Hundruð freista þess að gera góð kaup í Nexus Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2024 11:06 Hundruðir freista þess að gera góð kaup á spilum, myndasögum og bókum í dag. Vísir/Vilhelm Hundruð manna hafa gert sér ferð í sérvöruverslunina Nexus í morgun þar sem blásið var til hinnar árlegu sumarútsölu verslunarinnar. Myndarleg röð var við inngang verslunarinnar í Glæsibæ þegar hún var opnuð klukkan tíu og yfir tvö hundruð manns komu í verslunina á innan við tuttugu mínútum til að gera góð kaup. Spilasalurinn var tekinn undir útsöluvörurnar og greinilegt er að aðsókn fari fram úr vonum. Þess má geta að yfir þrettán hundruð manns meldu sig áhugasöm á viðburði Nexus á Facebook. Röð myndaðist út fyrir dyr þegar verslunin opnaði klukkan tíu í morgun.Vísir/Vilhelm Einn tilvonandi viðskiptavinur líkti stemningunni við tónlistarhátíðina í Hróarskeldu sem fer fram í roki og rigningu á sama tíma úti á Sjálandi. „Ég er myndasögulúði og vantar alltaf meira af bókum í safnið,“ segir hann. Hann segir sumarútsöluna vera fastur liður í dagatalinu hjá sér. Vísir/Vilhelm Mæðginin Hildur Margrétardóttir og Hafsteinn Snorri Jóhannsson freistu þess að gera góð kaup á svokölluðum Magic-spilum sem notuð eru til að spila samnefndan leik. „Ég kenndi henni á Magic núna fyrir tveim mánuðum og hún er núna örugglega búin að kaupa meira virði heldur en ég,“ segir Hafsteinn. Mæðginin Hafsteinn Snorri Jóhannsson og Hildur Margrétardóttir komu til að stækka spilasafnið.Vísir/Vilhelm Nexus sérhæfir sig í myndasögum, borðspilum, bókum, í raun öllu sem tengist vísindaskáldskap og ævintýrum á einn eða annan hátt. Verslunin hefur jafnframt boðið upp á kennslu og keppnir í borðspilum og hefur alltaf verið vinsæll áfangastaður þeirra með áhugamál á þessu sviði. Árni Reynir Hassell Guðmundsson starfsmaður í Nexus segir allt hafa gengið eins og smurt væri. Fréttamaður náði af honum tali þar sem hann stóð við innganginn og afhenti fólki armbönd svo það gæti sloppið við langar biðraðir. Árni segir allt hafa gengið smurt fyrir sig.Vísir/Vilhelm „Þetta hefur gengið mjög vel. Skipulagið í dag er mjög gott. Númeraröðin virkar mjög vel og upplagið er alltaf að verða betra á útsölunni og ég held að það séu allir mjög ánægðir með þetta,“ segir hann. „Það eru mjög margir núna. 25 mínútur liðnar og gífurlegt magn. Yfir 200 sem hafa farið hérna í gegn,“ segir Árni. Reykjavík Borðspil Verslun Bókaútgáfa Bókmenntir Neytendur Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Spilasalurinn var tekinn undir útsöluvörurnar og greinilegt er að aðsókn fari fram úr vonum. Þess má geta að yfir þrettán hundruð manns meldu sig áhugasöm á viðburði Nexus á Facebook. Röð myndaðist út fyrir dyr þegar verslunin opnaði klukkan tíu í morgun.Vísir/Vilhelm Einn tilvonandi viðskiptavinur líkti stemningunni við tónlistarhátíðina í Hróarskeldu sem fer fram í roki og rigningu á sama tíma úti á Sjálandi. „Ég er myndasögulúði og vantar alltaf meira af bókum í safnið,“ segir hann. Hann segir sumarútsöluna vera fastur liður í dagatalinu hjá sér. Vísir/Vilhelm Mæðginin Hildur Margrétardóttir og Hafsteinn Snorri Jóhannsson freistu þess að gera góð kaup á svokölluðum Magic-spilum sem notuð eru til að spila samnefndan leik. „Ég kenndi henni á Magic núna fyrir tveim mánuðum og hún er núna örugglega búin að kaupa meira virði heldur en ég,“ segir Hafsteinn. Mæðginin Hafsteinn Snorri Jóhannsson og Hildur Margrétardóttir komu til að stækka spilasafnið.Vísir/Vilhelm Nexus sérhæfir sig í myndasögum, borðspilum, bókum, í raun öllu sem tengist vísindaskáldskap og ævintýrum á einn eða annan hátt. Verslunin hefur jafnframt boðið upp á kennslu og keppnir í borðspilum og hefur alltaf verið vinsæll áfangastaður þeirra með áhugamál á þessu sviði. Árni Reynir Hassell Guðmundsson starfsmaður í Nexus segir allt hafa gengið eins og smurt væri. Fréttamaður náði af honum tali þar sem hann stóð við innganginn og afhenti fólki armbönd svo það gæti sloppið við langar biðraðir. Árni segir allt hafa gengið smurt fyrir sig.Vísir/Vilhelm „Þetta hefur gengið mjög vel. Skipulagið í dag er mjög gott. Númeraröðin virkar mjög vel og upplagið er alltaf að verða betra á útsölunni og ég held að það séu allir mjög ánægðir með þetta,“ segir hann. „Það eru mjög margir núna. 25 mínútur liðnar og gífurlegt magn. Yfir 200 sem hafa farið hérna í gegn,“ segir Árni.
Reykjavík Borðspil Verslun Bókaútgáfa Bókmenntir Neytendur Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira