrirmynd. „Okkur leist mjög vel á þessa sænsku leið, og ákváðum að það væri algjör óþarfi að finna upp hjólið í þessu heldur frekar fá aðgang að þeirra gögnum og yfirfæra það á íslenskan veruleika.“ Beint til fagaðila þegar fíknin tekur völd En ef og þegar til þess kemur að leikmaður lendir í vandræðum, það er að segja þegar spilafíkn hefur tekið völd. Hvaða úrræði standa leikmönnum til boða? „Leikmenn sem eru að glíma við veðmálafíkn eiga að snúa sér til SÁÁ eða viðurkenndra fagaðila, við erum ekki þeir aðilar. Við erum bara að benda á hvernig regluverkið er hér, hverjar hætturnar eru, fræðsluna í kringum þetta en varðandi úrræði og þess háttar verður þessum aðilum bent á SÁÁ eða aðrar viðurkenndar stofnanir.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KSÍ Fjárhættuspil Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Enski boltinn Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
„Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30