Reykspúandi flugsveit veltir sér yfir Akureyri Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2024 19:19 Mannfjöldi sótti flugsýninguna á Akureyrarflugvelli í fyrra. Egill Aðalsteinsson Flugsýning á Akureyrarflugvelli milli klukkan 14 og 16 á morgun, laugardag, verður hápunktur flughátíðar sem haldin er í Eyjafirði um helgina. Þar verður meðal annars sýnt listflug af ýmsu tagi, þyrluflug, rafmagnsflug, svifflug og gírókoptaflug. Flughátíðin hófst í Flugsafni Íslands á Akureyrarflugvelli fyrr í dag með opnun sýningar um sögu Loftleiða í samstarfi við Sögufélag Loftleiða. Tilefnið er 80 ára afmæli Loftleiða í ár en sýningin var fyrst sett upp á Loftleiðahótelinu á Reykjavíkurflugvelli í marsmánuði. Gírókopti á flugsýningunni í fyrra.Egill Aðalsteinsson Síðdegis í dag hófst samkoma Vélflugfélags Akureyrar, Fly In, á Melgerðismelum, fyrsta flugvelli Eyjafjarðar. Þar safnast einkaflugmenn saman á flugvélum sínum á fjölskyldusamkomu en áhorfendur Stöðvar 2 sáu frá þeim viðburði í beinni útsendingu fyrir ári. Flugdagur Flugsafnsins hefst svo klukkan eitt á morgun með því að sýningarsvæðið á Akureyrarflugvelli verður opnað almenningi. Meðal dagskráratriða er reykspúandi listflug flugsveitar fjögurra flugvéla, þyrluflug Landhelgisgæslunnar, flug gírókopta og listflug Arngríms Jóhannssonar á svifflugu. Flugmódel á Flugsafninu á sýningunni í fyrra.Egill Aðalsteinsson Gestum býðst að sjá listflug á gamalli tveggja sæta sovéskri kennsluflugvél, Yak-52, þeirri sömu og setti borgarstjórann í Reykjavík á hvolf yfir ráðhúsinu á flugsýningunni á Reykjavíkurflugvelli fyrr í mánuðinum. Þá er von á fyrstu og einu rafmagnsflugvél Íslendinga, TF-KWH, norður. Áhorfendur gætu orðið vitni að fyrsta flugtaki hennar frá Akureyrarflugvelli. Veðurspáin er hagstæð, spáð er 13 til 15 stiga hita á Akureyri um miðjan dag, sólskini og hægum andvara. Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Söfn Akureyri Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Var stórhissa á því hvað pabbi hafði gert mikið „Við stöndum að eilífu í þakkarskuld við þessa frumkvöðla,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í ávarpi við opnun sýningar í tilefni 80 ára afmælis Loftleiða. Með uppbyggingu á fluginu með Ísland sem tengimiðstöð hefðu þeir lagt grunninn að þeirri öflugu ferðaþjónustu sem til væri orðin í landinu. 9. mars 2024 07:47 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Flughátíðin hófst í Flugsafni Íslands á Akureyrarflugvelli fyrr í dag með opnun sýningar um sögu Loftleiða í samstarfi við Sögufélag Loftleiða. Tilefnið er 80 ára afmæli Loftleiða í ár en sýningin var fyrst sett upp á Loftleiðahótelinu á Reykjavíkurflugvelli í marsmánuði. Gírókopti á flugsýningunni í fyrra.Egill Aðalsteinsson Síðdegis í dag hófst samkoma Vélflugfélags Akureyrar, Fly In, á Melgerðismelum, fyrsta flugvelli Eyjafjarðar. Þar safnast einkaflugmenn saman á flugvélum sínum á fjölskyldusamkomu en áhorfendur Stöðvar 2 sáu frá þeim viðburði í beinni útsendingu fyrir ári. Flugdagur Flugsafnsins hefst svo klukkan eitt á morgun með því að sýningarsvæðið á Akureyrarflugvelli verður opnað almenningi. Meðal dagskráratriða er reykspúandi listflug flugsveitar fjögurra flugvéla, þyrluflug Landhelgisgæslunnar, flug gírókopta og listflug Arngríms Jóhannssonar á svifflugu. Flugmódel á Flugsafninu á sýningunni í fyrra.Egill Aðalsteinsson Gestum býðst að sjá listflug á gamalli tveggja sæta sovéskri kennsluflugvél, Yak-52, þeirri sömu og setti borgarstjórann í Reykjavík á hvolf yfir ráðhúsinu á flugsýningunni á Reykjavíkurflugvelli fyrr í mánuðinum. Þá er von á fyrstu og einu rafmagnsflugvél Íslendinga, TF-KWH, norður. Áhorfendur gætu orðið vitni að fyrsta flugtaki hennar frá Akureyrarflugvelli. Veðurspáin er hagstæð, spáð er 13 til 15 stiga hita á Akureyri um miðjan dag, sólskini og hægum andvara.
Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Söfn Akureyri Eyjafjarðarsveit Tengdar fréttir Var stórhissa á því hvað pabbi hafði gert mikið „Við stöndum að eilífu í þakkarskuld við þessa frumkvöðla,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í ávarpi við opnun sýningar í tilefni 80 ára afmælis Loftleiða. Með uppbyggingu á fluginu með Ísland sem tengimiðstöð hefðu þeir lagt grunninn að þeirri öflugu ferðaþjónustu sem til væri orðin í landinu. 9. mars 2024 07:47 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Var stórhissa á því hvað pabbi hafði gert mikið „Við stöndum að eilífu í þakkarskuld við þessa frumkvöðla,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í ávarpi við opnun sýningar í tilefni 80 ára afmælis Loftleiða. Með uppbyggingu á fluginu með Ísland sem tengimiðstöð hefðu þeir lagt grunninn að þeirri öflugu ferðaþjónustu sem til væri orðin í landinu. 9. mars 2024 07:47
Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30