Hvað verður um Kára? Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 5. júlí 2024 14:01 Í Kópavogi býr sjö manna fjölskylda. Foreldrar, unglingur í menntaskóla, þrjú börn í Kópavogsskóla og svo er það Kári. Hann er krullhærður tveggja ára snáði sem elskar bæjarlistamanninn Herra Hnetusmjör. Og Spiderman. Hann hefur líka sérstakan áhuga á strætó og sjúkra- og slökkvibílum og hefur yndi af því að fara í gönguferðir með ömmu sinni og skoða blóm og fugla. Eins og gefur að skilja dugar ekkert minna en tvær fyrirvinnur til að greiða af húsnæðislánum sem eru ekki beint hagfelld ungu fólki og til að greiða fyrir síhækkandi matarkörfur, æfingagjöld í fótbolta, í skátunum og fimleikum. Til allrar óhamingju hefur Kári ekki enn fengið pláss á leikskóla í Kópavogi þó yfirstjórn bæjarins haldi því fram að öll börn 16 mánaða og eldri hafi nú þegar fengið pláss. Jafnvel þó innritunarfulltrúi bæjarins hafi gefið loforð um dagvistun í mars þá hafa endurtekin símtöl ekki skilað neinu nema bulli. Slegið er í og úr. Eitt í dag og annað á morgun. Ég er farin að halda að gæðastjórnunarkerfi bæjarins sé óvirkt. Síðasta samtal við fulltrúann endaði á þeim orðum að foreldrarnir gætu haft samband eftir sumarfrí í ágúst til að athuga hvort fundist hefur pláss fyrir barnið en það standi svo til að opna nýjan leikskóla í allt öðru hverfi í Kópavogi upphafi árs 2025. Við sem þekkjum regluna um tafir í opinberum framkvæmdum vitum hver raunveruleikinn verður. Ekki verður annað ráðið af þessum svörum að það þyki viðunandi lausn í Kópavogi að börn séu að verða þriggja ára eða komin á fjórða ár þegar þau loks fá pláss í leikskóla. Kópavogsbær kom á nýrri stefnu í leikskólamálum á síðasta ári. Fulltrúar meirihlutans hafa stært sig af henni æ síðan og stráð hana glimmeri og hnýtt hana rauðum borðum. Það hefur reyndar gleymst að gera grein fyrir neikvæðu hliðunum s.s. kostnaðarauka þeirra sem eru ekki í aðstöðu til að stytta vinnudagana sína í rúma 5 tíma en það er önnur saga. Nú er beinlínis logið til um árangurinn í Kópavogi. Rúmlega tveggja ára Kári, systkin hans fjögur og foreldrar hafa, þrátt fyrir loforð og yfirlýsingar, ekkert fast í hendi um að hann fái inni í leikskóla næsta vetur sem er forsenda þess að framfæra þessa fjölskyldu. Það er hin raunverulega birtingarmynd af leikskólamálum í Kópavogi. Höfundur er Kópvogsbúi og amma hans Kára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Í Kópavogi býr sjö manna fjölskylda. Foreldrar, unglingur í menntaskóla, þrjú börn í Kópavogsskóla og svo er það Kári. Hann er krullhærður tveggja ára snáði sem elskar bæjarlistamanninn Herra Hnetusmjör. Og Spiderman. Hann hefur líka sérstakan áhuga á strætó og sjúkra- og slökkvibílum og hefur yndi af því að fara í gönguferðir með ömmu sinni og skoða blóm og fugla. Eins og gefur að skilja dugar ekkert minna en tvær fyrirvinnur til að greiða af húsnæðislánum sem eru ekki beint hagfelld ungu fólki og til að greiða fyrir síhækkandi matarkörfur, æfingagjöld í fótbolta, í skátunum og fimleikum. Til allrar óhamingju hefur Kári ekki enn fengið pláss á leikskóla í Kópavogi þó yfirstjórn bæjarins haldi því fram að öll börn 16 mánaða og eldri hafi nú þegar fengið pláss. Jafnvel þó innritunarfulltrúi bæjarins hafi gefið loforð um dagvistun í mars þá hafa endurtekin símtöl ekki skilað neinu nema bulli. Slegið er í og úr. Eitt í dag og annað á morgun. Ég er farin að halda að gæðastjórnunarkerfi bæjarins sé óvirkt. Síðasta samtal við fulltrúann endaði á þeim orðum að foreldrarnir gætu haft samband eftir sumarfrí í ágúst til að athuga hvort fundist hefur pláss fyrir barnið en það standi svo til að opna nýjan leikskóla í allt öðru hverfi í Kópavogi upphafi árs 2025. Við sem þekkjum regluna um tafir í opinberum framkvæmdum vitum hver raunveruleikinn verður. Ekki verður annað ráðið af þessum svörum að það þyki viðunandi lausn í Kópavogi að börn séu að verða þriggja ára eða komin á fjórða ár þegar þau loks fá pláss í leikskóla. Kópavogsbær kom á nýrri stefnu í leikskólamálum á síðasta ári. Fulltrúar meirihlutans hafa stært sig af henni æ síðan og stráð hana glimmeri og hnýtt hana rauðum borðum. Það hefur reyndar gleymst að gera grein fyrir neikvæðu hliðunum s.s. kostnaðarauka þeirra sem eru ekki í aðstöðu til að stytta vinnudagana sína í rúma 5 tíma en það er önnur saga. Nú er beinlínis logið til um árangurinn í Kópavogi. Rúmlega tveggja ára Kári, systkin hans fjögur og foreldrar hafa, þrátt fyrir loforð og yfirlýsingar, ekkert fast í hendi um að hann fái inni í leikskóla næsta vetur sem er forsenda þess að framfæra þessa fjölskyldu. Það er hin raunverulega birtingarmynd af leikskólamálum í Kópavogi. Höfundur er Kópvogsbúi og amma hans Kára.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun