Sú besta verður í París: „Vissi að ég myndi snúa aftur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2024 14:01 Það er líkt og þyngdaraflið eigi ekki við Biles þegar hún sýnir listir sínar. Nikolas Liepins/Getty Images Fimleikadrottningin Simone Biles tekur þátt á Ólympíuleikunum í París. Hún hefur unnið fjögur Ólympíugull á ferli sínum til þessa. Hin 27 ára gamla Biles tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum sem fram fara í sumar með frábærri frammistöðu á sunnudag þegar undankeppni leikanna fór fram í Minneapolis. Verða þetta þriðju leikar hennar en hún stimplaði sig heldur betur inn í Ríó í Brasilíu árið 2016. Þar vann hún fjögur gull og nældi í eitt silfur en tókst ekki að endurtaka leikinn í Tókýó fjórum árum síðar. Hún vann til silfur- og bronsverðlauna en hún glímdi við andleg veikindi á mótinu og dró sig úr keppni í nokkrum greinum. Eftir leikana tók við löng pása en hún sneri aftur til keppni á síðasta ári. Síðan hefur hún unnið sinn sjötta heimsmeistaratitil í samanlögðum árangri ásamt þremur öðrum gullverðlaunum og tveimur landstitlum. Engin í sögu fimleika hefur unnið til jafn margra verðlauna og Biles sem stefnir á að bæta við verðlaunagripum í sumar. „Ég vissi að þetta væri ekki endirinn eftir frammistöðuna í Tókýó. Ég þurfti bara að komast aftur í ræktina, leggja hart að mér og treysta ferlinu. Ég vissi að ég myndi snúa aftur,“ sagði Biles um endurkomu sína. Watched this so many times and still unready. She’s ready for it tho👏👏👏🥇🇺🇸❤️— Taylor Swift (@taylorswift13) June 29, 2024 Biles er síðasta púslið í annars gríðarlega sterkt fimleikalið Bandaríkjanna. Ásamt þeirri bestu eru þær Jordan Chiles, Sunisa Lee, Jade Carey og Hezly Rivera í liðinu. Fimleikakeppni Ólympíuleikanna mun fara fram frá 28. júlí til 10. ágúst. Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
Hin 27 ára gamla Biles tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum sem fram fara í sumar með frábærri frammistöðu á sunnudag þegar undankeppni leikanna fór fram í Minneapolis. Verða þetta þriðju leikar hennar en hún stimplaði sig heldur betur inn í Ríó í Brasilíu árið 2016. Þar vann hún fjögur gull og nældi í eitt silfur en tókst ekki að endurtaka leikinn í Tókýó fjórum árum síðar. Hún vann til silfur- og bronsverðlauna en hún glímdi við andleg veikindi á mótinu og dró sig úr keppni í nokkrum greinum. Eftir leikana tók við löng pása en hún sneri aftur til keppni á síðasta ári. Síðan hefur hún unnið sinn sjötta heimsmeistaratitil í samanlögðum árangri ásamt þremur öðrum gullverðlaunum og tveimur landstitlum. Engin í sögu fimleika hefur unnið til jafn margra verðlauna og Biles sem stefnir á að bæta við verðlaunagripum í sumar. „Ég vissi að þetta væri ekki endirinn eftir frammistöðuna í Tókýó. Ég þurfti bara að komast aftur í ræktina, leggja hart að mér og treysta ferlinu. Ég vissi að ég myndi snúa aftur,“ sagði Biles um endurkomu sína. Watched this so many times and still unready. She’s ready for it tho👏👏👏🥇🇺🇸❤️— Taylor Swift (@taylorswift13) June 29, 2024 Biles er síðasta púslið í annars gríðarlega sterkt fimleikalið Bandaríkjanna. Ásamt þeirri bestu eru þær Jordan Chiles, Sunisa Lee, Jade Carey og Hezly Rivera í liðinu. Fimleikakeppni Ólympíuleikanna mun fara fram frá 28. júlí til 10. ágúst.
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira