Uppgjör: Víkingur R. - Fram 2-1 | Meistararnir héldu út Kári Mímisson skrifar 30. júní 2024 18:30 Víkingar fagna marki. Vísir/Diego Topplið Víkings tók á móti Fram í 13. umferð Bestu deildar karla nú í kvöld. Leikið var á Víkingsvelli. Eftir afar spennandi leik sigruðu Víkingar 2-1 og styrkja stöðu sína því á toppnum. Leikurinn fór vel af stað hér í Víkinni og byrjaði svona eins og flesta grunaði þar sem lið Víkings héldu meira í boltann og reyndu að láta hann ganga hratt á milli sín á meðan Framarar vörðust á mörgum mönnum og freistuðu þess að beita skyndisóknum. Fyrsta mark leiksins kom á 20. mínútu og þar var að verkum Valdimar Þór Ingimundarson eftir frábæra fyrirgjöf frá Færeyingnum knáa Gunnari Vatnhamar. Áfram voru Víkingar sterkari aðili leiksins en þó fengu Framarar líka sín tækifæri. Magnús Þórðarson tókst að koma knettinum í netið þegar hann skallaði góða fyrirgjöf Haralds Einars Ásgrímssonar í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Víkingar tvöfölduðu forystu sína á 38. mínútu þegar Danijel Dejan Djuric skoraði mark og fagnaði með því að þykjast kasta vatnsbrúsa í stúkuna. Aðdragandi marksins var glæsilegur en Helgi Guðjónsson átti þá góða sendingu inn fyrir vörn Fram þar sem Karl Friðleifur fékk boltann og gaf fyrir á fjærstöngina þar sem Danijel var aleinn og skoraði laglega í markið. Staðan 2-0 í hálfleik. Fram byrjaði seinni hálfleikinn miklu betur og í raun sótti stíft allan hálfleikinn. Víkingar voru alveg horfnir að mínu mati og virtust hafa lítinn áhuga á því að halda áfram að spila sinn leik. Á 61. mínútu minnkaði Fram muninn þegar Guðmundur Magnússon skoraði með skalla eftir glæsilega fyrirgjöf frá Magnúsi Þórðarsyni. Markið var mjög lýsandi fyrir seinni hálfleikinn þar sem á undan því bara tókst Víkingum ekki að koma boltanum í burtu og sókn Fram fékk alltaf nýtt líf. Áfram sótti Fram eftir markið og fékk nokkur úrvals tækifæri til að jafna leikinn. Guðmundur Magnússon komst næst því að skora jöfnunarmarkið. Már Ægisson átti þá fasta fyrirgjöf fyrir markið sem Pálmi Rafn náði að slá í burtu. Boltinn skoppaði vissulega óþægilega fyrir Guðmund sem hamraði honum hátt yfir markið frá vítateigslínunni. Nær komust Framarar ekki og lokatölur því 2-1 fyrir Víking eftir afar spennandi og góðan leik. Atvik leiksins Guðmundur Magnússon skoraði glæsilegt mark með skalla þegar hann pakkaði Oliver Ekroth saman í loftinu, eitthvað sem maður sér ekki oft. Þetta mark gaf Fram vonir að jafna sem þeir voru ágætlega nálægt því að gera í dag. Liðið tók 18 skot á meðan Víkingar voru með 9 tölfræði sem segir okkur eitthvað um það hvernig leikurinn var en á sama tíma gildir hún ekki til stiga. Stjörnur og skúrkar Skrítið að segja það en bara allt Víkings liðið var alveg týnt í seinni hálfleiknum og ég hugsa að þeir þakki sínum sæla fyrir stigin þrjú hér í kvöld. Karl Friðleifur var virkilega líflegur í fyrri hálfleiknum en það sást ekki mikið til hans í þeim seinni. Guðmundur Magnússon var mjög góður í dag hjá Fram og var óheppinn að skorar ekki annað mark hér í kvöld Dómarinn Pétur og hans menn tóku þennan leik í stuttermabolum á meðan flestir leikmenn voru í langerma bolum. Veiti þeim alla mínu virðingu fyrir að gera það enda var kalt og blaut í dag. Virkilega góður leikur hjá þeim öllum í dag. Stemmingin og umgjörð Gaman að mæta í Víkina þar sem flaggað var allskonar fánum í dag. Fánar sem merkja titla Víkinga blöktu hér sem og þjóðfánar El Salvador, Færeyja, Danmerkur, Svíþjóðar ásamt þeim íslenska en þetta eru þær þjóðir sem mynda lið Víkings. Svekkjandi að fá ekki neitt út úr þessu en það er svolítið sagan okkar að undanförnu Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram.Vísir/Diego Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var sjáanlega svekktur þegar hann mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar strax að leik loknum. „Ég er ofboðslega svekktur að við höfum ekki náð í stig hérna í dag. Mér fannst fyrri hálfleikurinn fínn. Við gefum tvö mörk og þá fannst mér seinna markið sérstaklega lélegt. Það er bara þannig að Víkingar refsa og eru sennilega besta liðið í deildinni að refsa fyrir mistök. Síðari hálfleikur var mjög góður hjá okkur þar sem Víkingar voru bara að verjast til að halda fengnum hlut. Maður hefði alveg viljað sjá okkur nýt færin betur þegar það opnuðust glufur. Svekkjandi að fá ekki neitt út úr þessu en það er svolítið sagan okkar að undanförnu.“ Brynjar Gauti Guðjónsson fór meiddur af áður en flautað var til leiks. Hann gekk með liðinu inn á völlinn og var í byrjunarliðinu á skýrslu en var sjáanlega mjög kvalinn og bað um skiptingu áður en flautað var til leiks. Rúnar segir að hann hafi fengið tak í kálfann í upphitun og áttað sig á því þegar liðin gengu inn á völlinn að hann gæti ekki haldið áfram. „Hann fékk eitthvað tak í kálfann í upphituninni og fór inn rétt áður en liðin þurftu að labba inn á völlinn. Hann hélt að þetta væri í lagi en svo fann hann það aftur eftir að hann kom inn á völlinn og við þurftum því miður að taka hann út og setja Þorra í byrjunarliðið.“ Hinn ungi og efnilegi Viktor Bjarki Daðason lék sinn síðasta leik með Fram í dag. Hann hefur samið við danska stórveldið F.C. København og heldur þangað samkvæmt Rúnari eftir nokkra daga. „Viktor er að fara eftir nokkra daga til FCK og verður þar. Þeir vilja ekki lána okkur hann sem er skiljanlegt enda hafa þeir mikla trú á honum og vilja fá hann strax út til æfinga.“ Jannik Pohl náði að spila nokkrar mínútur í dag en hann hefur ekkert spilað síðan í fyrstu umferð með Fram á þessu tímabili. Hver er staðan á honum? „Þetta voru dýrmætar mínútur sem hann fékk núna í kvöld og sýna styrk hans. Hann gerði vel þessar fáu mínútur sem hann spilaði í dag og vonandi gefur þetta honum trú og sjálfstraust að það sé í lagi með hann og að hann þori að koma inn á völlinn til að taka þátt í þessu verkefni með okkur. Þar sem við erum að missa Viktor núna þá þurfum við svo sannarlega á Jannik að halda núna. Við höfum reyndar þurft á honum að halda í allt sumar. Hann er frábær leikmaður og við þurfum bara að ná honum í topp stand. Hann er búinn að vera hjá læknum og baksérfræðingum núna í þrjá mánuði til að ná sér af sínum meiðslum og vonandi getur hann tekið þátt í þessu verkefni með okkur.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fram
Topplið Víkings tók á móti Fram í 13. umferð Bestu deildar karla nú í kvöld. Leikið var á Víkingsvelli. Eftir afar spennandi leik sigruðu Víkingar 2-1 og styrkja stöðu sína því á toppnum. Leikurinn fór vel af stað hér í Víkinni og byrjaði svona eins og flesta grunaði þar sem lið Víkings héldu meira í boltann og reyndu að láta hann ganga hratt á milli sín á meðan Framarar vörðust á mörgum mönnum og freistuðu þess að beita skyndisóknum. Fyrsta mark leiksins kom á 20. mínútu og þar var að verkum Valdimar Þór Ingimundarson eftir frábæra fyrirgjöf frá Færeyingnum knáa Gunnari Vatnhamar. Áfram voru Víkingar sterkari aðili leiksins en þó fengu Framarar líka sín tækifæri. Magnús Þórðarson tókst að koma knettinum í netið þegar hann skallaði góða fyrirgjöf Haralds Einars Ásgrímssonar í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Víkingar tvöfölduðu forystu sína á 38. mínútu þegar Danijel Dejan Djuric skoraði mark og fagnaði með því að þykjast kasta vatnsbrúsa í stúkuna. Aðdragandi marksins var glæsilegur en Helgi Guðjónsson átti þá góða sendingu inn fyrir vörn Fram þar sem Karl Friðleifur fékk boltann og gaf fyrir á fjærstöngina þar sem Danijel var aleinn og skoraði laglega í markið. Staðan 2-0 í hálfleik. Fram byrjaði seinni hálfleikinn miklu betur og í raun sótti stíft allan hálfleikinn. Víkingar voru alveg horfnir að mínu mati og virtust hafa lítinn áhuga á því að halda áfram að spila sinn leik. Á 61. mínútu minnkaði Fram muninn þegar Guðmundur Magnússon skoraði með skalla eftir glæsilega fyrirgjöf frá Magnúsi Þórðarsyni. Markið var mjög lýsandi fyrir seinni hálfleikinn þar sem á undan því bara tókst Víkingum ekki að koma boltanum í burtu og sókn Fram fékk alltaf nýtt líf. Áfram sótti Fram eftir markið og fékk nokkur úrvals tækifæri til að jafna leikinn. Guðmundur Magnússon komst næst því að skora jöfnunarmarkið. Már Ægisson átti þá fasta fyrirgjöf fyrir markið sem Pálmi Rafn náði að slá í burtu. Boltinn skoppaði vissulega óþægilega fyrir Guðmund sem hamraði honum hátt yfir markið frá vítateigslínunni. Nær komust Framarar ekki og lokatölur því 2-1 fyrir Víking eftir afar spennandi og góðan leik. Atvik leiksins Guðmundur Magnússon skoraði glæsilegt mark með skalla þegar hann pakkaði Oliver Ekroth saman í loftinu, eitthvað sem maður sér ekki oft. Þetta mark gaf Fram vonir að jafna sem þeir voru ágætlega nálægt því að gera í dag. Liðið tók 18 skot á meðan Víkingar voru með 9 tölfræði sem segir okkur eitthvað um það hvernig leikurinn var en á sama tíma gildir hún ekki til stiga. Stjörnur og skúrkar Skrítið að segja það en bara allt Víkings liðið var alveg týnt í seinni hálfleiknum og ég hugsa að þeir þakki sínum sæla fyrir stigin þrjú hér í kvöld. Karl Friðleifur var virkilega líflegur í fyrri hálfleiknum en það sást ekki mikið til hans í þeim seinni. Guðmundur Magnússon var mjög góður í dag hjá Fram og var óheppinn að skorar ekki annað mark hér í kvöld Dómarinn Pétur og hans menn tóku þennan leik í stuttermabolum á meðan flestir leikmenn voru í langerma bolum. Veiti þeim alla mínu virðingu fyrir að gera það enda var kalt og blaut í dag. Virkilega góður leikur hjá þeim öllum í dag. Stemmingin og umgjörð Gaman að mæta í Víkina þar sem flaggað var allskonar fánum í dag. Fánar sem merkja titla Víkinga blöktu hér sem og þjóðfánar El Salvador, Færeyja, Danmerkur, Svíþjóðar ásamt þeim íslenska en þetta eru þær þjóðir sem mynda lið Víkings. Svekkjandi að fá ekki neitt út úr þessu en það er svolítið sagan okkar að undanförnu Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram.Vísir/Diego Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var sjáanlega svekktur þegar hann mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar strax að leik loknum. „Ég er ofboðslega svekktur að við höfum ekki náð í stig hérna í dag. Mér fannst fyrri hálfleikurinn fínn. Við gefum tvö mörk og þá fannst mér seinna markið sérstaklega lélegt. Það er bara þannig að Víkingar refsa og eru sennilega besta liðið í deildinni að refsa fyrir mistök. Síðari hálfleikur var mjög góður hjá okkur þar sem Víkingar voru bara að verjast til að halda fengnum hlut. Maður hefði alveg viljað sjá okkur nýt færin betur þegar það opnuðust glufur. Svekkjandi að fá ekki neitt út úr þessu en það er svolítið sagan okkar að undanförnu.“ Brynjar Gauti Guðjónsson fór meiddur af áður en flautað var til leiks. Hann gekk með liðinu inn á völlinn og var í byrjunarliðinu á skýrslu en var sjáanlega mjög kvalinn og bað um skiptingu áður en flautað var til leiks. Rúnar segir að hann hafi fengið tak í kálfann í upphitun og áttað sig á því þegar liðin gengu inn á völlinn að hann gæti ekki haldið áfram. „Hann fékk eitthvað tak í kálfann í upphituninni og fór inn rétt áður en liðin þurftu að labba inn á völlinn. Hann hélt að þetta væri í lagi en svo fann hann það aftur eftir að hann kom inn á völlinn og við þurftum því miður að taka hann út og setja Þorra í byrjunarliðið.“ Hinn ungi og efnilegi Viktor Bjarki Daðason lék sinn síðasta leik með Fram í dag. Hann hefur samið við danska stórveldið F.C. København og heldur þangað samkvæmt Rúnari eftir nokkra daga. „Viktor er að fara eftir nokkra daga til FCK og verður þar. Þeir vilja ekki lána okkur hann sem er skiljanlegt enda hafa þeir mikla trú á honum og vilja fá hann strax út til æfinga.“ Jannik Pohl náði að spila nokkrar mínútur í dag en hann hefur ekkert spilað síðan í fyrstu umferð með Fram á þessu tímabili. Hver er staðan á honum? „Þetta voru dýrmætar mínútur sem hann fékk núna í kvöld og sýna styrk hans. Hann gerði vel þessar fáu mínútur sem hann spilaði í dag og vonandi gefur þetta honum trú og sjálfstraust að það sé í lagi með hann og að hann þori að koma inn á völlinn til að taka þátt í þessu verkefni með okkur. Þar sem við erum að missa Viktor núna þá þurfum við svo sannarlega á Jannik að halda núna. Við höfum reyndar þurft á honum að halda í allt sumar. Hann er frábær leikmaður og við þurfum bara að ná honum í topp stand. Hann er búinn að vera hjá læknum og baksérfræðingum núna í þrjá mánuði til að ná sér af sínum meiðslum og vonandi getur hann tekið þátt í þessu verkefni með okkur.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti