Neil Gaiman sakaður um kynferðisofbeldi Árni Sæberg skrifar 4. júlí 2024 07:54 Neil Gaiman neitar sök. Daniel Zuchnik/Getty Neil Gaiman, heimsfrægur höfundur bóka á borð við The Sandman og Good Omens, hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi af tveimur konum. Konurnar tvær segja hann hafa beitt þær ofbeldi þegar þær voru 20 og 21 árs og í sambandi með honum. Gaiman þvertekur fyrir að hafa nokkuð gert af sér. Þetta kemur fram í hlaðvarpsþáttaseríu hlaðvarpsins Tortoise, sem stýrt er af Rachel Johnson, systur Boris nokkurs Johnsons. 21 árs gömul barnapía Í frétt Tortoise segir að mál annarrar konunnar sé enn til rannsóknar á Nýja-Sjálandi, þar sem Gaiman býr, en hún hafi sakað hann um ítrekuð kynferðisbrot yfir nokkurra vikna tímabil árið 2022. Þau hafi kynnst þegar hún var barnapía barna hans, 21 árs gömul. Hann hafi haft við hana gróft og niðurlægjandi samræði án hennar samþykkis. Hann haldi því hins vegar fram að um saklaust samband hafi verið að ræða og þau hafi aldrei stundað samræði heldur aðeins önnur kynmök. Átján ára á bókamessu Í frétt Tortoise er haft eftir hinni konunni að þau Gaiman hafi kynnst á bókamessu í Sarasóta í Bandaríkjunum árið 2003, þegar hún var aðeins átján ára gömul. Þau hafi farið að slá sér upp saman þegar hún var tvítug og hann á miðjum fimmtugsaldri. Hann hafi haft við hana gróft og sársaukafullt samræði, sem hún hafi hvorki viljað né notið. Í eitt skipti hafi hann haft við hana samræði þegar hún hafði gagngert beðið hann um að gera það ekki þar sem hún hafi verið með sársaukafulla þvagfærasýkingu. Eftirsjá og falskar minningar Sem áður segir hefur Gaiman neitað öllum ásökunum um kynferðisbrot. Tortoise hefur eftir heimildum sínum að hann beri fyrir sig að fyrrnefnda konan sé haldin ranghugmyndum byggðum á fölskum minningum. Sú síðarnefnda sé haldin eftirsjá vegna sambands þeirra. Neil Gaiman er einn þekktasti rithöfundur samtímans en hann er bæði þekktur fyrir teiknimyndaseríur og skáldsögur. Teiknimyndaserían The Sandman er sennilega hans þekktasta verk en Netflix framleiðir nú sjónvarpsþætti byggða á seríunni. Þá hafa bækurnar Kóralína og Stardust verið kvikmyndaðar og bókunum Good Omens og American Gods hafa verið gerð skil í sjónvarpsþáttaseríum. Kynferðisofbeldi Bókmenntir Nýja-Sjáland Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Þetta kemur fram í hlaðvarpsþáttaseríu hlaðvarpsins Tortoise, sem stýrt er af Rachel Johnson, systur Boris nokkurs Johnsons. 21 árs gömul barnapía Í frétt Tortoise segir að mál annarrar konunnar sé enn til rannsóknar á Nýja-Sjálandi, þar sem Gaiman býr, en hún hafi sakað hann um ítrekuð kynferðisbrot yfir nokkurra vikna tímabil árið 2022. Þau hafi kynnst þegar hún var barnapía barna hans, 21 árs gömul. Hann hafi haft við hana gróft og niðurlægjandi samræði án hennar samþykkis. Hann haldi því hins vegar fram að um saklaust samband hafi verið að ræða og þau hafi aldrei stundað samræði heldur aðeins önnur kynmök. Átján ára á bókamessu Í frétt Tortoise er haft eftir hinni konunni að þau Gaiman hafi kynnst á bókamessu í Sarasóta í Bandaríkjunum árið 2003, þegar hún var aðeins átján ára gömul. Þau hafi farið að slá sér upp saman þegar hún var tvítug og hann á miðjum fimmtugsaldri. Hann hafi haft við hana gróft og sársaukafullt samræði, sem hún hafi hvorki viljað né notið. Í eitt skipti hafi hann haft við hana samræði þegar hún hafði gagngert beðið hann um að gera það ekki þar sem hún hafi verið með sársaukafulla þvagfærasýkingu. Eftirsjá og falskar minningar Sem áður segir hefur Gaiman neitað öllum ásökunum um kynferðisbrot. Tortoise hefur eftir heimildum sínum að hann beri fyrir sig að fyrrnefnda konan sé haldin ranghugmyndum byggðum á fölskum minningum. Sú síðarnefnda sé haldin eftirsjá vegna sambands þeirra. Neil Gaiman er einn þekktasti rithöfundur samtímans en hann er bæði þekktur fyrir teiknimyndaseríur og skáldsögur. Teiknimyndaserían The Sandman er sennilega hans þekktasta verk en Netflix framleiðir nú sjónvarpsþætti byggða á seríunni. Þá hafa bækurnar Kóralína og Stardust verið kvikmyndaðar og bókunum Good Omens og American Gods hafa verið gerð skil í sjónvarpsþáttaseríum.
Kynferðisofbeldi Bókmenntir Nýja-Sjáland Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira