Ekki náttúruspjöll heldur forvarnir Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. júlí 2024 11:31 Hljómsveitin segir hættu stafa af slíku grjóti og að það hefði hrunið með frosti og þíðu hvort eð er. Vísir/Samsett Fréttastofu barst í gær ábending um tilvik um náttúruspjöll á Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði. Þungarokkssveitin austfirska Chögma birti myndband á reikning sinn á samfélagsmiðilinn TikTok þar sem tveir meðlimir sveitarinnar sjást velta óstöðugum grjóthnullungum fram af klöpp sem hröpuðu og skullu í fjöruborðið með tilheyrandi látum. Einhverjir Fáskrúðsfirðingar hnutu um þennan gjörning og fréttastofu bárust nafnlaus skilaboð um að íbúa á svæðinu þætti athæfi rokkaranna ekki ásættanlegt. Íbúinn nafnlausi sagðist þykja það sorglegt að farið væri með íslenska náttúru á þennan hátt og birt á samfélagsmiðlum fyrir aðra að apa eftir. @chogmaband big rock #CHÖGMA #metal #band #bigrock #cliff #fallingrock ♬ resonance very slowed - rvlzy Jakob Kristjánsson Norðfirðingur og gítarleikari hljómsveitarinnar er þó ekki sammála. „Ég skal segja þér eitt, þessi steinn hefði fokið niður í næsta vondviðri. Hann var alveg laus. Við rétt bara ýttum við honum og hann datt niður,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hætta stafi af óstöðugu grjóti Hann segir að hnullungarnir hefðu þegar verið búnir að brotna frá klöppinni og héngu utan á henni á því sem næstum mætti kalla bláþræði, nema úr steini. Hann vildi meina að það væri ágætt að einhver fengi að verða þess að minnsta kosti aðnjótandi að sjá steininn hrynja fram af hamrinum. Hann hefði hvort eð er gert það þegar frysi í vetur og þiðnaði svo á ný þegar voraði. Elísabet Mörk Ívarsdóttir söngvari hljómsveitarinnar er sjálf Fáskrúðsfirðingur bætir líka við í samtali við fréttastofu að af óstöðugum hnullungum stafi hætta þar sem svæðið er vinsæll áfangastaður ferðamanna jafnt sem innfæddra þar sem fallegt útsýni er yfir hafið og eyjuna Skrúð þaðan sem myndbandið er tekið. Miðað við hvað grjótið var laust hefði það hrunið hvort eð er þegar vetraði og Elísabet bendir á að fyrir þremur árum hafi kona í fjallgöngu á svæðinu orðið undir slíkum hnullungi með þeim afleiðingum að hún lést. Þriðja sæti í Músíktilraunum Hljómsveitin Chögma er að sögn Jakobs framsækin þungarokkshljómsveitt með séraustfirsku ívafi. Hún keppti í Músíktilraunum í vor og hafnaði í þriðja sæti keppninnar. Jakob segir þennan árangur hafa gefið hljómsveitinni mörg tækifæri. „Það gaf okkur fullt af tækifærum til að spila fleiri gigg. Við vorum að spila í Reykjavík núna síðustu helgi. Það var rosa skemmtilegt og við fengum góða reynslu af því,“ segir Jakob. Chögma spilaði á kaffihúsinu og barnum Tólf tónum á Skólavörðustíg í Reykjavík á laugardaginn síðasta.Þorgil Árni Hjálmarsson Chögma er með tónleika skipulagða á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði á næstunni og spilar einnig á tónlistarhátíðinni LungA sem fer fram á Seyðisfirði helgina 19. til 21. júlí. Sveitin er rammaustfirsk og allir meðlimir hennar eru að austan. Hún var stofnuð fyrir um hálfu ári og hafði aðeins komið einu sinni fram þegar hún keppti í Músíktilraunum. Hljómsveitina skipa þau Jakob Kristjánsson, sautján ára gítarleikari úr Neskaupstað, Jónatan Emil Sigþórsson, nítján ára trommuleikari úr Stöðvarfirði, Kári Kresfelder Haraldsson, 21 árs hljómborðsleikari úr Neskaupstað, Elísabet Mörk, átján ára söngkona frá Fáskrúðsfirði og Stefán Ingi Ingvarsson, 24 ára bassaleikari frá Norðurfirði. „Gott bull sem hljómar vel“ Margir hnjóta eflaust um nafn hljómsveitarinnar sem er óvenjulegt. Hugtakið tsjögga er þungarokksáhugamönnum kunnugt en það á við um það þegar þeir spila með djúpa E-strenginn dempaðan. „Við vitum ekkert hvað Chögma þýðir, þetta er gott bull sem hljómar vel,“ hafði Jakob að segja um nafnið í samtali við Austurfrétt fyrr á árinu. Stafsetninguna vildu þau íslenskuvæða með ö-inu en fannst tsj vera aðeins of langt gengið og héldu í ensku stafsetninguna hvað það varðaði. Jómfrúarbreiðskífan í haust Jakob segir hljómsveitarmeðlimina hafa kynnst í hinum og þessum sundlaugum á Austfjörðunum og segir sundið vera „heila málið.“ Hljómsveitin stefnir á að gefa út sína jómfrúarbreiðskífu á þessu ári og segist Jakob vona að hún komi út fyrir jól. Þau hafi þegar samið öll lögin en við taki langt ferli að læra hvernig maður hljóðblandar og -jafnar. „Nóg af YouTube-i til að læra,“ segir Jakob. Tónlist Múlaþing Fjarðabyggð Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Einhverjir Fáskrúðsfirðingar hnutu um þennan gjörning og fréttastofu bárust nafnlaus skilaboð um að íbúa á svæðinu þætti athæfi rokkaranna ekki ásættanlegt. Íbúinn nafnlausi sagðist þykja það sorglegt að farið væri með íslenska náttúru á þennan hátt og birt á samfélagsmiðlum fyrir aðra að apa eftir. @chogmaband big rock #CHÖGMA #metal #band #bigrock #cliff #fallingrock ♬ resonance very slowed - rvlzy Jakob Kristjánsson Norðfirðingur og gítarleikari hljómsveitarinnar er þó ekki sammála. „Ég skal segja þér eitt, þessi steinn hefði fokið niður í næsta vondviðri. Hann var alveg laus. Við rétt bara ýttum við honum og hann datt niður,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hætta stafi af óstöðugu grjóti Hann segir að hnullungarnir hefðu þegar verið búnir að brotna frá klöppinni og héngu utan á henni á því sem næstum mætti kalla bláþræði, nema úr steini. Hann vildi meina að það væri ágætt að einhver fengi að verða þess að minnsta kosti aðnjótandi að sjá steininn hrynja fram af hamrinum. Hann hefði hvort eð er gert það þegar frysi í vetur og þiðnaði svo á ný þegar voraði. Elísabet Mörk Ívarsdóttir söngvari hljómsveitarinnar er sjálf Fáskrúðsfirðingur bætir líka við í samtali við fréttastofu að af óstöðugum hnullungum stafi hætta þar sem svæðið er vinsæll áfangastaður ferðamanna jafnt sem innfæddra þar sem fallegt útsýni er yfir hafið og eyjuna Skrúð þaðan sem myndbandið er tekið. Miðað við hvað grjótið var laust hefði það hrunið hvort eð er þegar vetraði og Elísabet bendir á að fyrir þremur árum hafi kona í fjallgöngu á svæðinu orðið undir slíkum hnullungi með þeim afleiðingum að hún lést. Þriðja sæti í Músíktilraunum Hljómsveitin Chögma er að sögn Jakobs framsækin þungarokkshljómsveitt með séraustfirsku ívafi. Hún keppti í Músíktilraunum í vor og hafnaði í þriðja sæti keppninnar. Jakob segir þennan árangur hafa gefið hljómsveitinni mörg tækifæri. „Það gaf okkur fullt af tækifærum til að spila fleiri gigg. Við vorum að spila í Reykjavík núna síðustu helgi. Það var rosa skemmtilegt og við fengum góða reynslu af því,“ segir Jakob. Chögma spilaði á kaffihúsinu og barnum Tólf tónum á Skólavörðustíg í Reykjavík á laugardaginn síðasta.Þorgil Árni Hjálmarsson Chögma er með tónleika skipulagða á Fáskrúðsfirði og Seyðisfirði á næstunni og spilar einnig á tónlistarhátíðinni LungA sem fer fram á Seyðisfirði helgina 19. til 21. júlí. Sveitin er rammaustfirsk og allir meðlimir hennar eru að austan. Hún var stofnuð fyrir um hálfu ári og hafði aðeins komið einu sinni fram þegar hún keppti í Músíktilraunum. Hljómsveitina skipa þau Jakob Kristjánsson, sautján ára gítarleikari úr Neskaupstað, Jónatan Emil Sigþórsson, nítján ára trommuleikari úr Stöðvarfirði, Kári Kresfelder Haraldsson, 21 árs hljómborðsleikari úr Neskaupstað, Elísabet Mörk, átján ára söngkona frá Fáskrúðsfirði og Stefán Ingi Ingvarsson, 24 ára bassaleikari frá Norðurfirði. „Gott bull sem hljómar vel“ Margir hnjóta eflaust um nafn hljómsveitarinnar sem er óvenjulegt. Hugtakið tsjögga er þungarokksáhugamönnum kunnugt en það á við um það þegar þeir spila með djúpa E-strenginn dempaðan. „Við vitum ekkert hvað Chögma þýðir, þetta er gott bull sem hljómar vel,“ hafði Jakob að segja um nafnið í samtali við Austurfrétt fyrr á árinu. Stafsetninguna vildu þau íslenskuvæða með ö-inu en fannst tsj vera aðeins of langt gengið og héldu í ensku stafsetninguna hvað það varðaði. Jómfrúarbreiðskífan í haust Jakob segir hljómsveitarmeðlimina hafa kynnst í hinum og þessum sundlaugum á Austfjörðunum og segir sundið vera „heila málið.“ Hljómsveitin stefnir á að gefa út sína jómfrúarbreiðskífu á þessu ári og segist Jakob vona að hún komi út fyrir jól. Þau hafi þegar samið öll lögin en við taki langt ferli að læra hvernig maður hljóðblandar og -jafnar. „Nóg af YouTube-i til að læra,“ segir Jakob.
Tónlist Múlaþing Fjarðabyggð Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira