Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Ekki er ætlast til að fólk í hefðbundnu eftirliti vegna sjúkdóma leiti á heilsugæsluna í sumar. Þar verður lögð áhersla á bráðaerindi þar til haustar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við forstjóra heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Franska þjóðfylkingin vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í gær. Íslendingur búsettur í Frakklandi segir það nú í höndum Macron Frakklandsforseta hvort vinstri- og miðflokkar sameinist gegn þjóðfylkingunni.

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti fagnar niðurstöðu hæstaréttar um að forseti geti notið friðhelgi frá ákærum vegna verka hans í embætti.

Í kvöldfréttunum kíkjum við á landsmót hestamanna sem hófst í Víðidal í morgun.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×