„Ástæða til að hafa áhyggjur“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. júní 2024 19:30 Torfi Tulinius sérfræðingur í málefnum Frakklands ræddi fyrstu tölur fyrri umferðar þingkosninganna í Frakklandi í kvöldfréttum. Vísir Franska þjóðfylkingin er stærsti flokkur Frakklands með 34 prósenta fylgi samkvæmt útgönguspám sem birtar voru fyrr í kvöld. Prófessor og sérfræðingur í málefnum Frakklands segir ástæðu til að hafa áhyggjur af því að flokkur með blendna afstöðu til mannréttinda gæti náð völdum. Á eftir Frönsku þjóðfylkingunni kemur Bandalag vinstri flokka með rúm 28 prósent og þar á eftir kemur miðjuflokkur Emmanuel Macron sitjandi Frakklandsforseta með rúm tuttugu prósent. Þá er Repúblikanaflokkurinn með rúm tíu prósent. Útgönguspár gefa yfirleitt nokkuð skýra mynd af kosningum kosninga í Frakklandi. Mikill áhugi hefur verið á kosningum er kjörsókn slær í sjötíu prósent og er sú mesta frá árinu 1981. Samkvæmt útgönguspám er þjóðfylkingin með öruggt forskot.Vísir Torfi Tulinius sérfræðingur í málefnum Frakklands segir útgönguspárnar eins og við hafi mátt búast. Hann segir ánægjulegt að sjá hve kjörsóknin er mikil, það undirstriki hve sögulegar kosningarnar eru. „Þetta eru í raun sögulegustu kosningar í Frakklandi, jafn vel frá lokum síðari heimsstyrjaldar,“ segir Torfi. Hvers vegna kjósa svona margir núna til hægri? „Þessi flokkur Þjóðfylkingarinnar á rætur aftur í öfgahægriflokka og faðir núverandi leiðtoga flokksins, Jean Marie Le Pen, var fasistabulla. En flokkurinn hefur mildað ásjónir sínar mikið núna undanfarin ár, og hefur náð að vera frekar loðinn um stefnumál sín nema að þeir eru gegn of miklum áhrifum útlendinga og of mikilli nærveru útlendinga,“ segir Torfi. Þannig sé flokkurinn þjóðarfylkingin í skilningi hægi popúlista. Torfi segir forystu flokksins alþýðlega í framkomu og flokkurinn noti samfélagsmiðla mikið. „Og hafa náð að fanga óánægjuna hjá stórum hluta frönsku þjóðarinnar.“ Torfi segir skiljanlegt en í leið uggvænlegt að flokkurinn njóti svona mikils fylgis. „Þetta er flokkur sem er ekki með sama sterka samband við lýðræðishefð Vesturlanda. Þetta er flokkur sem telur að meirihlutaræði skipti meira máli en ekki endilega að þau þurfi að vernda réttindi minnihlutans.“ Flokkurinn hafi verið blendinn í stuðningi við Úkraínu og ýmislegt sem þeir stefna á að gera nái þeir þingmeirihluta gæti verið byrjun á hægfara skerðingu á réttindum fólks í Frakklandi. Bardella náð til ungs fólks á TikTok Hvernig sérðu þróunina í ljósi þess að þetta hefur verið að gerast mjög víða í Evrópu, Slóvakíu, Ungverjalandi og á fleiri stöðum? „Það er náttúrlega miklu alvarlegra ef það gerist í Frakklandi. Burt séð frá öllum hroka um að Frakkar telji sig vera einhver miðja heimsins, sem er stundum kannski rétt, þá er þetta náttúrlega ein af stóru þjóðunum í Evrópu, ein af leiðandi þjóð í Evrópusambandinu. Þetta er sú þjóð sem býr yfir hernaðarmætti, kjarnorkuvopnum og þeir stæra sig af því að vera heimaland mannréttindanna,“ segir Torfi. Að fá flokk með blendna afstöðu til mannréttinda til valda sé því mikil breyting og mjög alvarlegt. Torfi segir að áður hafi öfgahægriflokkar eins og þjóðfylkingin sótt mest fylgi í eldra fólkið en nýja forsætisráðherraefni flokksins, hinn 28 ára gamli Jordan Bardella, sé að sækja í sig veðrið hjá unga fólkinu. „Hann er mjög snjall að nota samskiptamiðla og TikTok og hann hefur náð töluverðri fótfestu hjá unga fólkinu. Unga fólkið er nú samt ekki alveg á hans bandi, ekki meiri hluti unga fólksins.“ Þarf að hafa áhyggjur? „Já, ég held það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur. Það gerðist strax eftir að fyrstu tölur voru birtar að Macron forseti kallaði á breitt bandalag lýðræðisafla gegn þjóðfylkingunni. Hann segir að það sé búið að skýra, nú hafi málin skýrst, og við vitum hver staðan er og nú eigi þessar blokkir, hans flokkur og vinstri blokkin, að snúa bökum saman og vinna að því að fyrirbyggja að þjóðfylkingin fái meiri hluta á þingi.“ Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Á eftir Frönsku þjóðfylkingunni kemur Bandalag vinstri flokka með rúm 28 prósent og þar á eftir kemur miðjuflokkur Emmanuel Macron sitjandi Frakklandsforseta með rúm tuttugu prósent. Þá er Repúblikanaflokkurinn með rúm tíu prósent. Útgönguspár gefa yfirleitt nokkuð skýra mynd af kosningum kosninga í Frakklandi. Mikill áhugi hefur verið á kosningum er kjörsókn slær í sjötíu prósent og er sú mesta frá árinu 1981. Samkvæmt útgönguspám er þjóðfylkingin með öruggt forskot.Vísir Torfi Tulinius sérfræðingur í málefnum Frakklands segir útgönguspárnar eins og við hafi mátt búast. Hann segir ánægjulegt að sjá hve kjörsóknin er mikil, það undirstriki hve sögulegar kosningarnar eru. „Þetta eru í raun sögulegustu kosningar í Frakklandi, jafn vel frá lokum síðari heimsstyrjaldar,“ segir Torfi. Hvers vegna kjósa svona margir núna til hægri? „Þessi flokkur Þjóðfylkingarinnar á rætur aftur í öfgahægriflokka og faðir núverandi leiðtoga flokksins, Jean Marie Le Pen, var fasistabulla. En flokkurinn hefur mildað ásjónir sínar mikið núna undanfarin ár, og hefur náð að vera frekar loðinn um stefnumál sín nema að þeir eru gegn of miklum áhrifum útlendinga og of mikilli nærveru útlendinga,“ segir Torfi. Þannig sé flokkurinn þjóðarfylkingin í skilningi hægi popúlista. Torfi segir forystu flokksins alþýðlega í framkomu og flokkurinn noti samfélagsmiðla mikið. „Og hafa náð að fanga óánægjuna hjá stórum hluta frönsku þjóðarinnar.“ Torfi segir skiljanlegt en í leið uggvænlegt að flokkurinn njóti svona mikils fylgis. „Þetta er flokkur sem er ekki með sama sterka samband við lýðræðishefð Vesturlanda. Þetta er flokkur sem telur að meirihlutaræði skipti meira máli en ekki endilega að þau þurfi að vernda réttindi minnihlutans.“ Flokkurinn hafi verið blendinn í stuðningi við Úkraínu og ýmislegt sem þeir stefna á að gera nái þeir þingmeirihluta gæti verið byrjun á hægfara skerðingu á réttindum fólks í Frakklandi. Bardella náð til ungs fólks á TikTok Hvernig sérðu þróunina í ljósi þess að þetta hefur verið að gerast mjög víða í Evrópu, Slóvakíu, Ungverjalandi og á fleiri stöðum? „Það er náttúrlega miklu alvarlegra ef það gerist í Frakklandi. Burt séð frá öllum hroka um að Frakkar telji sig vera einhver miðja heimsins, sem er stundum kannski rétt, þá er þetta náttúrlega ein af stóru þjóðunum í Evrópu, ein af leiðandi þjóð í Evrópusambandinu. Þetta er sú þjóð sem býr yfir hernaðarmætti, kjarnorkuvopnum og þeir stæra sig af því að vera heimaland mannréttindanna,“ segir Torfi. Að fá flokk með blendna afstöðu til mannréttinda til valda sé því mikil breyting og mjög alvarlegt. Torfi segir að áður hafi öfgahægriflokkar eins og þjóðfylkingin sótt mest fylgi í eldra fólkið en nýja forsætisráðherraefni flokksins, hinn 28 ára gamli Jordan Bardella, sé að sækja í sig veðrið hjá unga fólkinu. „Hann er mjög snjall að nota samskiptamiðla og TikTok og hann hefur náð töluverðri fótfestu hjá unga fólkinu. Unga fólkið er nú samt ekki alveg á hans bandi, ekki meiri hluti unga fólksins.“ Þarf að hafa áhyggjur? „Já, ég held það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur. Það gerðist strax eftir að fyrstu tölur voru birtar að Macron forseti kallaði á breitt bandalag lýðræðisafla gegn þjóðfylkingunni. Hann segir að það sé búið að skýra, nú hafi málin skýrst, og við vitum hver staðan er og nú eigi þessar blokkir, hans flokkur og vinstri blokkin, að snúa bökum saman og vinna að því að fyrirbyggja að þjóðfylkingin fái meiri hluta á þingi.“
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira