Mesta hviðan meira en fimmtíu metrar á sekúndu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2024 11:03 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Vísir Gular veðurviðvaranir eru í gildi vegna hvassviðris á Austfjörðum og Suðausturlandi, en vindhviður hafa náð allt að 54 metrum á sekúndu. Veðrið ætti að ganga niður í fyrramálið, en þá er útlit fyrir blíðskaparveður víðast hvar á landinu. Á miðnætti í dag, 28. júní, sem á að heita hásumar, tóku gildi gular veðurviðvaranir á Austfjörðum og Suðausturlandi. Í báðum landshlutum er von á norðvestan hvassviðri og 15 til 20 metrum á sekdúndu, en hviður geta náð allt að 35 metrum á sekúndu. Fólki á svæðinu er ráðlagt að huga að lausamunum og minnt á að aðstæður geti verið varasamar fyrir ökumenn með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir orðið mjög hvasst á Austurlandi. „Þetta er að ná frá Eldhrauni austan Kirkjubæjarklausturs, frá Núpahóteli eins og við segjum, þar er vindmælir, og alveg austur í Berufjörð. Hvassast hefur verið á þessum þekktu stöðum eins og í Hamarsfirði. Þar fór hviða í 54 metra á sekúndu fyrr í morgun,“ segir Einar. Veðrið eigi ekki að ganga niður fyrr en seint í kvöld. Vonandi að erlendir ferðamenn fái skilaboðin Einar segir að ferðafólk á svæðinu ætti að íhuga að breyta ferðaáætlunum sínum. „Allavega að fara varlega. Þetta tekur vel í. Sérstaklega í stærri bíla, húsbíla og annað slíkt. Svo hefur maður alltaf áhyggjur af því að þessar upplýsingar sem skipta miklu máli komist ekki til ferðamannanna sem eru að ferðast á eigin vegum.“ Eftir að veðrinu slotar er útlit fyrir fínasta veður víðast hvar um landið um helgina. „Sérstaklega á morgun. Með vaxandi hlýindum. Svo fer að rigna vestanlands seinnipartinn á sunnudaginn.“ Þannig að landið allt má búast við ágætis veðri núna um helgina. „Já það lítur bara vel út með veður þegar þetta er gengið niður,“ sagði veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson. Veður Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Á miðnætti í dag, 28. júní, sem á að heita hásumar, tóku gildi gular veðurviðvaranir á Austfjörðum og Suðausturlandi. Í báðum landshlutum er von á norðvestan hvassviðri og 15 til 20 metrum á sekdúndu, en hviður geta náð allt að 35 metrum á sekúndu. Fólki á svæðinu er ráðlagt að huga að lausamunum og minnt á að aðstæður geti verið varasamar fyrir ökumenn með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir orðið mjög hvasst á Austurlandi. „Þetta er að ná frá Eldhrauni austan Kirkjubæjarklausturs, frá Núpahóteli eins og við segjum, þar er vindmælir, og alveg austur í Berufjörð. Hvassast hefur verið á þessum þekktu stöðum eins og í Hamarsfirði. Þar fór hviða í 54 metra á sekúndu fyrr í morgun,“ segir Einar. Veðrið eigi ekki að ganga niður fyrr en seint í kvöld. Vonandi að erlendir ferðamenn fái skilaboðin Einar segir að ferðafólk á svæðinu ætti að íhuga að breyta ferðaáætlunum sínum. „Allavega að fara varlega. Þetta tekur vel í. Sérstaklega í stærri bíla, húsbíla og annað slíkt. Svo hefur maður alltaf áhyggjur af því að þessar upplýsingar sem skipta miklu máli komist ekki til ferðamannanna sem eru að ferðast á eigin vegum.“ Eftir að veðrinu slotar er útlit fyrir fínasta veður víðast hvar um landið um helgina. „Sérstaklega á morgun. Með vaxandi hlýindum. Svo fer að rigna vestanlands seinnipartinn á sunnudaginn.“ Þannig að landið allt má búast við ágætis veðri núna um helgina. „Já það lítur bara vel út með veður þegar þetta er gengið niður,“ sagði veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson.
Veður Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira