Yazan vísað úr landi eftir Verslunarmannahelgi Bjarki Sigurðsson skrifar 2. júlí 2024 13:01 Yazan ásamt móður sinni, Feryal Aburajab Tamimi. Vísir/Arnar Brottvísun Yazans Tamimi og fjölskyldu hans hefur verið frestað þar til eftir Verslunarmannahelgina. Lögmaður fjölskyldunnar mun seinna í dag senda inn beiðni til kærunefndar útlendingamála um að taka málið aftur upp. Yazan er ellefu ára gamall og með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn. Sjúkdómurinn er ólæknandi og smám saman rýrna allir meginvöðvar þeirra sem glíma við hann. Fjölskyldan kom til Íslands fyrir ári síðan frá Palestínu með millilendingu á Spáni. Kærunefnd útlendingamála vísaði máli þeirra frá og til stendur að vísa þeim úr landi á næstunni. Í vikunni tilkynnti lögreglan fjölskyldunni að þeim verði ekki vísað úr landi fyrr en eftir Verslunarmannahelgina. Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, segir enga nákvæmari tímasetningu hafa verið gefna út. Á meðan heldur baráttan áfram. „Mál fjölskyldunnar er til meðferðar hjá ýmsum stjórnvöldum, þar á meðal réttindagæslumanni fatlaðra. Við teljum rétt að beina endurtekinni umsókn núna til kærunefndar útlendingamála a grundvelli þess að nýjar málsástæður séu uppi í máli Yazans. Meðal annars vegna skorts á rannsókn á fötlun hans og svo framvegis,“ segir Albert. Umsóknin verður lögð fram seinna í dag. Fordæmi eru fyrir því að kærunefndin taki mál aftur upp. „Hins vegar er þetta mál fordæmalaust. Ég hef verið í þessum geira í hátt í tíu ár en aldrei nokkurn tímann séð jafn afgerandi læknisfræðileg gögn þar sem hætta við brottflutning er metin töluverð af læknum, þar sem rof á þjónustu er talin töluverð af læknum,“ segir Albert. Yazan hefur legið inni á barnaspítalanum síðustu daga en var útskrifaður í gær. „Ég tel að þetta mál sé þannig vaxið að það nái ekki nokkurri átt að senda þennan dreng frá landinu. Þannig ég er extra bjartsýnn í þessu máli að þessu verði nú snúið að lokum,“ segir Albert. Palestína Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Börn og uppeldi Mál Yazans Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Yazan er ellefu ára gamall og með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn. Sjúkdómurinn er ólæknandi og smám saman rýrna allir meginvöðvar þeirra sem glíma við hann. Fjölskyldan kom til Íslands fyrir ári síðan frá Palestínu með millilendingu á Spáni. Kærunefnd útlendingamála vísaði máli þeirra frá og til stendur að vísa þeim úr landi á næstunni. Í vikunni tilkynnti lögreglan fjölskyldunni að þeim verði ekki vísað úr landi fyrr en eftir Verslunarmannahelgina. Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, segir enga nákvæmari tímasetningu hafa verið gefna út. Á meðan heldur baráttan áfram. „Mál fjölskyldunnar er til meðferðar hjá ýmsum stjórnvöldum, þar á meðal réttindagæslumanni fatlaðra. Við teljum rétt að beina endurtekinni umsókn núna til kærunefndar útlendingamála a grundvelli þess að nýjar málsástæður séu uppi í máli Yazans. Meðal annars vegna skorts á rannsókn á fötlun hans og svo framvegis,“ segir Albert. Umsóknin verður lögð fram seinna í dag. Fordæmi eru fyrir því að kærunefndin taki mál aftur upp. „Hins vegar er þetta mál fordæmalaust. Ég hef verið í þessum geira í hátt í tíu ár en aldrei nokkurn tímann séð jafn afgerandi læknisfræðileg gögn þar sem hætta við brottflutning er metin töluverð af læknum, þar sem rof á þjónustu er talin töluverð af læknum,“ segir Albert. Yazan hefur legið inni á barnaspítalanum síðustu daga en var útskrifaður í gær. „Ég tel að þetta mál sé þannig vaxið að það nái ekki nokkurri átt að senda þennan dreng frá landinu. Þannig ég er extra bjartsýnn í þessu máli að þessu verði nú snúið að lokum,“ segir Albert.
Palestína Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Börn og uppeldi Mál Yazans Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira