„Þetta er ekkert ódýrt, við tökum alveg undir það“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. júní 2024 11:35 Forstöðumaður almenningssamgangna segir Vegagerðina vera í heildarendurskoðunarferli á verðlagningu. Vísir/Vilhelm Hilmar Stefánsson, forstöðumaður almenningssamgangna hjá Vegagerðinni, segist taka undir með netverjum sem héldu því fram að verðlag strætóferða á landsbyggðinni væri of hátt. Hann segir að landsbyggðarferðir séu ekki ódýrar og að verðlagningarkerfi Vegagerðarinnar sé í heildarendurskoðunarferli. Vegagerðin sér um strætóferðir byggðarlaga á milli úti á landsbyggðinni og vakið var athygli á því á samfélagsmiðlum í gær að strætóferð frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði kostaði tæplega sautján þúsund krónur. Er það í mörgum tilfellum kostnaðarsamara en flug til stórborga meginlands Evrópu og á svipað ódýrustu flugunum til vesturheims. Svæðakerfi ráði verði Hilmar segir í samtali við fréttastofu að verðlagningarkerfi strætisvagnaleiða á landsbyggðinni byggist á svokölluðu svæðakerfi þar sem fargjald miðast við fjölda svæða sem ekið er í gegnum. Því geti verið dýrara að aka sumar leiðir en aðrar óháð farþegafjölda eða jafnvel vegalengdar. Leiðin til Hornafjarðar fari yfir mörg svæði og því dýr í rekstri. „Frá Reykjavík til Hornafjarðar eru um 450 kílómetrar og [verðið] reiknast yfir ákveðinn svæðafjölda og þá margfaldast upp einingaverðið miðað við þann svæðafjölda sem keyrt er yfir en það er ekki háð fjölda farþega,“ segir Hilmar. Farþegi borgi því jafnmikið fyrir jafnan fjölda aksturssvæða, hvort sem ekið sé til Akureyrar, Hornafjarðar eða Bolungarvíkur. „Ekkert ódýrt“ „Það er akkúrat það sem við erum að velta fyrir okkur. Þetta er ekkert ódýrt, við tökum alveg undir það,“ segir Hilmar um áhrif þessarar háu verðlagningar á eftirspurn í almenningsamgöngur um landsbyggðina. Hilmar segir svæðakerfið og verðlagningarkerfið í heild sinni í endurskoðun hjá Vegagerðinni. „Það er auðvitað það sem við viljum, við viljum fjölga farþegum í vögnum hjá okkur. Það er okkar markmið. Ef að það er hægt með lækkun verða þá er það eitthvað sem við myndum skoða,“ segir Hilmar. Samgöngur Vegagerð Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Vegagerðin sér um strætóferðir byggðarlaga á milli úti á landsbyggðinni og vakið var athygli á því á samfélagsmiðlum í gær að strætóferð frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði kostaði tæplega sautján þúsund krónur. Er það í mörgum tilfellum kostnaðarsamara en flug til stórborga meginlands Evrópu og á svipað ódýrustu flugunum til vesturheims. Svæðakerfi ráði verði Hilmar segir í samtali við fréttastofu að verðlagningarkerfi strætisvagnaleiða á landsbyggðinni byggist á svokölluðu svæðakerfi þar sem fargjald miðast við fjölda svæða sem ekið er í gegnum. Því geti verið dýrara að aka sumar leiðir en aðrar óháð farþegafjölda eða jafnvel vegalengdar. Leiðin til Hornafjarðar fari yfir mörg svæði og því dýr í rekstri. „Frá Reykjavík til Hornafjarðar eru um 450 kílómetrar og [verðið] reiknast yfir ákveðinn svæðafjölda og þá margfaldast upp einingaverðið miðað við þann svæðafjölda sem keyrt er yfir en það er ekki háð fjölda farþega,“ segir Hilmar. Farþegi borgi því jafnmikið fyrir jafnan fjölda aksturssvæða, hvort sem ekið sé til Akureyrar, Hornafjarðar eða Bolungarvíkur. „Ekkert ódýrt“ „Það er akkúrat það sem við erum að velta fyrir okkur. Þetta er ekkert ódýrt, við tökum alveg undir það,“ segir Hilmar um áhrif þessarar háu verðlagningar á eftirspurn í almenningsamgöngur um landsbyggðina. Hilmar segir svæðakerfið og verðlagningarkerfið í heild sinni í endurskoðun hjá Vegagerðinni. „Það er auðvitað það sem við viljum, við viljum fjölga farþegum í vögnum hjá okkur. Það er okkar markmið. Ef að það er hægt með lækkun verða þá er það eitthvað sem við myndum skoða,“ segir Hilmar.
Samgöngur Vegagerð Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira