Býður þingmönnum að „fá hrollkaldan veruleikan í andlitið“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júlí 2024 15:52 Vísir/Arnar Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar vill bjóða þingmönnum og ráðherrum í útsýnisferð um Flóttamannaleiðina til að þeir fái að sjá hve slæmt ástandið á henni sé orðið. Hann segir jafnframt rangt að Garðabær komi til með að greiða stærri hluta kostnaðar við uppbyggingu á Flóttamannaleiðinni þegar hún tengist Urriðaholti, líkt og fulltrúi minnihlutans hélt fram í dag. Vegurinn sé í eigu ríkisins sem beri alla ábyrgð á viðhaldi og uppbyggingu. Baldur Svavarsson, fulltrúi í skipulagsnefnd fyrir minnihluta bæjarstjórnar í Garðabæ, sagði í viðtali við Vísi í morgun að bæjaryfirvöld biði eftir samkomulagi við Vegagerðina um viðgerð á leiðinni áður en hafnar yrðu framkvæmdir við að tengja hana Urriðaholti. Hann hélt því fram að meirihluti bæjarstjórnar hefði sofið á verðinum og að þennan vanda hefði mátt sjá fyrir hefði betur verið staðið að skipulagsmálum. Bæjarstjórn ekki sofið á vaktinni Almar segir Baldur fara með rangt mál og að framhaldið sé alfarið í höndum Vegagerðarinnar og íslenska ríkisins. „Það er allt á hreinu hvað Garðabæ snertir í þessu og berst þá fyrir umræddan skipulagsnefndarfulltrúa og aðra að fara þarna upp eftir og skoða hvernig göturnar liggja. Því að það er nánast búið að leggja þessar götur báðar tvær út úr hverfinu. Það vantar bara að ná samkomulagi við Vegagerðina um að tengja,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir meirihlutann ekki sofið á vaktinni. Gert hafi verið ráð fyrir þessum tengingum frá upphafi. „Garðabær hefur ekki sofið á sinni vakt. Við höfum gert ráð fyrir þessum tengingum. Mér þykir miður að þær séu ekki komnar en það er við eigenda vegarins, sem er Vegagerðin, að sakast í því og þau bera við fjárskorti,“ segir Almar. Hrollkaldur veruleikinn í andlitið Almar vill bjóða þingmönnum í útsýnisferð um Flóttamannaleiðina og segist ætla að hlutast til um það. „Þá fá þau hrollkaldan veruleikan í andlitið að ásigkomulag vegarins er ekki bjóðandi. Þá verða þau að stíga inn í,“ segir hann. Almar segir jafnframt að vegurinn sé orðinn fjölfarinn og mikilvæg tenging innan höfuðborgarsvæðisins. Það sé því brýnna að aðhafast eitthvað í ástandi vegarins áður en illa fer. „Þess þá heldur þarf að setja plön um uppbyggingu á honum í miklu meiri forgang en nú er,“ segir hann. Garðabær Vegagerð Samgöngur Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Hann segir jafnframt rangt að Garðabær komi til með að greiða stærri hluta kostnaðar við uppbyggingu á Flóttamannaleiðinni þegar hún tengist Urriðaholti, líkt og fulltrúi minnihlutans hélt fram í dag. Vegurinn sé í eigu ríkisins sem beri alla ábyrgð á viðhaldi og uppbyggingu. Baldur Svavarsson, fulltrúi í skipulagsnefnd fyrir minnihluta bæjarstjórnar í Garðabæ, sagði í viðtali við Vísi í morgun að bæjaryfirvöld biði eftir samkomulagi við Vegagerðina um viðgerð á leiðinni áður en hafnar yrðu framkvæmdir við að tengja hana Urriðaholti. Hann hélt því fram að meirihluti bæjarstjórnar hefði sofið á verðinum og að þennan vanda hefði mátt sjá fyrir hefði betur verið staðið að skipulagsmálum. Bæjarstjórn ekki sofið á vaktinni Almar segir Baldur fara með rangt mál og að framhaldið sé alfarið í höndum Vegagerðarinnar og íslenska ríkisins. „Það er allt á hreinu hvað Garðabæ snertir í þessu og berst þá fyrir umræddan skipulagsnefndarfulltrúa og aðra að fara þarna upp eftir og skoða hvernig göturnar liggja. Því að það er nánast búið að leggja þessar götur báðar tvær út úr hverfinu. Það vantar bara að ná samkomulagi við Vegagerðina um að tengja,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir meirihlutann ekki sofið á vaktinni. Gert hafi verið ráð fyrir þessum tengingum frá upphafi. „Garðabær hefur ekki sofið á sinni vakt. Við höfum gert ráð fyrir þessum tengingum. Mér þykir miður að þær séu ekki komnar en það er við eigenda vegarins, sem er Vegagerðin, að sakast í því og þau bera við fjárskorti,“ segir Almar. Hrollkaldur veruleikinn í andlitið Almar vill bjóða þingmönnum í útsýnisferð um Flóttamannaleiðina og segist ætla að hlutast til um það. „Þá fá þau hrollkaldan veruleikan í andlitið að ásigkomulag vegarins er ekki bjóðandi. Þá verða þau að stíga inn í,“ segir hann. Almar segir jafnframt að vegurinn sé orðinn fjölfarinn og mikilvæg tenging innan höfuðborgarsvæðisins. Það sé því brýnna að aðhafast eitthvað í ástandi vegarins áður en illa fer. „Þess þá heldur þarf að setja plön um uppbyggingu á honum í miklu meiri forgang en nú er,“ segir hann.
Garðabær Vegagerð Samgöngur Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira