„Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt“ Ritstjórn skrifar 3. júlí 2024 14:30 Mohamad Kourani í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Vísir Tveir menn sem urðu fyrir stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári segjast vissir um að Mohamad Kourani hafi framið árásina, en hann er ákærður í málinu. Annar mannanna, sem var stunginn í andlitið, segir að fyrir árásina hafi Mohamad hótað honum og fjölskyldu hans lífláti ítrekað. Vegna þessa hafi fjölskylda hans flutt frá Íslandi til Dubai áður en árásin átti sér stað. Hann og fjölskylda hans hafi gripið til þess ráðs eftir að Mohamad braut rúðu á bílnum hans. „Þetta er stórhættulegt vandamál,“ sagði maðurinn fyrir dómi í morgun þegar aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjaness. „Ég var alltaf tilbúinn í huganum, hvenær sem er. Kourani kemur annað hvort heim til mín eða eitthvert annað til að ráðast á mig.“ Maðurinn, sem vinnur í OK Market, segir að hann og samstarfsfélagi hans, sem varð einnig fyrir árásinni, hafi staðið við afgreiðsluborðið þegar Mohamad hafi komið í verslunina. Hann hafi spurt manninn hvers vegna hann væri ekki að svara skilaboðunum sínum og síðan ráðist á þá. Að sögn mannsins var hann sjálfur heppinn að vera með skæri við hönd, sem hann gat gripið til svo hann gæti varist árásinni. Hann var stunginn í andlitið, en fyrir dómi útskýrði hann að hnífsoddurinn væri enn í andlitinu á honum. Hann sýndi röntgenmynd á símanum sínum því til stuðnings og sagðist ætla að láta fjarlægja oddinn bráðlega. Maðurinn sagði að eftir atvikið hafi Mohamad haldið áfram að senda hótanir í tölvupósti úr fangelsi. Hann segist ekki upplifa sama öryggi og áður þegar hann vinnur í versluninni. Þá segist hann óttast að Mohamad verði aftur frjáls maður. „Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt eða barn dómarans. Hann mun gera allt.“ Málið mjög þungbært Hinn maðurinn sem varð fyrir árásinni gaf einnig skýrslu fyrir dómi í morgun. Hann sagði málið hafa haft þungbær áhrif fyrir sig, og honum þætti erfitt að mæta fyrir dóminn. „Núna er allt neikvætt fyrir framan mig. Ég hef aldrei orðið fyrir svoleiðis áður,“ sagði hann. „Strákurinn minn er alltaf að spyrja hvort þessi eða hinn sé ógnandi maðurinn sem réðst á mig.“ „Óútreiknanlegur maður með mikla ofbeldissögu“ Mohamad Kourani er ekki bara ákærður fyrir árásina í OK Market heldur varðar dómsmálið líka ákærur er varða brot gegn lögregluþjónum og fangavörðum. Hann er til að mynda ákærður fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti. Sá lögreglumaður gaf vitni fyrir dómi í morgun. Að sögn lögreglumannsins sagði Muhamad ítrekað: „I will kill you and your family,“ eða „Ég mun drepa þig og fjölskyldu þína.“ „Þetta er mjög óútreiknanlegur maður með mikla ofbeldissögu. Ég tók þess vegna þessum hótunum alvarlega,“ sagði lögreglumaðurinn. Dómsmál Reykjavík Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Hlaut dóm á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásar Mohamad Kourani, sýrlenskur karlmaður sem ítrekað hefur komist í kast við lögin, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stunguárásar í OK Market í Valshverfinu í þann 7. mars. Sléttri viku eftir árásina var hann dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og fleiri brot. 5. apríl 2024 16:10 Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20 Hrækti á lögreglumenn og hótaði að myrða vararíkissaksóknara Karlmaður var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir fjöldan allan af hegningarlagabrotum, þar á meðal fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hrækja ítrekað á lögreglumenn og að hóta að myrða vararíkissaksóknara. 20. júní 2022 11:57 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Annar mannanna, sem var stunginn í andlitið, segir að fyrir árásina hafi Mohamad hótað honum og fjölskyldu hans lífláti ítrekað. Vegna þessa hafi fjölskylda hans flutt frá Íslandi til Dubai áður en árásin átti sér stað. Hann og fjölskylda hans hafi gripið til þess ráðs eftir að Mohamad braut rúðu á bílnum hans. „Þetta er stórhættulegt vandamál,“ sagði maðurinn fyrir dómi í morgun þegar aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjaness. „Ég var alltaf tilbúinn í huganum, hvenær sem er. Kourani kemur annað hvort heim til mín eða eitthvert annað til að ráðast á mig.“ Maðurinn, sem vinnur í OK Market, segir að hann og samstarfsfélagi hans, sem varð einnig fyrir árásinni, hafi staðið við afgreiðsluborðið þegar Mohamad hafi komið í verslunina. Hann hafi spurt manninn hvers vegna hann væri ekki að svara skilaboðunum sínum og síðan ráðist á þá. Að sögn mannsins var hann sjálfur heppinn að vera með skæri við hönd, sem hann gat gripið til svo hann gæti varist árásinni. Hann var stunginn í andlitið, en fyrir dómi útskýrði hann að hnífsoddurinn væri enn í andlitinu á honum. Hann sýndi röntgenmynd á símanum sínum því til stuðnings og sagðist ætla að láta fjarlægja oddinn bráðlega. Maðurinn sagði að eftir atvikið hafi Mohamad haldið áfram að senda hótanir í tölvupósti úr fangelsi. Hann segist ekki upplifa sama öryggi og áður þegar hann vinnur í versluninni. Þá segist hann óttast að Mohamad verði aftur frjáls maður. „Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt eða barn dómarans. Hann mun gera allt.“ Málið mjög þungbært Hinn maðurinn sem varð fyrir árásinni gaf einnig skýrslu fyrir dómi í morgun. Hann sagði málið hafa haft þungbær áhrif fyrir sig, og honum þætti erfitt að mæta fyrir dóminn. „Núna er allt neikvætt fyrir framan mig. Ég hef aldrei orðið fyrir svoleiðis áður,“ sagði hann. „Strákurinn minn er alltaf að spyrja hvort þessi eða hinn sé ógnandi maðurinn sem réðst á mig.“ „Óútreiknanlegur maður með mikla ofbeldissögu“ Mohamad Kourani er ekki bara ákærður fyrir árásina í OK Market heldur varðar dómsmálið líka ákærur er varða brot gegn lögregluþjónum og fangavörðum. Hann er til að mynda ákærður fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti. Sá lögreglumaður gaf vitni fyrir dómi í morgun. Að sögn lögreglumannsins sagði Muhamad ítrekað: „I will kill you and your family,“ eða „Ég mun drepa þig og fjölskyldu þína.“ „Þetta er mjög óútreiknanlegur maður með mikla ofbeldissögu. Ég tók þess vegna þessum hótunum alvarlega,“ sagði lögreglumaðurinn.
Dómsmál Reykjavík Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Hlaut dóm á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásar Mohamad Kourani, sýrlenskur karlmaður sem ítrekað hefur komist í kast við lögin, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stunguárásar í OK Market í Valshverfinu í þann 7. mars. Sléttri viku eftir árásina var hann dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og fleiri brot. 5. apríl 2024 16:10 Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20 Hrækti á lögreglumenn og hótaði að myrða vararíkissaksóknara Karlmaður var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir fjöldan allan af hegningarlagabrotum, þar á meðal fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hrækja ítrekað á lögreglumenn og að hóta að myrða vararíkissaksóknara. 20. júní 2022 11:57 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Hlaut dóm á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásar Mohamad Kourani, sýrlenskur karlmaður sem ítrekað hefur komist í kast við lögin, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stunguárásar í OK Market í Valshverfinu í þann 7. mars. Sléttri viku eftir árásina var hann dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og fleiri brot. 5. apríl 2024 16:10
Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20
Hrækti á lögreglumenn og hótaði að myrða vararíkissaksóknara Karlmaður var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir fjöldan allan af hegningarlagabrotum, þar á meðal fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hrækja ítrekað á lögreglumenn og að hóta að myrða vararíkissaksóknara. 20. júní 2022 11:57
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent