Uppgjör og viðtöl: Fylkir-Víkingur R. 0-0 | Ekkert mark í baráttuleik Kári Mímisson skrifar 2. júlí 2024 21:10 Fylkiskonur voru búnar að tapa sjö leikjum í röð en náðu loksins í stig. Vísir/Anton Fylkir og Víkingur gerðu markalaust jafntefli í kvöld í uppgjöri nýliðanna í Bestu deild kvenna í fótbolta. Botnlið Fylkis tók á móti bikarmeisturum Víkings í 11. umferð Bestu deildar kvenna. Fyrir leikinn sátu Fylkisstelpur á botninum með fimm stig á meðan Víkingur var í því fimmta með fimmtán. Svo fór að lokum að liðin gerðu markalaust jafntefli eftir spennandi leik. Leikurinn fór vel af stað og fengu bæði lið nokkur ágætis færi á fyrstu 15 mínútum leiksins en inn vildi boltinn ekki. Víkingum tókst aðeins að spila boltanum betur en Fylkir gaf ekkert eftir og börðust vel. Tinna Brá Magnúsdóttir, markvörður Fylkis, sem nýlega var valin í lið fyrri umferðar Bestu deildarinnar varði þá nokkrum sinnum vel. Leikurinn róaðist þó töluvert eftir upphafsmínúturnar. Þórhildur Þórhallsdóttir komst næst því að skora í fyrri hálfleik þegar Guðrún Karítas Sigurðardóttir átti fyrirgjöf frá vinstri sem Eva Rut Ásþórsdóttir rétt missti af. Boltinn barst til Þórhildar en skoppaði þó ansi illa fyrir hana í teignum og skot hennar yfir. Staðan í hálfleik 0-0. Það sama var uppi á teningnum í upphafi seinni hálfleiks. Liðunum tókst ekki að skapa sér nein alvöru marktækifæri. Á 63. mínútu leiksins kom þó Marija Radojicic inn á fyrir Fylki og tókst henni að breyta leiknum umtalsvert. Fylkisstelpur voru mun betri aðili leiksins næstu 25 mínúturnar og Marija komst næst því að skora þegar hún átti skot í slá eftir samleik við Evu Rut Ásþórsdóttur. Lokamínúturnar voru æsispennandi en það voru Víkingar sem fengu tækifærið til að stela stigunum þremur þegar Sigdís Eva Bárðardóttir tók glæsilega á móti fyrirgjöf frá Selmu Dögg Björgvinsdóttur og skaut að marki en boltinn rétt framhjá. Meira markvert gerðist ekki í leiknum og niðurstaðan því markalaust jafntefli. Atvik leiksins Þegar Marija Radojicic skaut í markramman. Ég persónulega sá þennan syngja í netinu og ég held að mjög margir hafi gert það þegar Marija lét vaða. Þetta skot var vissulega smá lýsandi fyrir leikinn sem var opinn og skemmtilegur en bara boltinn vildi ekki inn. Það þurfti bara eitt augnablik af göldrum í dag öðru hvoru megin til að tryggja stigin þrjú en það bara kom því miður ekki og sanngjarnt jafntefli niðurstaðan. Stjörnur og skúrkar Tinna Brá Magnúsdóttir varði nokkrum sinnum mjög vel í leiknum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Marija Radojicic kom mjög fríks inn á og gaf mikla orku í sóknarleik Fylkis. Þá var Kayla Bruster frábær í hjarta varnarinnar og var að mínu mati besti maður vallarins heilt yfir. Sigdís Eva Bárðardóttir var lúsiðin í fremstu línu Víkinga og var óheppin að skora ekki í dag eftir að hafa komið sér nokkrum sinnum í ágætis stöður. Dómarinn Góð frammistaða hjá Bríeti og hennar mönnum í dag. Voru með leikinn í teskeið og geta gengið sátt frá borði. Stemmingin og umgjörð Það er alltaf létt yfir lautarferð, á leik í Árbænum manna mergð eins og segir í kvæðinu. Virkilega vel tekið á móti manni og stuðningsmannalögin alltaf jafn skemmtileg. Þeir sem eru vallar þulir hér í Árbænum eru einstaklega skemmtilegir og leikmannakynningin upp á tíu. 6. flokkur kvenna var heiðraður fyrir árangur á ÓB-mótinu Sauðárkróki í hálfleik og gleðin skein úr andlitum þeirra, framtíðar stjörnur fyrir Fylki. Þá dansaði Lukkudýrið, sem er alveg eins og Tony the Tiger, vel og lengi. Mætingin var góð og ánægjulegt að sjá Árbæinga standa með sínum konum þegar mest reynir á. Vísir/Anton „Bæði lið gátu klárlega stolið þessu í dag“ Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, segir að tilfinningarnar séu blendnar eftir að lið hans gerði jafntefli við Víking í Bestu deild kvenna í kvöld. Leikurinn var mjög kaflaskiptur og gátu bæði lið tekið stigin þrjú hér í dag en niðurstaðan var markalaust jafntefli sem flestir myndu segja að væri sanngjörn úrslit. „Þau eru tvíblendin. Fyrsta stigið í langan tíma og við gleðjumst yfir því en við hefðum sannarlega viljað hafa þau þrjú og gátum alveg gert tilkall til þess enda fengum við færin til þess. Þannig að það má segja að þetta sé frekar súrsæt,“ sagði Gunnar strax að leik loknum. Síðustu sóknir leiksins féll í hönd Víkinga en á undan því hafði Fylkir fengið nokkur góð færi en inn vildi boltinn ekki. Gunnar segist hafa orðið smá smeykur undir lokin. „Bæði lið gátu klárlega stolið þessu í dag. Þetta var skemmtilegur og opin leikur. Þetta gat fallið hvoru megin sem var. Maður var aðeins farinn að hugsa, þar sem þær hafa stolið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar sinnum í lokin gegn okkur. Þannig að maður var orðin smá smeykur við það. Ég hafði þó trú á þessu og var að vonast til þess að við gætum sett eitt mark.“ Þetta er í fyrsta sinn í sumar sem Fylkir heldur hreinu, eitthvað sem Árbæingar fagna væntanlega. Varnarleikur liðsins var mjög góður í dag og þá var Tinna Brá mjög góð milli stangan í dag. „Ég er virkilega sáttur við að takast að halda hreinu og með stelpurnar sem lögðu gríðarlega mikið í þennan leik, hjarta og sál. Við lögðum upp með að þetta væri svolítill lykilleikur fyrir okkur og ætluðum að ná í þessi þrjú stig. Við vorum að verjast vel bæði sem lið og einstaklingar og þannig náum við að halda hreinu.“ Fylkir hafði ekki sótt stig í tvo mánuði fyrir leikinn í dag en spilamennskan heilt yfir var góð. Sérð þú miklar framfarir á leik liðsins í dag og að undanförnu? „Klárlega. Varnarleikurinn hefur verið að batna hægt og bítandi hjá okkur. Sóknarleikurinn í dag var allt annar. Við gerðum smá stöðubreytingar sem mér fannst skila góðu, betri færum og betri sóknum.“ John Andrews, þjálfari Víkings.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Ef þú getur ekki unnið svona leik passaðu þá bara að tapa honum ekki“ John Andrews, þjálfari Víkings, segir að leikurinn í dag hafi verið gott veganesti fyrir átökin framundan. Liðið gerði 0-0 jafntefli við Fylki í Árbænum þar sem bæði lið fengu sín tækifæri til að sækja þrjú stig. „Það voru mikil gæði í leiknum í dag. Fengum nokkur tækifæri til að komast aftur fyrir þær og senda boltann fyrir. Því miður þá kom þetta ekki í dag hjá okkur. Þegar maður kemur á erfiðan völl eins og þennan með fulla stúku þá máttu ekki tapa. Varnarmennirnir okkar í dag voru frábærir og gott að ná að halda markinu hreinu. Þetta er gott veganesti fyrir næstu viku.“ Spurður að því hvort eitthvað í leik Fylkis hafi komið honum á óvart segir hann svo ekki vera. Hann segir að leikurinn hafi einkennst af mikilli baráttu og eitt augnablik í dag hefði getað skorið um sigurvegara. „Ég get ekki sagt það. Þetta fór eins og við reiknuðum með. Við vissum að þetta yrði barátta í dag og að mögulega myndi eitt augnablik af gæðum skipta sköpum fyrir úrslitin. Það var þannig líka þegar við mættum þeim í fyrri umferðinni og gerðum 2-2 jafntefli. Þá klúðrum við víti ef ég man þetta rétt og fengum nokkur færi til að klára leikinn. Fólk má ekki gleyma að þetta voru erfiðustu viðureignir okkar í fyrra í Lengjudeildinni. Þetta Fylkislið er mjög gott þó svo að stigasöfnunin hafi ekki verið jafn góð og þau myndu vilja. Þannig að koma hingað og ná í stig er mjög gott. Ef þú getur ekki unnið svona leik passaðu þá bara að tapa honum ekki.“ Víkingur hefur komið mjög vel inn í Bestu deildina í ár eftir að hafa unnið Lengjudeildina í fyrra. Eitthvað sem vissulega margir reiknuðu með þar sem liðið er ríkjandi Bikarmeistari en hversu ánægður er þjálfarinn með innkomu liðsins í deild þeirra bestu? „Ég vil meina að við séum að spila skemmtilega fótbolta og erum að setja smá auka hörku í þetta líka til að reyna standa meira af okkur þar sem þessi deild er mun harðari en Lengjudeildin. Við erum núna með nokkra reynda eldri leikmenn í liðinu. Ég er mjög ánægður með þennan fyrri part deildarinnar. Er hann fullkominn? Nei, alls ekki en ekkert lið er fullkomið heldur. Við gætum verið með eitt eða tvö stig meira en heilt yfir þykir mér þetta vera gott. Næst er það Valur á sunnudaginn og ég hlakka virkilega til að fá að mæta þeim aftur.“ Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Fylkir
Fylkir og Víkingur gerðu markalaust jafntefli í kvöld í uppgjöri nýliðanna í Bestu deild kvenna í fótbolta. Botnlið Fylkis tók á móti bikarmeisturum Víkings í 11. umferð Bestu deildar kvenna. Fyrir leikinn sátu Fylkisstelpur á botninum með fimm stig á meðan Víkingur var í því fimmta með fimmtán. Svo fór að lokum að liðin gerðu markalaust jafntefli eftir spennandi leik. Leikurinn fór vel af stað og fengu bæði lið nokkur ágætis færi á fyrstu 15 mínútum leiksins en inn vildi boltinn ekki. Víkingum tókst aðeins að spila boltanum betur en Fylkir gaf ekkert eftir og börðust vel. Tinna Brá Magnúsdóttir, markvörður Fylkis, sem nýlega var valin í lið fyrri umferðar Bestu deildarinnar varði þá nokkrum sinnum vel. Leikurinn róaðist þó töluvert eftir upphafsmínúturnar. Þórhildur Þórhallsdóttir komst næst því að skora í fyrri hálfleik þegar Guðrún Karítas Sigurðardóttir átti fyrirgjöf frá vinstri sem Eva Rut Ásþórsdóttir rétt missti af. Boltinn barst til Þórhildar en skoppaði þó ansi illa fyrir hana í teignum og skot hennar yfir. Staðan í hálfleik 0-0. Það sama var uppi á teningnum í upphafi seinni hálfleiks. Liðunum tókst ekki að skapa sér nein alvöru marktækifæri. Á 63. mínútu leiksins kom þó Marija Radojicic inn á fyrir Fylki og tókst henni að breyta leiknum umtalsvert. Fylkisstelpur voru mun betri aðili leiksins næstu 25 mínúturnar og Marija komst næst því að skora þegar hún átti skot í slá eftir samleik við Evu Rut Ásþórsdóttur. Lokamínúturnar voru æsispennandi en það voru Víkingar sem fengu tækifærið til að stela stigunum þremur þegar Sigdís Eva Bárðardóttir tók glæsilega á móti fyrirgjöf frá Selmu Dögg Björgvinsdóttur og skaut að marki en boltinn rétt framhjá. Meira markvert gerðist ekki í leiknum og niðurstaðan því markalaust jafntefli. Atvik leiksins Þegar Marija Radojicic skaut í markramman. Ég persónulega sá þennan syngja í netinu og ég held að mjög margir hafi gert það þegar Marija lét vaða. Þetta skot var vissulega smá lýsandi fyrir leikinn sem var opinn og skemmtilegur en bara boltinn vildi ekki inn. Það þurfti bara eitt augnablik af göldrum í dag öðru hvoru megin til að tryggja stigin þrjú en það bara kom því miður ekki og sanngjarnt jafntefli niðurstaðan. Stjörnur og skúrkar Tinna Brá Magnúsdóttir varði nokkrum sinnum mjög vel í leiknum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Marija Radojicic kom mjög fríks inn á og gaf mikla orku í sóknarleik Fylkis. Þá var Kayla Bruster frábær í hjarta varnarinnar og var að mínu mati besti maður vallarins heilt yfir. Sigdís Eva Bárðardóttir var lúsiðin í fremstu línu Víkinga og var óheppin að skora ekki í dag eftir að hafa komið sér nokkrum sinnum í ágætis stöður. Dómarinn Góð frammistaða hjá Bríeti og hennar mönnum í dag. Voru með leikinn í teskeið og geta gengið sátt frá borði. Stemmingin og umgjörð Það er alltaf létt yfir lautarferð, á leik í Árbænum manna mergð eins og segir í kvæðinu. Virkilega vel tekið á móti manni og stuðningsmannalögin alltaf jafn skemmtileg. Þeir sem eru vallar þulir hér í Árbænum eru einstaklega skemmtilegir og leikmannakynningin upp á tíu. 6. flokkur kvenna var heiðraður fyrir árangur á ÓB-mótinu Sauðárkróki í hálfleik og gleðin skein úr andlitum þeirra, framtíðar stjörnur fyrir Fylki. Þá dansaði Lukkudýrið, sem er alveg eins og Tony the Tiger, vel og lengi. Mætingin var góð og ánægjulegt að sjá Árbæinga standa með sínum konum þegar mest reynir á. Vísir/Anton „Bæði lið gátu klárlega stolið þessu í dag“ Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, segir að tilfinningarnar séu blendnar eftir að lið hans gerði jafntefli við Víking í Bestu deild kvenna í kvöld. Leikurinn var mjög kaflaskiptur og gátu bæði lið tekið stigin þrjú hér í dag en niðurstaðan var markalaust jafntefli sem flestir myndu segja að væri sanngjörn úrslit. „Þau eru tvíblendin. Fyrsta stigið í langan tíma og við gleðjumst yfir því en við hefðum sannarlega viljað hafa þau þrjú og gátum alveg gert tilkall til þess enda fengum við færin til þess. Þannig að það má segja að þetta sé frekar súrsæt,“ sagði Gunnar strax að leik loknum. Síðustu sóknir leiksins féll í hönd Víkinga en á undan því hafði Fylkir fengið nokkur góð færi en inn vildi boltinn ekki. Gunnar segist hafa orðið smá smeykur undir lokin. „Bæði lið gátu klárlega stolið þessu í dag. Þetta var skemmtilegur og opin leikur. Þetta gat fallið hvoru megin sem var. Maður var aðeins farinn að hugsa, þar sem þær hafa stolið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar sinnum í lokin gegn okkur. Þannig að maður var orðin smá smeykur við það. Ég hafði þó trú á þessu og var að vonast til þess að við gætum sett eitt mark.“ Þetta er í fyrsta sinn í sumar sem Fylkir heldur hreinu, eitthvað sem Árbæingar fagna væntanlega. Varnarleikur liðsins var mjög góður í dag og þá var Tinna Brá mjög góð milli stangan í dag. „Ég er virkilega sáttur við að takast að halda hreinu og með stelpurnar sem lögðu gríðarlega mikið í þennan leik, hjarta og sál. Við lögðum upp með að þetta væri svolítill lykilleikur fyrir okkur og ætluðum að ná í þessi þrjú stig. Við vorum að verjast vel bæði sem lið og einstaklingar og þannig náum við að halda hreinu.“ Fylkir hafði ekki sótt stig í tvo mánuði fyrir leikinn í dag en spilamennskan heilt yfir var góð. Sérð þú miklar framfarir á leik liðsins í dag og að undanförnu? „Klárlega. Varnarleikurinn hefur verið að batna hægt og bítandi hjá okkur. Sóknarleikurinn í dag var allt annar. Við gerðum smá stöðubreytingar sem mér fannst skila góðu, betri færum og betri sóknum.“ John Andrews, þjálfari Víkings.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Ef þú getur ekki unnið svona leik passaðu þá bara að tapa honum ekki“ John Andrews, þjálfari Víkings, segir að leikurinn í dag hafi verið gott veganesti fyrir átökin framundan. Liðið gerði 0-0 jafntefli við Fylki í Árbænum þar sem bæði lið fengu sín tækifæri til að sækja þrjú stig. „Það voru mikil gæði í leiknum í dag. Fengum nokkur tækifæri til að komast aftur fyrir þær og senda boltann fyrir. Því miður þá kom þetta ekki í dag hjá okkur. Þegar maður kemur á erfiðan völl eins og þennan með fulla stúku þá máttu ekki tapa. Varnarmennirnir okkar í dag voru frábærir og gott að ná að halda markinu hreinu. Þetta er gott veganesti fyrir næstu viku.“ Spurður að því hvort eitthvað í leik Fylkis hafi komið honum á óvart segir hann svo ekki vera. Hann segir að leikurinn hafi einkennst af mikilli baráttu og eitt augnablik í dag hefði getað skorið um sigurvegara. „Ég get ekki sagt það. Þetta fór eins og við reiknuðum með. Við vissum að þetta yrði barátta í dag og að mögulega myndi eitt augnablik af gæðum skipta sköpum fyrir úrslitin. Það var þannig líka þegar við mættum þeim í fyrri umferðinni og gerðum 2-2 jafntefli. Þá klúðrum við víti ef ég man þetta rétt og fengum nokkur færi til að klára leikinn. Fólk má ekki gleyma að þetta voru erfiðustu viðureignir okkar í fyrra í Lengjudeildinni. Þetta Fylkislið er mjög gott þó svo að stigasöfnunin hafi ekki verið jafn góð og þau myndu vilja. Þannig að koma hingað og ná í stig er mjög gott. Ef þú getur ekki unnið svona leik passaðu þá bara að tapa honum ekki.“ Víkingur hefur komið mjög vel inn í Bestu deildina í ár eftir að hafa unnið Lengjudeildina í fyrra. Eitthvað sem vissulega margir reiknuðu með þar sem liðið er ríkjandi Bikarmeistari en hversu ánægður er þjálfarinn með innkomu liðsins í deild þeirra bestu? „Ég vil meina að við séum að spila skemmtilega fótbolta og erum að setja smá auka hörku í þetta líka til að reyna standa meira af okkur þar sem þessi deild er mun harðari en Lengjudeildin. Við erum núna með nokkra reynda eldri leikmenn í liðinu. Ég er mjög ánægður með þennan fyrri part deildarinnar. Er hann fullkominn? Nei, alls ekki en ekkert lið er fullkomið heldur. Við gætum verið með eitt eða tvö stig meira en heilt yfir þykir mér þetta vera gott. Næst er það Valur á sunnudaginn og ég hlakka virkilega til að fá að mæta þeim aftur.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti