Hefðbundið eftirlit vegna sjúkdóma bíði þar til í haust eða vor Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. júlí 2024 19:30 Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segist vona að breytt fyrirkomulag sé komið til að vera. Vísir/Sigurjón Ekki er ætlast til að fólk í hefðbundnu eftirliti vegna sjúkdóma leiti á heilsugæsluna í sumar. Þar verður lögð áhersla á bráðaerindi þar til haustar. Árum saman hefur það fyrirkomulag verið við lýði á flestum heilsugæslustöðum höfuðborgarsvæðisins að hægt sé að mæta á svokallaða síðdegisvakt eftir klukkan 16 án þess að eiga bókaðan tíma og hitta lækni. Nú hefur fyrirkomulagið breyst þannig að nauðsynlegt er að hringja á undan sér og hjúkrunarfræðingur metur hvort erindið sé brýnt. Sé það metið sem svo fær fólk bókaðan tíma samdægurs eða daginn eftir. „Þetta er vonandi komið til að vera því við lítum á þetta sem miklu betri þjónustu,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Þarna fær fólk faglega úrlausn, veit hvenær það á að mæta í staðinn fyrir að hrúgast inn á síðdegisvaktir þar sem var oft löng bið og mikill fjöldi af fólki sem jafnvel komst svo ekki að. Það var ekki góð þjónusta, ekki faglegt fannst okkur.“ Með breyttu verklagi á heilsugæslustöðvum verður reynt að sinna bráðum erindum á dagvinnutíma í stað þess að fólk mæti á síðdegisvakt eftir klukkan 16.Vísir/Sigurjón Með þessu breytta fyrirkomulagi segir Sigríður að í raun og veru sé verið að færa erindin sem rötuðu á síðdegisvaktina yfir á dagvinnutíma. Sumartíminn sé hinsvegar þungur þar sem mikið af starfsfólkinu fari í sumarfrí og minna um tímaframboð. „Við reynum að hafa gott aðgengi fyrir bráð erindi á daginn. En auðvitað þarf það sem er búið að bíða í marga mánuði að bíða aðeins lengur fram á haustið.“ Eftirlit bíði þar til í haust eða vor Sumar heilsugæslustöðvar bóka tíma viku eða jafnvel mánuð fram í tímann. Dæmi eru um á einhverjum stöðvum séu nú þegar allir tímar uppbókaðir í júlí. Því getur reynst erfitt fyrir fólk að komast að til læknis vegna erinda sem ekki eru metin sem bráðatilfelli. „Hver og ein stöð ræður sjálf hvernig hún hefur sína vinnu og gera það í krafti síns mannskaps og aðstæðna,“ segir Sigríður. Við erum ekki að smáatriðastýra stöðvunum okkar en leggjum línurnar í samræmi við þær. Á þessum árstíma er minna um umgangspestir og meira um frítímaslys og álagsmeiðs. „En við reynum að hafa það þannig að allir þessir stóru sjúkdómsflokkar sem við erum með í hefðbundnu eftirliti, að það fólk komi í haust eða vor. Að það fólk sé ekki að taka upp bráðatíma á sumrin.“ Aðspurð nánar um þá sem þurfi að bíða fram á haust nefnir Sigríður til dæmis sjúklinga með sykursýki, háþrýsting, stoðkerfisvandamál og þunglyndi. Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Árum saman hefur það fyrirkomulag verið við lýði á flestum heilsugæslustöðum höfuðborgarsvæðisins að hægt sé að mæta á svokallaða síðdegisvakt eftir klukkan 16 án þess að eiga bókaðan tíma og hitta lækni. Nú hefur fyrirkomulagið breyst þannig að nauðsynlegt er að hringja á undan sér og hjúkrunarfræðingur metur hvort erindið sé brýnt. Sé það metið sem svo fær fólk bókaðan tíma samdægurs eða daginn eftir. „Þetta er vonandi komið til að vera því við lítum á þetta sem miklu betri þjónustu,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Þarna fær fólk faglega úrlausn, veit hvenær það á að mæta í staðinn fyrir að hrúgast inn á síðdegisvaktir þar sem var oft löng bið og mikill fjöldi af fólki sem jafnvel komst svo ekki að. Það var ekki góð þjónusta, ekki faglegt fannst okkur.“ Með breyttu verklagi á heilsugæslustöðvum verður reynt að sinna bráðum erindum á dagvinnutíma í stað þess að fólk mæti á síðdegisvakt eftir klukkan 16.Vísir/Sigurjón Með þessu breytta fyrirkomulagi segir Sigríður að í raun og veru sé verið að færa erindin sem rötuðu á síðdegisvaktina yfir á dagvinnutíma. Sumartíminn sé hinsvegar þungur þar sem mikið af starfsfólkinu fari í sumarfrí og minna um tímaframboð. „Við reynum að hafa gott aðgengi fyrir bráð erindi á daginn. En auðvitað þarf það sem er búið að bíða í marga mánuði að bíða aðeins lengur fram á haustið.“ Eftirlit bíði þar til í haust eða vor Sumar heilsugæslustöðvar bóka tíma viku eða jafnvel mánuð fram í tímann. Dæmi eru um á einhverjum stöðvum séu nú þegar allir tímar uppbókaðir í júlí. Því getur reynst erfitt fyrir fólk að komast að til læknis vegna erinda sem ekki eru metin sem bráðatilfelli. „Hver og ein stöð ræður sjálf hvernig hún hefur sína vinnu og gera það í krafti síns mannskaps og aðstæðna,“ segir Sigríður. Við erum ekki að smáatriðastýra stöðvunum okkar en leggjum línurnar í samræmi við þær. Á þessum árstíma er minna um umgangspestir og meira um frítímaslys og álagsmeiðs. „En við reynum að hafa það þannig að allir þessir stóru sjúkdómsflokkar sem við erum með í hefðbundnu eftirliti, að það fólk komi í haust eða vor. Að það fólk sé ekki að taka upp bráðatíma á sumrin.“ Aðspurð nánar um þá sem þurfi að bíða fram á haust nefnir Sigríður til dæmis sjúklinga með sykursýki, háþrýsting, stoðkerfisvandamál og þunglyndi.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira