Starfsfólkið í fyrsta sæti og börnin í öðru Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. júlí 2024 21:01 Börnin á Sólborg tóku vel á móti fréttastofunni og sungu nokkur lög, sem sjá má í innslaginu hér í fréttinni. Margrét Gígja, leikskólastjóri er til hægri. Vísir/Sigurjón Leikskólinn Sólborg í Reykjavík, sem um þessar mundir fagnar 30 ára afmæli, er eini leikskóli landsins sem hefur sérhæft sig í kennslu heyrnalausra og heyrnarskertra barna. Á leikskólanum eru töluð tvö tungumál, íslenska og íslenskt táknmál. „Hér líður döff börnum og döff starfsfólki vel, því það tala allir táknmál,“ segir Margrét Gígja Þórðardóttir, leikskólastjóri. Þetta er svona annar heimur fyrir þau hér. Svo fara þau út fyrir heiminn og bara..púff. Sólborg er ákaflega eftirsóttur vinnustaður en einnig sá leikskóli í Reykjavík þar sem flest fagmenntað starfsfólk starfar. „Ég hef alltaf sagt það að setja starfsfólkið í fyrsta sæti, börnin í annað sæti og foreldrana í þriðja sæti. Ef starfsfólkið er í fyrsta sæti þá fer það beint í börnin.“ Gott að vera döff fyrirmynd Á Sólborg eru um 80 börn og þar af að jafnaði um tuttugu með umtalsverðar sérþarfir. Margrét segir börnin læra mikið hvort af öðru. „Það er gaman að sjá hvað heyrandi börnin eru ótrúlega flink í íslenska táknmálinu. Maður fær stundum foreldra sem segja „ég skil ekki alveg hvað barnið mitt er að segja, hvað það er að biðja um.“ Þá er það kannski bara að biðja um mjólk.“ Hanna Kristín, Andri og Arne, starfsfólk á Sólborg. Vísir/Sigurjón Fréttastofa ræddi við þrjá starfmenn, Arne sem hefur unnið á Sólborg í rúm níu ár, Hönnu Kristínu sem er nýbyrjuð og Andra sem var sjálfur á leikskólanum sem barn. Þau eru öll sammála um að starfið sé gefandi og skemmtilegt. „Það er líka gott að vera döff fyrirmynd fyrir börnin hér,“ segir Hanna Kristín. Leikskólinn hélt nýverið upp á þrjátíu ára afmæli.Vísir/Sigurjón Þá var einnig rætt við börnin sem voru mörg sammála um að það skemmtilegasta sem þau gerðu á leikskólanum væri að róla. Börn og uppeldi Leikskólar Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Á leikskólanum eru töluð tvö tungumál, íslenska og íslenskt táknmál. „Hér líður döff börnum og döff starfsfólki vel, því það tala allir táknmál,“ segir Margrét Gígja Þórðardóttir, leikskólastjóri. Þetta er svona annar heimur fyrir þau hér. Svo fara þau út fyrir heiminn og bara..púff. Sólborg er ákaflega eftirsóttur vinnustaður en einnig sá leikskóli í Reykjavík þar sem flest fagmenntað starfsfólk starfar. „Ég hef alltaf sagt það að setja starfsfólkið í fyrsta sæti, börnin í annað sæti og foreldrana í þriðja sæti. Ef starfsfólkið er í fyrsta sæti þá fer það beint í börnin.“ Gott að vera döff fyrirmynd Á Sólborg eru um 80 börn og þar af að jafnaði um tuttugu með umtalsverðar sérþarfir. Margrét segir börnin læra mikið hvort af öðru. „Það er gaman að sjá hvað heyrandi börnin eru ótrúlega flink í íslenska táknmálinu. Maður fær stundum foreldra sem segja „ég skil ekki alveg hvað barnið mitt er að segja, hvað það er að biðja um.“ Þá er það kannski bara að biðja um mjólk.“ Hanna Kristín, Andri og Arne, starfsfólk á Sólborg. Vísir/Sigurjón Fréttastofa ræddi við þrjá starfmenn, Arne sem hefur unnið á Sólborg í rúm níu ár, Hönnu Kristínu sem er nýbyrjuð og Andra sem var sjálfur á leikskólanum sem barn. Þau eru öll sammála um að starfið sé gefandi og skemmtilegt. „Það er líka gott að vera döff fyrirmynd fyrir börnin hér,“ segir Hanna Kristín. Leikskólinn hélt nýverið upp á þrjátíu ára afmæli.Vísir/Sigurjón Þá var einnig rætt við börnin sem voru mörg sammála um að það skemmtilegasta sem þau gerðu á leikskólanum væri að róla.
Börn og uppeldi Leikskólar Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira