Hans syrgir pabba sinn en fer 42 ára á ÓL Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2024 23:30 Hans Lindberg fer á Ólympíuleikana í sumar, sextán árum eftir að hafa farið í fyrsta sinn á Ólympíuleika. EPA-EFE/Stian Lysberg Solum Hans Óttar Lindberg er óvænt á leiðinni á Ólympíuleikana í París, 42 ára gamall. Það skiptast á skin og skúrir hjá þessum íslenskættaða handboltamanni sem á dögunum missti pabba sinn, Tómas Erling Lindberg Hansson. Eftir fjölmörg stórmót með danska landsliðinu og langan feril í bestu landsdeild heims, þeirri þýsku, er farið að síga á seinni hlutann á handboltaferli Hans. Engu að síður er hann á leiðinni á Ólympíuleika, eftir að hafa í fyrsta sinn spilað á Ólympíuleikum í Peking 2008, fyrir sextán árum síðan. Íslenskt handboltaáhugafólk þekkir vel til Hans, sem fyrir rúmu ári sló ótrúlegt met með því að verða markahæstur í sögu þýsku 1. deildarinnar. Foreldrar Hans eru úr Hafnarfirði, þau Sigrún Sigurðardóttir og Tómas, en eins og fyrr segir féll Tómas frá í lok síðasta mánaðar. Hans minntist pabba síns í skrifum á Facebook: „Pabbi minn, hinn góði afi strákanna og maðurinn sem móðir mín elskaði, lést óvænt fimmtudaginn 27. júní. Hans verður saknað alveg svakalega mikið af fjölda fólks sem bæði hann elskaði og sem elskaði hann.“ Hans Lindberg hefur mætt íslenska landsliðinu á handboltavellinum, til að mynda á EM í Svíþjóð 2020, þar sem hann sagði foreldra sína enn styðja íslenska liðið. Vegna fráfalls Tómasar missti Hans af fyrstu æfingum danska landsliðsins í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana, þegar þjálfarinn Nikolaj Jacobsen átti enn eftir að tilkynna 14 manna ólympíuhóp sinn. Þegar hópurinn var svo tilkynntur var Hans ekki á listanum, en í dag varð ljóst að hann færi engu að síður til Parísar, vegna ökklameiðsla Mads Hoxer sem meiddist á æfingu danska liðsins. Hans Lindberg, sem ákvað að halda heim til Danmerkur í sumar og semja við Höj Elite í næstefstu deild Danmerkur, spilaði á Ólympíuleikunum 2008 og 2012. Hann var svo varamaður á ÓL 2016 þegar Guðmundur Guðmundsson stýrði Dönum til fyrsta ólympíumeistaratitilsins, en liðið vann silfur í Tókýó fyrir þremur árum. Hans Lindberg er eini eiginlegi hægri hornamaðurinn í danska hópnum en Niclas Kirkelökke getur einnig leyst þá stöðu. Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Enski boltinn Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Eftir fjölmörg stórmót með danska landsliðinu og langan feril í bestu landsdeild heims, þeirri þýsku, er farið að síga á seinni hlutann á handboltaferli Hans. Engu að síður er hann á leiðinni á Ólympíuleika, eftir að hafa í fyrsta sinn spilað á Ólympíuleikum í Peking 2008, fyrir sextán árum síðan. Íslenskt handboltaáhugafólk þekkir vel til Hans, sem fyrir rúmu ári sló ótrúlegt met með því að verða markahæstur í sögu þýsku 1. deildarinnar. Foreldrar Hans eru úr Hafnarfirði, þau Sigrún Sigurðardóttir og Tómas, en eins og fyrr segir féll Tómas frá í lok síðasta mánaðar. Hans minntist pabba síns í skrifum á Facebook: „Pabbi minn, hinn góði afi strákanna og maðurinn sem móðir mín elskaði, lést óvænt fimmtudaginn 27. júní. Hans verður saknað alveg svakalega mikið af fjölda fólks sem bæði hann elskaði og sem elskaði hann.“ Hans Lindberg hefur mætt íslenska landsliðinu á handboltavellinum, til að mynda á EM í Svíþjóð 2020, þar sem hann sagði foreldra sína enn styðja íslenska liðið. Vegna fráfalls Tómasar missti Hans af fyrstu æfingum danska landsliðsins í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana, þegar þjálfarinn Nikolaj Jacobsen átti enn eftir að tilkynna 14 manna ólympíuhóp sinn. Þegar hópurinn var svo tilkynntur var Hans ekki á listanum, en í dag varð ljóst að hann færi engu að síður til Parísar, vegna ökklameiðsla Mads Hoxer sem meiddist á æfingu danska liðsins. Hans Lindberg, sem ákvað að halda heim til Danmerkur í sumar og semja við Höj Elite í næstefstu deild Danmerkur, spilaði á Ólympíuleikunum 2008 og 2012. Hann var svo varamaður á ÓL 2016 þegar Guðmundur Guðmundsson stýrði Dönum til fyrsta ólympíumeistaratitilsins, en liðið vann silfur í Tókýó fyrir þremur árum. Hans Lindberg er eini eiginlegi hægri hornamaðurinn í danska hópnum en Niclas Kirkelökke getur einnig leyst þá stöðu.
Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Enski boltinn Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira