Niðurstöður veðmálakönnunar áhyggjuefni: „Brýnt málefni fyrir fótboltasamfélagið í heild sinni að skoða“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. júní 2024 10:30 Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF, telur niðurstöður könnunar um veðmálaþátttöku leikmanna í Bestu deild karla áhyggjuefni. vísir Íslenskur toppfótbolti birti niðurstöður úr könnun vegna veðmálaþátttöku leikmanna í Bestu deild karla. Þar kom í ljós að einn af hverjum tíu leikmönnum hefur glímt við andlega vanlíðan vegna veðmála. Niðurstöður voru birtar í fréttabréfi ÍTF og er hluti af verkefni sem snýr að fræðslu um veðmálaþátttöku og hagræðingu úrslita. Niðurstöður gefa sterklega til kynna að mikill meirihluti leikmanna í Bestu deild karla taki þátt í einhvers konar veðmálum eða getraunaleikjum. 10 prósent svöruðu því játandi að hafa glímt við andlega vanlíðan vegna veðmála. „Ég tel að þetta sé brýnt málefni fyrir fótboltasamfélagið í heild sinni að skoða. Við sem störfum í kringum fótboltann á Íslandi þurfum að taka þessum niðurstöðum af alvöru og bregðast við þeim,“ sagði Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri ÍTF. Fjárhættuspil eru ekki með öllu ólögleg á Íslandi og einn af helstu styrktaraðilum Bestu deildarinnar er getraunasíðan Lengjan. Það er því vert að spyrja, hvað mega leikmenn og hvað ekki? „Þetta er svolítið flókið einmitt, það er ekki ólöglegt að taka þátt í getraunaleikjum, en þú mátt ekki veðja á þína eigin leiki eða leiki í þinni deild. En þú mátt að sjálfsögðu veðja á aðra leiki, í öðrum deildum eða íþróttum.“ Vonar að um einangruð atvik sé að ræða Sáralítill hluti leikmanna segist veðja á íslenska leiki. Á síðasta ári voru þó tveir leikmenn, Steinþór Freyr Þorsteinsson og Sigurður Gísli Bond Snorrason, dæmdir í bann fyrir að veðja á leiki sem þeir spiluðu sjálfir. Birgir segist vonast til þess að þar sé um einangruð atvik að ræða en mikilvægt sé engu að síður að fara í fræðsluátak og unnið er að fræðsluefni samkvæmt sænskri fyrirmynd. „Okkur leist mjög vel á þessa sænsku leið, og ákváðum að það væri algjör óþarfi að finna upp hjólið í þessu heldur frekar fá aðgang að þeirra gögnum og yfirfæra það á íslenskan veruleika.“ Beint til fagaðila þegar fíknin tekur völd En ef og þegar til þess kemur að leikmaður lendir í vandræðum, það er að segja þegar spilafíkn hefur tekið völd. Hvaða úrræði standa leikmönnum til boða? „Leikmenn sem eru að glíma við veðmálafíkn eiga að snúa sér til SÁÁ eða viðurkenndra fagaðila, við erum ekki þeir aðilar. Við erum bara að benda á hvernig regluverkið er hér, hverjar hætturnar eru, fræðsluna í kringum þetta en varðandi úrræði og þess háttar verður þessum aðilum bent á SÁÁ eða aðrar viðurkenndar stofnanir.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KSÍ Fjárhættuspil Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira
Niðurstöður voru birtar í fréttabréfi ÍTF og er hluti af verkefni sem snýr að fræðslu um veðmálaþátttöku og hagræðingu úrslita. Niðurstöður gefa sterklega til kynna að mikill meirihluti leikmanna í Bestu deild karla taki þátt í einhvers konar veðmálum eða getraunaleikjum. 10 prósent svöruðu því játandi að hafa glímt við andlega vanlíðan vegna veðmála. „Ég tel að þetta sé brýnt málefni fyrir fótboltasamfélagið í heild sinni að skoða. Við sem störfum í kringum fótboltann á Íslandi þurfum að taka þessum niðurstöðum af alvöru og bregðast við þeim,“ sagði Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri ÍTF. Fjárhættuspil eru ekki með öllu ólögleg á Íslandi og einn af helstu styrktaraðilum Bestu deildarinnar er getraunasíðan Lengjan. Það er því vert að spyrja, hvað mega leikmenn og hvað ekki? „Þetta er svolítið flókið einmitt, það er ekki ólöglegt að taka þátt í getraunaleikjum, en þú mátt ekki veðja á þína eigin leiki eða leiki í þinni deild. En þú mátt að sjálfsögðu veðja á aðra leiki, í öðrum deildum eða íþróttum.“ Vonar að um einangruð atvik sé að ræða Sáralítill hluti leikmanna segist veðja á íslenska leiki. Á síðasta ári voru þó tveir leikmenn, Steinþór Freyr Þorsteinsson og Sigurður Gísli Bond Snorrason, dæmdir í bann fyrir að veðja á leiki sem þeir spiluðu sjálfir. Birgir segist vonast til þess að þar sé um einangruð atvik að ræða en mikilvægt sé engu að síður að fara í fræðsluátak og unnið er að fræðsluefni samkvæmt sænskri fyrirmynd. „Okkur leist mjög vel á þessa sænsku leið, og ákváðum að það væri algjör óþarfi að finna upp hjólið í þessu heldur frekar fá aðgang að þeirra gögnum og yfirfæra það á íslenskan veruleika.“ Beint til fagaðila þegar fíknin tekur völd En ef og þegar til þess kemur að leikmaður lendir í vandræðum, það er að segja þegar spilafíkn hefur tekið völd. Hvaða úrræði standa leikmönnum til boða? „Leikmenn sem eru að glíma við veðmálafíkn eiga að snúa sér til SÁÁ eða viðurkenndra fagaðila, við erum ekki þeir aðilar. Við erum bara að benda á hvernig regluverkið er hér, hverjar hætturnar eru, fræðsluna í kringum þetta en varðandi úrræði og þess háttar verður þessum aðilum bent á SÁÁ eða aðrar viðurkenndar stofnanir.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KSÍ Fjárhættuspil Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira
„Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30