Arkitektinn sem mótaði útivistarperlurnar látinn Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2024 16:18 Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt í viðtali á bakka Árbæjarlóns með álftirnar í baksýn sumarið 2016. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Landslagsarktitektinn Reynir Vilhjálmsson er látinn, 89 ára að aldri. Fáir hafa á ferli sínum haft jafn rík áhrif og hann á mótun mannngerðra útivistarsvæða hérlendis, bæði innan borgarlandsins sem og í bæjum víða um land. „Reynir var frumkvöðull á sviði landslagsarkitektúrs á Íslandi og hefur haft mikil áhrif á íslenskt borgar- og bæjarlandslag og skipulag sem notið verður um ókomna tíð,” segir í minningarorðum á heimasíðu Félags íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA, en Reynir var þar heiðursfélagi. Reynir var fæddur í Reykjavík þann 7. ágúst 1934. Hann lauk námi við Garðyrkjuskólann á Reykjum árið 1953 og framhaldsnámi frá Det Kongelige Danske Haveselskabs Anlægsgartnerskole árið 1955. Útskrifaðist síðan sem landslagsarkitekt frá Kunstakademiets Arkitektskole í Kaupmannahöfn 1961. Reynir starfaði fyrst í Danmörku að loknu námi en flutti til Íslands 1963, stofnaði fyrst teiknistofu með öðrum en hóf samhliða rekstur teiknistofu í eigin nafni og ruddi braut fyrir lítt mótaða nýja starfsgrein, segir í yfirliti Félags íslenskra landslagsarkitekta. „Reynir var afkastamikill á ferli sínum og meðal hans þekktustu verka eru skipulag Neðra-Breiðholts og Árbæjarhverfis, umhverfi Reykjalundar, Klambratún, skipulag Fákssvæðis, skrúðgarðar á Húsavík og í Hveragerði, skipulag Laugardals og Elliðaárdals, lóð Þjóðarbókhlöðunnar, græni trefillinn, skipulag á Þingvöllum og snjóflóðavarnir á Siglufirði.” Reynir bjó í nágrenni við Árbæjarlón og var sérlegur unnandi þess en hann var höfundur bókar um Elliðaárdal. Þá birtist hann nokkrum sinnum í fréttum um álftaparið sem áður varp við lónið. Það má rifja má upp hér: Reynir var einn stofnenda Félags íslenskra landslagsarkitekta 1978 og fyrsti formaður félagsins. Hann var virkur félagi og stjórnarmaður í Skógræktarfélagi Reykjavíkur, söng með Karlakórnum Stefni, stundaði skíðaíþróttina með Val fram eftir aldri og hestamennsku í Fáki um langt árabil. Þá var hann einn af stofnendum íþróttafélagsins Fylkis. Reynir hlaut fjölda viðurkenninga fyrir verk sín og ævistarf. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2010 fyrir frumherjastörf við skipulag og mótun umhverfis sama ár og hann var sæmdur heiðursverðlaunum garðyrkjunnar. Þá hafa verk hans unnið til verðlauna á alþjóðavísu. Reynir var mikill húmóristi eins og birtist í þessari frétt: Reynir var kvæntur Svanfríði Gunnlaugsdóttur sem lést 2004. Þau eignuðust þrjú börn, Höllu sem starfaði sem bókari, Valdimar skógfræðing og Steinunni garðyrkjufræðing. Barnabörnin eru sjö og barnabarnabörnin sjö. Eftirlifandi sambýliskona Reynis er Sigríður Jóhannsdóttir tækniteiknari. Reynir var góður vatnslitamálari og bætti í þá iðju eftir starfslok. Hann hélt sýningu á Siglufirði 2019 þar sem viðfangsefnið var snjóflóðavarnargarðar þar í bæ og árið 2021 hélt hann sýningu í bókasafni Árbæjar undir heitinu Árbæjarlónið sem var. Í sýningunni fólust mótmæli gegn þeirri ákvörðun borgaryfirvalda og Orkuveitu Reykjavíkur að láta tæma lónið, en skoðun sinni lýsti hann einnig í þessari frétt: Andlát Arkitektúr Skipulag Tengdar fréttir Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. 14. nóvember 2020 22:01 Álftin á Árbæjarlóni rekur gæsirnar burt Álftarparið á Árbæjarlóni er sérlegur gleðigjafi þeirra sem leið eiga um Elliðaárdal þessa dagana, en um þetta leyti árs kemur venjulega í ljós hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 11. júní 2019 22:55 Náði sér í nýjan stegg þegar sá gamli var orðinn slappur Álftarpar í Elliðaárdal syndir nú um með sex unga á lóninu við Árbæjarstíflu. Nágrannar telja að kvenfuglinn hafi yngt upp. 16. júní 2016 21:16 Uppáhaldsbygging Reynis Vilhjálms "Mér finnst margar ægifagrar byggingar á höfuðborgarsvæðinu," segir Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt. 19. október 2004 00:01 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
„Reynir var frumkvöðull á sviði landslagsarkitektúrs á Íslandi og hefur haft mikil áhrif á íslenskt borgar- og bæjarlandslag og skipulag sem notið verður um ókomna tíð,” segir í minningarorðum á heimasíðu Félags íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA, en Reynir var þar heiðursfélagi. Reynir var fæddur í Reykjavík þann 7. ágúst 1934. Hann lauk námi við Garðyrkjuskólann á Reykjum árið 1953 og framhaldsnámi frá Det Kongelige Danske Haveselskabs Anlægsgartnerskole árið 1955. Útskrifaðist síðan sem landslagsarkitekt frá Kunstakademiets Arkitektskole í Kaupmannahöfn 1961. Reynir starfaði fyrst í Danmörku að loknu námi en flutti til Íslands 1963, stofnaði fyrst teiknistofu með öðrum en hóf samhliða rekstur teiknistofu í eigin nafni og ruddi braut fyrir lítt mótaða nýja starfsgrein, segir í yfirliti Félags íslenskra landslagsarkitekta. „Reynir var afkastamikill á ferli sínum og meðal hans þekktustu verka eru skipulag Neðra-Breiðholts og Árbæjarhverfis, umhverfi Reykjalundar, Klambratún, skipulag Fákssvæðis, skrúðgarðar á Húsavík og í Hveragerði, skipulag Laugardals og Elliðaárdals, lóð Þjóðarbókhlöðunnar, græni trefillinn, skipulag á Þingvöllum og snjóflóðavarnir á Siglufirði.” Reynir bjó í nágrenni við Árbæjarlón og var sérlegur unnandi þess en hann var höfundur bókar um Elliðaárdal. Þá birtist hann nokkrum sinnum í fréttum um álftaparið sem áður varp við lónið. Það má rifja má upp hér: Reynir var einn stofnenda Félags íslenskra landslagsarkitekta 1978 og fyrsti formaður félagsins. Hann var virkur félagi og stjórnarmaður í Skógræktarfélagi Reykjavíkur, söng með Karlakórnum Stefni, stundaði skíðaíþróttina með Val fram eftir aldri og hestamennsku í Fáki um langt árabil. Þá var hann einn af stofnendum íþróttafélagsins Fylkis. Reynir hlaut fjölda viðurkenninga fyrir verk sín og ævistarf. Hann var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2010 fyrir frumherjastörf við skipulag og mótun umhverfis sama ár og hann var sæmdur heiðursverðlaunum garðyrkjunnar. Þá hafa verk hans unnið til verðlauna á alþjóðavísu. Reynir var mikill húmóristi eins og birtist í þessari frétt: Reynir var kvæntur Svanfríði Gunnlaugsdóttur sem lést 2004. Þau eignuðust þrjú börn, Höllu sem starfaði sem bókari, Valdimar skógfræðing og Steinunni garðyrkjufræðing. Barnabörnin eru sjö og barnabarnabörnin sjö. Eftirlifandi sambýliskona Reynis er Sigríður Jóhannsdóttir tækniteiknari. Reynir var góður vatnslitamálari og bætti í þá iðju eftir starfslok. Hann hélt sýningu á Siglufirði 2019 þar sem viðfangsefnið var snjóflóðavarnargarðar þar í bæ og árið 2021 hélt hann sýningu í bókasafni Árbæjar undir heitinu Árbæjarlónið sem var. Í sýningunni fólust mótmæli gegn þeirri ákvörðun borgaryfirvalda og Orkuveitu Reykjavíkur að láta tæma lónið, en skoðun sinni lýsti hann einnig í þessari frétt:
Andlát Arkitektúr Skipulag Tengdar fréttir Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. 14. nóvember 2020 22:01 Álftin á Árbæjarlóni rekur gæsirnar burt Álftarparið á Árbæjarlóni er sérlegur gleðigjafi þeirra sem leið eiga um Elliðaárdal þessa dagana, en um þetta leyti árs kemur venjulega í ljós hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 11. júní 2019 22:55 Náði sér í nýjan stegg þegar sá gamli var orðinn slappur Álftarpar í Elliðaárdal syndir nú um með sex unga á lóninu við Árbæjarstíflu. Nágrannar telja að kvenfuglinn hafi yngt upp. 16. júní 2016 21:16 Uppáhaldsbygging Reynis Vilhjálms "Mér finnst margar ægifagrar byggingar á höfuðborgarsvæðinu," segir Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt. 19. október 2004 00:01 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við. 14. nóvember 2020 22:01
Álftin á Árbæjarlóni rekur gæsirnar burt Álftarparið á Árbæjarlóni er sérlegur gleðigjafi þeirra sem leið eiga um Elliðaárdal þessa dagana, en um þetta leyti árs kemur venjulega í ljós hve margir ungar skríða úr hreiðrinu. 11. júní 2019 22:55
Náði sér í nýjan stegg þegar sá gamli var orðinn slappur Álftarpar í Elliðaárdal syndir nú um með sex unga á lóninu við Árbæjarstíflu. Nágrannar telja að kvenfuglinn hafi yngt upp. 16. júní 2016 21:16
Uppáhaldsbygging Reynis Vilhjálms "Mér finnst margar ægifagrar byggingar á höfuðborgarsvæðinu," segir Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt. 19. október 2004 00:01