Stórir viðburðir í hættu þegar miðbærinn stækkar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2024 21:00 Baldur segist munu sjá mjög eftir túninu. Vísir/Einar Viðburðarhaldari á Selfossi segir að fyrirhugaðar framkvæmdir við stækkun nýja miðbæjarins á Selfossi muni ógna árlegum hátíðum í bænum. Honum blöskrar hversu langt eigi að byggja inn á tún við miðbæinn. Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fimmtudag að veita framkvæmdaleyfi vegna girðingar á skipulagssvæði nýja miðbæjarins, sem teygir sig inn á Sigtún á Selfossi. Skipleggjandi bílasýningar sem fer fram á túninu um helgina segir hans viðburð sleppa vel, en það gildi ekki um alla. „Sérstaklega þessir stóru viðburðir sem eru hér, eins og Sumar á Selfossi og Kótelettan og þessir stærri viðburðir. Það kemur til með að skerðast gífurlega hjá þeim öll aðstaða,“ segir Baldur Róbertsson. Eins og myndin að neðan sýnir mun girðingin teygja sig nokkuð inn á túnið, en þegar fram líða stundir er stefnt að því að hótel rísi á stórum hluta túnsins. Hér má sjá loftmynd frá Kótelettunni í fyrra. Rauða línan nær yfir það svæði sem bæjarstjórn samþykkti í vikunni að yrði girt af, en svarta línan sýnir hvar áformað er að hótelið beri við Söngskálina svokölluðu.Vísir/Hjalti Og þá óttast menn að Söngskálin svokallaða, sem sjá má í fréttinni í spilaranum hér að neðan, verði ónothæf, ef af byggingu hótelsins verður. „Það verður mjög erfitt að halda hátíðirnar hérna ef það verður byggt samkvæmt teikningum sem ég hef komið höndum yfir. Þar sem hótelið verður bara nákvæmlega hérna fyrir framan skálina, ofan í skálinni raunverulega,“ segir Baldur. Hann liggur ekki á skoðun sinni á málinu og segir túnið hafa tilfinningalegt gildi fyrir marga. „Þetta er bara kjaftæði fyrir okkur sem erum fæddir og uppaldir hér. Maður byrjaði að leika sér á þessu túni þegar maður var fimm ára í fótbolta.“ Miðbærinn flottur en menn ætli sér um of Baldur segist þó síður en svo vera á móti nýja miðbæ Selfoss. „Þetta er alveg snilldarvel gert hjá þeim, og svakalega flott hugmynd og allt þetta. Þeir eru bara komnir of langt inn,“ segir Baldur. Hann kveðst vera að líta til framtíðar með því að vekja athygli á málinu. „Ég er orðinn gamall, ég drepst bráðum. En ég myndi gjarnan vilja að börnin mín, afkomendur og Selfyssingar almennt eigi þennan stað í framtíðinni.“ Árborg Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fimmtudag að veita framkvæmdaleyfi vegna girðingar á skipulagssvæði nýja miðbæjarins, sem teygir sig inn á Sigtún á Selfossi. Skipleggjandi bílasýningar sem fer fram á túninu um helgina segir hans viðburð sleppa vel, en það gildi ekki um alla. „Sérstaklega þessir stóru viðburðir sem eru hér, eins og Sumar á Selfossi og Kótelettan og þessir stærri viðburðir. Það kemur til með að skerðast gífurlega hjá þeim öll aðstaða,“ segir Baldur Róbertsson. Eins og myndin að neðan sýnir mun girðingin teygja sig nokkuð inn á túnið, en þegar fram líða stundir er stefnt að því að hótel rísi á stórum hluta túnsins. Hér má sjá loftmynd frá Kótelettunni í fyrra. Rauða línan nær yfir það svæði sem bæjarstjórn samþykkti í vikunni að yrði girt af, en svarta línan sýnir hvar áformað er að hótelið beri við Söngskálina svokölluðu.Vísir/Hjalti Og þá óttast menn að Söngskálin svokallaða, sem sjá má í fréttinni í spilaranum hér að neðan, verði ónothæf, ef af byggingu hótelsins verður. „Það verður mjög erfitt að halda hátíðirnar hérna ef það verður byggt samkvæmt teikningum sem ég hef komið höndum yfir. Þar sem hótelið verður bara nákvæmlega hérna fyrir framan skálina, ofan í skálinni raunverulega,“ segir Baldur. Hann liggur ekki á skoðun sinni á málinu og segir túnið hafa tilfinningalegt gildi fyrir marga. „Þetta er bara kjaftæði fyrir okkur sem erum fæddir og uppaldir hér. Maður byrjaði að leika sér á þessu túni þegar maður var fimm ára í fótbolta.“ Miðbærinn flottur en menn ætli sér um of Baldur segist þó síður en svo vera á móti nýja miðbæ Selfoss. „Þetta er alveg snilldarvel gert hjá þeim, og svakalega flott hugmynd og allt þetta. Þeir eru bara komnir of langt inn,“ segir Baldur. Hann kveðst vera að líta til framtíðar með því að vekja athygli á málinu. „Ég er orðinn gamall, ég drepst bráðum. En ég myndi gjarnan vilja að börnin mín, afkomendur og Selfyssingar almennt eigi þennan stað í framtíðinni.“
Árborg Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira