Fjöldi erlendra meintra gerenda nær tvöfaldaðist á tveimur árum Árni Sæberg skrifar 5. júlí 2024 14:01 Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Árið 2020 voru 52 karlmenn með erlent ríkisfang grunaðir um kynferðisbrot hér á landi. Tveimur árum síðar voru þeir eitt hundrað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ingibjargar Isaksen, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, um meðferð ákæruvalds í kynferðisbrotamálum. Fyrsti liður fyrirspurnarinnar hljóðaði svo: Hversu mörg mál sem vörðuðu ætluð kynferðisbrot voru tilkynnt til lögreglu á árunum 2020, 2021 og 2022? Svar óskast sundurliðað eftir þjóðerni og kyni meintra þolenda og gerenda. Brotum fjölgaði um 102 Í svarinu segir að í töflu eitt, sem sjá má hér að neðan, megi sjá fjölda skráðra kynferðisbrota og fjölda mála á árunum 2020 til 2022. Miðað sé við dagsetningu tilkynningar en athuga beri að brot kann að hafa átt sér stað á öðrum tíma en tilkynnt er. Í töflunni má sjá að á milli 2020 og 2022 fjölgaði tilkynntum kynferðisbrotum um 102 og tilkynntum málum um 109. Erlendum körlum fjölgaði mikið en konum fækkaði Í töflu 2 komi fram fjöldi einstaklinga með erlent ríkisfang sem grunaðir voru um kynferðisbrot á árunum 2020 til 2022 eftir kyni. Í töflunni má sjá að á milli 2020 og 2022 fjölgaði karlmönnum með erlent ríkisfang sem grunaðir voru um kynferðisbrot um 48 milli ára. Það gerir um 92 prósent fjölgun á tveimur árum. Erlendum konum sem grunaðar eru um það sama fækkaði hins vegar úr sex í tvær. Íslenskir karlmenn miklu fleiri en fjölgaði minna Í töflu þrjú megi sjá fjölda einstaklinga með íslenskt ríkisfang sem grunaðir voru um kynferðisbrot á árunum 2020 til 2022 eftir kyni. Hafa beri í huga að í töflu eitt kemur fram heildarfjöldi brota en í töflum tvö og þrjú fjöldi grunaðra einstaklinga. Það sé ekki vitað í öllum málum hver hinn grunaði er og því sé heildarfjöldi í töflu eitt hærri en samtala fjölda grunaðra í töflum tvö og þrjú. Í töflunni má sjá að íslenskum karlmönnum sem grunaðir voru um kynferðisbrot fjölgaði um 36 milli 2020 og 2022. Það gerir fjölgun upp á þrettán prósent. Fjöldi kvenna sem grunaður er um kynferðisbrot helst nokkuð stöðugur milli áranna þriggja. Konur afgerandi meirihluti brotaþola Í töflu fjögur megi sjá fjöldi brotaþola fyrir árin 2020 til 2022 eftir kyni og hvort ríkisfang var erlent. Það athugist að ekki séu aðgengilegar umbeðnar upplýsingar varðandi brotaþola í öllum málum á árunum 2020 til 2022 vegna þess með hvaða hætti skráning í kerfi lögreglu var framkvæmd. Kynferðisofbeldi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ingibjargar Isaksen, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, um meðferð ákæruvalds í kynferðisbrotamálum. Fyrsti liður fyrirspurnarinnar hljóðaði svo: Hversu mörg mál sem vörðuðu ætluð kynferðisbrot voru tilkynnt til lögreglu á árunum 2020, 2021 og 2022? Svar óskast sundurliðað eftir þjóðerni og kyni meintra þolenda og gerenda. Brotum fjölgaði um 102 Í svarinu segir að í töflu eitt, sem sjá má hér að neðan, megi sjá fjölda skráðra kynferðisbrota og fjölda mála á árunum 2020 til 2022. Miðað sé við dagsetningu tilkynningar en athuga beri að brot kann að hafa átt sér stað á öðrum tíma en tilkynnt er. Í töflunni má sjá að á milli 2020 og 2022 fjölgaði tilkynntum kynferðisbrotum um 102 og tilkynntum málum um 109. Erlendum körlum fjölgaði mikið en konum fækkaði Í töflu 2 komi fram fjöldi einstaklinga með erlent ríkisfang sem grunaðir voru um kynferðisbrot á árunum 2020 til 2022 eftir kyni. Í töflunni má sjá að á milli 2020 og 2022 fjölgaði karlmönnum með erlent ríkisfang sem grunaðir voru um kynferðisbrot um 48 milli ára. Það gerir um 92 prósent fjölgun á tveimur árum. Erlendum konum sem grunaðar eru um það sama fækkaði hins vegar úr sex í tvær. Íslenskir karlmenn miklu fleiri en fjölgaði minna Í töflu þrjú megi sjá fjölda einstaklinga með íslenskt ríkisfang sem grunaðir voru um kynferðisbrot á árunum 2020 til 2022 eftir kyni. Hafa beri í huga að í töflu eitt kemur fram heildarfjöldi brota en í töflum tvö og þrjú fjöldi grunaðra einstaklinga. Það sé ekki vitað í öllum málum hver hinn grunaði er og því sé heildarfjöldi í töflu eitt hærri en samtala fjölda grunaðra í töflum tvö og þrjú. Í töflunni má sjá að íslenskum karlmönnum sem grunaðir voru um kynferðisbrot fjölgaði um 36 milli 2020 og 2022. Það gerir fjölgun upp á þrettán prósent. Fjöldi kvenna sem grunaður er um kynferðisbrot helst nokkuð stöðugur milli áranna þriggja. Konur afgerandi meirihluti brotaþola Í töflu fjögur megi sjá fjöldi brotaþola fyrir árin 2020 til 2022 eftir kyni og hvort ríkisfang var erlent. Það athugist að ekki séu aðgengilegar umbeðnar upplýsingar varðandi brotaþola í öllum málum á árunum 2020 til 2022 vegna þess með hvaða hætti skráning í kerfi lögreglu var framkvæmd.
Kynferðisofbeldi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira