Sjáðu fernu og dans Viktors, Valsara í stuði og tæpt jöfnunarmark KR Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2024 21:46 Adam Ægir Pálsson og Patrick Pedersen skoruðu þrjú af fjórum mörkum Vals í kvöld. vísir/Diego Skagamenn skoruðu átta mörk í lygilegum sigri á HK í dag, og Valsmenn komust nær toppnum með öruggum sigri á Fylki. Mörkin úr öllum fjórum leikjum dagsins í Bestu deild karla má nú sjá á Vísi. ÍA vann HK 8-0 á Írskum dögum á Akranesi og þar skoraði Viktor Jónsson fernu, sem hann fagnaði að lokum vel með frábærum danssporum. Jón Gísli Eyland Gíslason skoraði tvö marka ÍA og þeir Erik Tobias Sandberg og Johannes Vall sitt markið hvor. Klippa: Mörkin úr leik ÍA og HK Valsmenn unnu 4-0 sigur gegn botnliði Fylkis og eru nú fimm stigum á eftir Víkingum í titilbaráttunni. Gylfi Þór Sigurðsson kom Val yfir með skoti úr teignum, og var staðan 1-0 í hálfleik. Hann lagði svo upp mark fyrir Patrick Pedersen snemma í seinni hálfleik, áður en Adam Ægir Pálsson bætti við þriðja markinu og sínu fyrsta á þessari leiktíð. Pedersen bætti svo við öðru marki sínu, eftir undirbúning Guðmundar Andra Tryggvasonar. Patrick fylgir því Viktori fast eftir í baráttunni um markakóngstitilinn, en Viktor er kominn með 12 mörk og Patrick 11. Klippa: Mörk Vals gegn Fylki Vestri og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli á Ísafirði. Blikar komust yfir úr vítaspyrnu Höskuldar Gunnlaugssonar á 16. mínútu en heimamenn jöfnuðu metin skömmu síðar eftir hornspyrnu, með marki Sergine Fall. Gestirnir úr Kópavogi komust aftur yfir snemma í seinni hálfleik, með marki Daniel Obbekjær, en Benedikt Warén sá til þess að Vestri fengi sitt fyrsta stig á nýja heimavellinum á Ísafirði. Klippa: Mörk Vestra og Breiðabliks Loks gerðu KR og Stjarnan 1-1 jafntefli í Vesturbænum, þar sem minnstu mátti muna að Stjarnan færi heim með öll þrjú stigin. Haukur Örn Brink kom gestunum yfir á 35. mínútu, þegar þeir tóku aukaspyrnu fljótt og nýttu sér værukærð KR-inga. KR náði hins vegar að jafna seint í uppbótartíma, með marki Axels Óskars Andréssonar, en eins og sjá má mátti minnstu muna að boltinn færi ekki allur yfir línuna. Klippa: Mörk KR og Stjörnunnar Besta deild karla ÍA HK Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars Sjá meira
ÍA vann HK 8-0 á Írskum dögum á Akranesi og þar skoraði Viktor Jónsson fernu, sem hann fagnaði að lokum vel með frábærum danssporum. Jón Gísli Eyland Gíslason skoraði tvö marka ÍA og þeir Erik Tobias Sandberg og Johannes Vall sitt markið hvor. Klippa: Mörkin úr leik ÍA og HK Valsmenn unnu 4-0 sigur gegn botnliði Fylkis og eru nú fimm stigum á eftir Víkingum í titilbaráttunni. Gylfi Þór Sigurðsson kom Val yfir með skoti úr teignum, og var staðan 1-0 í hálfleik. Hann lagði svo upp mark fyrir Patrick Pedersen snemma í seinni hálfleik, áður en Adam Ægir Pálsson bætti við þriðja markinu og sínu fyrsta á þessari leiktíð. Pedersen bætti svo við öðru marki sínu, eftir undirbúning Guðmundar Andra Tryggvasonar. Patrick fylgir því Viktori fast eftir í baráttunni um markakóngstitilinn, en Viktor er kominn með 12 mörk og Patrick 11. Klippa: Mörk Vals gegn Fylki Vestri og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli á Ísafirði. Blikar komust yfir úr vítaspyrnu Höskuldar Gunnlaugssonar á 16. mínútu en heimamenn jöfnuðu metin skömmu síðar eftir hornspyrnu, með marki Sergine Fall. Gestirnir úr Kópavogi komust aftur yfir snemma í seinni hálfleik, með marki Daniel Obbekjær, en Benedikt Warén sá til þess að Vestri fengi sitt fyrsta stig á nýja heimavellinum á Ísafirði. Klippa: Mörk Vestra og Breiðabliks Loks gerðu KR og Stjarnan 1-1 jafntefli í Vesturbænum, þar sem minnstu mátti muna að Stjarnan færi heim með öll þrjú stigin. Haukur Örn Brink kom gestunum yfir á 35. mínútu, þegar þeir tóku aukaspyrnu fljótt og nýttu sér værukærð KR-inga. KR náði hins vegar að jafna seint í uppbótartíma, með marki Axels Óskars Andréssonar, en eins og sjá má mátti minnstu muna að boltinn færi ekki allur yfir línuna. Klippa: Mörk KR og Stjörnunnar
Besta deild karla ÍA HK Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars Sjá meira