Frakkar ganga að kjörborðinu Árni Sæberg skrifar 30. júní 2024 08:43 Kjörstaðir hafa verið opnaðið í Frakklandi, meðal annars í Saint-Vaast-sur-Seulles í Calvados, þar sem þessi mynd er tekin. Artur Widak/Getty Kosningar, sem gætu orðið sögulegar, eru hafnar í Frakklandi. Aldrei áður hefur flokkur lengst til hægri verið líklegri til þess að bera sigur úr býtum í kosningum þar í landi. Skoðanakannanir í Frakklandi benda allar til þess að Franska þjóðfylkingin, harðlínu-hægri flokkur Marine le Pen og Jordan Bardella, muni sigla heim stórsigri í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi, sem hófst í morgun. Emmanuel Macron boðaði nokkuð óvænt til kosninga í kjölfar stórsigurs hægriafla í Evrópuþingskosningum í Frakklandi fyrr í mánuðinum. Þjóðfylkingin hefur bætt við sig talsverðu fylgi í síðustu skoðanakönnunum fyrir þingkosningarnar. Búist er við mikilli kjörsókn í fyrri umferð kosninganna og útlitið er svart fyrir Miðjuflokk Macrons, Frakklandsforseta. Stjórnmálaskýrendur eru flestir sammála um að líklegustu niðurstöður verði afdrifaríkar fyrir Frakkland. Þá gæti reynst ómögulegt að mynda meirihluta eftir aðra umferð kosninganna 7. júlí. Talsverðar líkur eru þannig á því að Jordan Bardella, forseti Þjóðfylkingarinnar verði næsti forsætisráðherra Frakklands. Jordan Bardella er 28 ára gamall maður sem hefur ekki setið í ríkisstjórn áður. Bardella hefur tilkynnt að hann muni ekki tilla sér í stól forsætisráðherra nema Þjóðfylkingin nái hreinum meirihluta á franska þinginu. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að sú tilkynning gæti dregið dilk á eftir sér, Frakkar muni hugsanlega kjósa taktískt í seinni umferð kosninganna til þess að koma í veg fyrir að Bardella verði forsætisráðherra. Seinni umferð kosninganna fer fram þann 7. júlí. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Skoðanakannanir í Frakklandi benda allar til þess að Franska þjóðfylkingin, harðlínu-hægri flokkur Marine le Pen og Jordan Bardella, muni sigla heim stórsigri í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi, sem hófst í morgun. Emmanuel Macron boðaði nokkuð óvænt til kosninga í kjölfar stórsigurs hægriafla í Evrópuþingskosningum í Frakklandi fyrr í mánuðinum. Þjóðfylkingin hefur bætt við sig talsverðu fylgi í síðustu skoðanakönnunum fyrir þingkosningarnar. Búist er við mikilli kjörsókn í fyrri umferð kosninganna og útlitið er svart fyrir Miðjuflokk Macrons, Frakklandsforseta. Stjórnmálaskýrendur eru flestir sammála um að líklegustu niðurstöður verði afdrifaríkar fyrir Frakkland. Þá gæti reynst ómögulegt að mynda meirihluta eftir aðra umferð kosninganna 7. júlí. Talsverðar líkur eru þannig á því að Jordan Bardella, forseti Þjóðfylkingarinnar verði næsti forsætisráðherra Frakklands. Jordan Bardella er 28 ára gamall maður sem hefur ekki setið í ríkisstjórn áður. Bardella hefur tilkynnt að hann muni ekki tilla sér í stól forsætisráðherra nema Þjóðfylkingin nái hreinum meirihluta á franska þinginu. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að sú tilkynning gæti dregið dilk á eftir sér, Frakkar muni hugsanlega kjósa taktískt í seinni umferð kosninganna til þess að koma í veg fyrir að Bardella verði forsætisráðherra. Seinni umferð kosninganna fer fram þann 7. júlí.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira