Tíu ára stúlku vísað úr strætó Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. júní 2024 09:27 Móðir stúlkunnar veltir því fyrir sér hvort málið tengist kynþætti hennar. Vísir/Samsett Tíu ára dóttir Ágústu Nielsen lenti í því leiðinlega atviki í síðustu viku að vera vísað úr strætisvagni á miðri leið að því er virðist tilefnislausu. Ágústa veltir því fyrir sér hvort atvikið hafi verið tengt kynþætti dóttur hennar en faðir stúlkunnar er af erlendu bergi brotinn. Dóttir Ágústu hafi verið á leið í heimsókn til ömmu sinnar á leið fjórtán. Hún hafi óvart tekið strætóinn í vitlausa átt og hafnað úti á Granda. Eftir smábið hélt strætisvagninn aftur af stað hina leiðina en í Borgartúni hafi ökumaðurinn stöðvað strætóinn og sagt henni að fara út. Stúlkan spurði ökumanninn hvers vegna og henni var svarað á ensku: „Ég vil ekki hafa þig í strætónum mínum.“ Hringdi hrædd í móður sína Ágústa segir dóttur sína ekki hafa öðru þorað en að fara úr vagninum og að þá hafi hún hringt hrædd og ráðvillt í móður sína og beðið hana um að sækja sig. „Ég rétt vona að um einhvern misskilning hafi verið að ræða og bílstjórinn hafi ekki vísað 10 ára dóttur minni út úr strætó á ókunnum stað af engri ástæðu,“ segir Ágústa. Ágústa segist vera mjög óánægð með sein svör frá Strætó bs. varðandi málið. „Mér finnst ógeðslega skítt að það taki heila viku að skrifa mér tölvupóst tilbaka um að þau séu loksins að skoða málið núna. „Það er annað ef þetta hefði verið ég en þetta er tíu ára dóttir mín á leið til ömmu sinnar í strætó sem hún hefur margoft gert áður. Og hún talar mjög góða ensku því pabbi hennar er af erlendu bergi brotinn,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Telja frásögn barnsins trúverðuga Jóhannes S. Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir málið enn í skoðun innbyrðis en að hann telji frásögn barnsins trúðverðuga. Engin myndavél hafi verið í vagninum og enn hafi ekki verið náð tali af vagnstjóranum þennan daginn. „Þetta er framkoma sem á ekki að viðgangast hjá okkur. Það á ekki að vísa krökkum út, það eru mjög skýr fyrirmæli til vagnstjóra,“ segir Jóhannes í samtali við fréttastofu. Jóhannes segir kynþáttafordóma ólíðandi og að tekið verði á því reynist það koma málinu við. „Það eru allir velkomnir í strætó,“ segir Jóhannes. Strætó Kynþáttafordómar Reykjavík Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Dóttir Ágústu hafi verið á leið í heimsókn til ömmu sinnar á leið fjórtán. Hún hafi óvart tekið strætóinn í vitlausa átt og hafnað úti á Granda. Eftir smábið hélt strætisvagninn aftur af stað hina leiðina en í Borgartúni hafi ökumaðurinn stöðvað strætóinn og sagt henni að fara út. Stúlkan spurði ökumanninn hvers vegna og henni var svarað á ensku: „Ég vil ekki hafa þig í strætónum mínum.“ Hringdi hrædd í móður sína Ágústa segir dóttur sína ekki hafa öðru þorað en að fara úr vagninum og að þá hafi hún hringt hrædd og ráðvillt í móður sína og beðið hana um að sækja sig. „Ég rétt vona að um einhvern misskilning hafi verið að ræða og bílstjórinn hafi ekki vísað 10 ára dóttur minni út úr strætó á ókunnum stað af engri ástæðu,“ segir Ágústa. Ágústa segist vera mjög óánægð með sein svör frá Strætó bs. varðandi málið. „Mér finnst ógeðslega skítt að það taki heila viku að skrifa mér tölvupóst tilbaka um að þau séu loksins að skoða málið núna. „Það er annað ef þetta hefði verið ég en þetta er tíu ára dóttir mín á leið til ömmu sinnar í strætó sem hún hefur margoft gert áður. Og hún talar mjög góða ensku því pabbi hennar er af erlendu bergi brotinn,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Telja frásögn barnsins trúverðuga Jóhannes S. Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir málið enn í skoðun innbyrðis en að hann telji frásögn barnsins trúðverðuga. Engin myndavél hafi verið í vagninum og enn hafi ekki verið náð tali af vagnstjóranum þennan daginn. „Þetta er framkoma sem á ekki að viðgangast hjá okkur. Það á ekki að vísa krökkum út, það eru mjög skýr fyrirmæli til vagnstjóra,“ segir Jóhannes í samtali við fréttastofu. Jóhannes segir kynþáttafordóma ólíðandi og að tekið verði á því reynist það koma málinu við. „Það eru allir velkomnir í strætó,“ segir Jóhannes.
Strætó Kynþáttafordómar Reykjavík Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira