Faglært starfsfólk og eftirlit skorti í búsetuúrræðum fyrir börn Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. júlí 2024 09:00 Skúli Magnússon, Umboðsmaður Alþingis, segir eftirlit og faglært starfsfólk skorta hjá tveimur einkareknum búsetuúrræðum fyrir börn. Vilhelm/Vinakot Eftirlit umboðsmanns Alþingis með Klettabæ og Vinakoti, einkarekin búsetuúrræði fyrir börn, leiddi í ljós að fagfólk hefur takmarkaða aðkomu að umönnun barna sem fá þar þjónustu frá degi til dags. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu umboðsmanns Alþingis sem byggir á tveimur skýrslum sem voru gerðar um starfsemi Klettabæs og Vinakots. Ábendingar og tilmæli umboðsmanns til Klettabæ, Vinakots og stjórnvalda eru um margt þau sömu í skýrslunum tveimur. Lúta þau m.a. að því að það skorti umgjörð og eftirlit af hálfu sveitarfélaga með starfseminni og aðkomu fagfólks að umönnun barnanna sem eru á aldrinum þrettán til átján ára. Þurfi að tryggja réttindi barnanna Umboðsmaður vísar til laga, reglna og fjölþjóðlega viðmiða sem leggja áherslu á menntun, þjálfun og færni þeirra sem starfa með börnum sem eru vistuð utan heimilis eða eru með þroska- og geðraskanir. „Huga verði að því hvort þau fái þá sérhæfðu og þverfaglegu þjónustu sem þau eiga rétt á og leita leiða til að tryggja að faglærðir starfsmenn annist börnin a.m.k. hluta úr degi auk þess að veita starfsfólki viðhlítandi fræðslu um réttindi barnanna,“ segir í tilkynningunni. Umboðsmaður ítrekar jafnframt að tryggja þurfi bæði innra eftirlit og aðhald hlutaðeigandi sveitarfélaga með einkareknu stöðunum. Að auki þarf að fullnægja upplýsingagjöf til barnanna um réttindi þeirra er varða kvörtunar-, kæru- og málskotsleiðir og tiltæka réttindagæslu. Gefur ráðherrum verkefni Umboðsmaður minnir þá á meginregluna um sjálfsákvörðunarrétt barna um persónuleg málefni. Ganga eigi út frá því þótt sá réttur geti sætt vissum takmörkum vegna öryggis og velferðar barnanna sjálfra. Þá vísar umboðsmaður því til Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, að tryggja að þvingunarráðstafanir gagnvart börnum á heimilum og stofnunum sé búin viðhlítandi lagaumgjörð. Því er einnig beint til Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að meta sérstaklega hvort réttaröyggi barna með fötlun sé nægilega tryggt að þessu leyti. Gæta þurfi að öryggi barna „Gagnvart Klettabæ er mælst til þess að kortlagt verði hvaða athafnir og ákvarðanir feli í sér þvingun eða nauðung í skilningi barnaverndarlaga og laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk. Þá þurfi að vega og meta vægi öryggissjónarmiða gagnvart skaðsemi félagslegrar einangrunar, sem sé töluverð, og eftir atvikum endurskoða núverandi fyrirkomulag m.t.t. slíks hagsmunamats.“ Varðandi Vinakot er bent á að gæta þurfi öryggi bæði barna og starfsmanna. Vísar umboðsmaður þá til þess að í sumum tilvikum hefur þar aðeins verið gert ráð fyrir einum starfsmanni á vakt, jafnvel óreyndum, og í einhverjum tilvikum karlmanni með stúlku. Umboðsmaður Alþingis Barnavernd Réttindi barna Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu umboðsmanns Alþingis sem byggir á tveimur skýrslum sem voru gerðar um starfsemi Klettabæs og Vinakots. Ábendingar og tilmæli umboðsmanns til Klettabæ, Vinakots og stjórnvalda eru um margt þau sömu í skýrslunum tveimur. Lúta þau m.a. að því að það skorti umgjörð og eftirlit af hálfu sveitarfélaga með starfseminni og aðkomu fagfólks að umönnun barnanna sem eru á aldrinum þrettán til átján ára. Þurfi að tryggja réttindi barnanna Umboðsmaður vísar til laga, reglna og fjölþjóðlega viðmiða sem leggja áherslu á menntun, þjálfun og færni þeirra sem starfa með börnum sem eru vistuð utan heimilis eða eru með þroska- og geðraskanir. „Huga verði að því hvort þau fái þá sérhæfðu og þverfaglegu þjónustu sem þau eiga rétt á og leita leiða til að tryggja að faglærðir starfsmenn annist börnin a.m.k. hluta úr degi auk þess að veita starfsfólki viðhlítandi fræðslu um réttindi barnanna,“ segir í tilkynningunni. Umboðsmaður ítrekar jafnframt að tryggja þurfi bæði innra eftirlit og aðhald hlutaðeigandi sveitarfélaga með einkareknu stöðunum. Að auki þarf að fullnægja upplýsingagjöf til barnanna um réttindi þeirra er varða kvörtunar-, kæru- og málskotsleiðir og tiltæka réttindagæslu. Gefur ráðherrum verkefni Umboðsmaður minnir þá á meginregluna um sjálfsákvörðunarrétt barna um persónuleg málefni. Ganga eigi út frá því þótt sá réttur geti sætt vissum takmörkum vegna öryggis og velferðar barnanna sjálfra. Þá vísar umboðsmaður því til Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, að tryggja að þvingunarráðstafanir gagnvart börnum á heimilum og stofnunum sé búin viðhlítandi lagaumgjörð. Því er einnig beint til Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að meta sérstaklega hvort réttaröyggi barna með fötlun sé nægilega tryggt að þessu leyti. Gæta þurfi að öryggi barna „Gagnvart Klettabæ er mælst til þess að kortlagt verði hvaða athafnir og ákvarðanir feli í sér þvingun eða nauðung í skilningi barnaverndarlaga og laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk. Þá þurfi að vega og meta vægi öryggissjónarmiða gagnvart skaðsemi félagslegrar einangrunar, sem sé töluverð, og eftir atvikum endurskoða núverandi fyrirkomulag m.t.t. slíks hagsmunamats.“ Varðandi Vinakot er bent á að gæta þurfi öryggi bæði barna og starfsmanna. Vísar umboðsmaður þá til þess að í sumum tilvikum hefur þar aðeins verið gert ráð fyrir einum starfsmanni á vakt, jafnvel óreyndum, og í einhverjum tilvikum karlmanni með stúlku.
Umboðsmaður Alþingis Barnavernd Réttindi barna Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira