Býður þingmönnum að „fá hrollkaldan veruleikan í andlitið“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júlí 2024 15:52 Vísir/Arnar Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar vill bjóða þingmönnum og ráðherrum í útsýnisferð um Flóttamannaleiðina til að þeir fái að sjá hve slæmt ástandið á henni sé orðið. Hann segir jafnframt rangt að Garðabær komi til með að greiða stærri hluta kostnaðar við uppbyggingu á Flóttamannaleiðinni þegar hún tengist Urriðaholti, líkt og fulltrúi minnihlutans hélt fram í dag. Vegurinn sé í eigu ríkisins sem beri alla ábyrgð á viðhaldi og uppbyggingu. Baldur Svavarsson, fulltrúi í skipulagsnefnd fyrir minnihluta bæjarstjórnar í Garðabæ, sagði í viðtali við Vísi í morgun að bæjaryfirvöld biði eftir samkomulagi við Vegagerðina um viðgerð á leiðinni áður en hafnar yrðu framkvæmdir við að tengja hana Urriðaholti. Hann hélt því fram að meirihluti bæjarstjórnar hefði sofið á verðinum og að þennan vanda hefði mátt sjá fyrir hefði betur verið staðið að skipulagsmálum. Bæjarstjórn ekki sofið á vaktinni Almar segir Baldur fara með rangt mál og að framhaldið sé alfarið í höndum Vegagerðarinnar og íslenska ríkisins. „Það er allt á hreinu hvað Garðabæ snertir í þessu og berst þá fyrir umræddan skipulagsnefndarfulltrúa og aðra að fara þarna upp eftir og skoða hvernig göturnar liggja. Því að það er nánast búið að leggja þessar götur báðar tvær út úr hverfinu. Það vantar bara að ná samkomulagi við Vegagerðina um að tengja,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir meirihlutann ekki sofið á vaktinni. Gert hafi verið ráð fyrir þessum tengingum frá upphafi. „Garðabær hefur ekki sofið á sinni vakt. Við höfum gert ráð fyrir þessum tengingum. Mér þykir miður að þær séu ekki komnar en það er við eigenda vegarins, sem er Vegagerðin, að sakast í því og þau bera við fjárskorti,“ segir Almar. Hrollkaldur veruleikinn í andlitið Almar vill bjóða þingmönnum í útsýnisferð um Flóttamannaleiðina og segist ætla að hlutast til um það. „Þá fá þau hrollkaldan veruleikan í andlitið að ásigkomulag vegarins er ekki bjóðandi. Þá verða þau að stíga inn í,“ segir hann. Almar segir jafnframt að vegurinn sé orðinn fjölfarinn og mikilvæg tenging innan höfuðborgarsvæðisins. Það sé því brýnna að aðhafast eitthvað í ástandi vegarins áður en illa fer. „Þess þá heldur þarf að setja plön um uppbyggingu á honum í miklu meiri forgang en nú er,“ segir hann. Garðabær Vegagerð Samgöngur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Hann segir jafnframt rangt að Garðabær komi til með að greiða stærri hluta kostnaðar við uppbyggingu á Flóttamannaleiðinni þegar hún tengist Urriðaholti, líkt og fulltrúi minnihlutans hélt fram í dag. Vegurinn sé í eigu ríkisins sem beri alla ábyrgð á viðhaldi og uppbyggingu. Baldur Svavarsson, fulltrúi í skipulagsnefnd fyrir minnihluta bæjarstjórnar í Garðabæ, sagði í viðtali við Vísi í morgun að bæjaryfirvöld biði eftir samkomulagi við Vegagerðina um viðgerð á leiðinni áður en hafnar yrðu framkvæmdir við að tengja hana Urriðaholti. Hann hélt því fram að meirihluti bæjarstjórnar hefði sofið á verðinum og að þennan vanda hefði mátt sjá fyrir hefði betur verið staðið að skipulagsmálum. Bæjarstjórn ekki sofið á vaktinni Almar segir Baldur fara með rangt mál og að framhaldið sé alfarið í höndum Vegagerðarinnar og íslenska ríkisins. „Það er allt á hreinu hvað Garðabæ snertir í þessu og berst þá fyrir umræddan skipulagsnefndarfulltrúa og aðra að fara þarna upp eftir og skoða hvernig göturnar liggja. Því að það er nánast búið að leggja þessar götur báðar tvær út úr hverfinu. Það vantar bara að ná samkomulagi við Vegagerðina um að tengja,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir meirihlutann ekki sofið á vaktinni. Gert hafi verið ráð fyrir þessum tengingum frá upphafi. „Garðabær hefur ekki sofið á sinni vakt. Við höfum gert ráð fyrir þessum tengingum. Mér þykir miður að þær séu ekki komnar en það er við eigenda vegarins, sem er Vegagerðin, að sakast í því og þau bera við fjárskorti,“ segir Almar. Hrollkaldur veruleikinn í andlitið Almar vill bjóða þingmönnum í útsýnisferð um Flóttamannaleiðina og segist ætla að hlutast til um það. „Þá fá þau hrollkaldan veruleikan í andlitið að ásigkomulag vegarins er ekki bjóðandi. Þá verða þau að stíga inn í,“ segir hann. Almar segir jafnframt að vegurinn sé orðinn fjölfarinn og mikilvæg tenging innan höfuðborgarsvæðisins. Það sé því brýnna að aðhafast eitthvað í ástandi vegarins áður en illa fer. „Þess þá heldur þarf að setja plön um uppbyggingu á honum í miklu meiri forgang en nú er,“ segir hann.
Garðabær Vegagerð Samgöngur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira