Fagnar umræðu um kynfæralimlestingar barna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. júlí 2024 20:48 Silja Dögg segir að samfélagið sé að breytast hratt, og nauðsynlegt sé að hafa skýra löggjöf um hluti eins og umskurð barna. Vísir/Vilhelm Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fagnar nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra um ofbeldi gegn börnum, sem tók kynfæralimlestingar á börnum meðal annars til umfjöllunar. Silja lagði fram frumvarp árið 2018 þar sem banna átti umskurð á drengjum, sem náði ekki fram að ganga. Mikilvægt er að heilbrigðiskerfið sé undirbúið fyrir fjölgun á limlestingum á kynfærum barna. Það er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu starfshóps sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fól að móta framtíðarsýn í heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem eru þolendur ofbeldis. Hópurinn afmarkaði sig annars vegar við börn sem eru þolendur heimilisofbeldis og hins vegar börn sem eru útsett fyrir að undirgangast limlestingar á kynfærum. Í skýrslunni segir að með aukinni fjölmenningu megi heilbrigðiskerfið búast við því að slíkum aðgerðum muni fjölga á næstu misserum. Skýrslan gott skref í rétta átt Í skýrslunni er lagt til að heilbrigðisráðuneytið feli Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu að hanna verklag um nálgun við skimun varðandi limlestingar á kynfærum barna. Æskilegt væri að tengja skimun við meðgönguvernd, ung- og smábarnavernd og heilsuvernd í skólum. Silja Dögg segir að það yrði mjög gott skref í rétta átt að skima fyrir þessum limlestingum. „Umskurður var til dæmis ekkert mikið í umræðunni á Íslandi. Við erum að breytast úr frekar einsleitu samfélagi yfir í fjölmenningarsamfélag, og því fylgja bara ólíkir siðir og venjur. Við þurfum auðvitað að taka fleiri hluti inn í myndina og ræða þá,“ segir Silja. Löggjafin þurfi að velta fyrir sér hvort bregðast eigi við með löggjöf eða ekki. Það skal tekið fram að limlestingar á kynfærum stúlkna falla undir brot á íslenskum hegningarlögum. Umskurður drengja er ekki ólöglegur. Silja segir gott að hefja skimun eftir börnum sem eru í hættu á að lenda í limlestingum í mæðraverndinni. Hún trúir því að flestir foreldrar vilji börnum sínum allt það besta, og fræðsla um það hvaða afleiðingar þetta geti haft komi til með að fækka aðgerðunum. Ætti að vera bannað að gera ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna „Við erum að komast hjá því að skaða börn að óþörfu, í nafni einhvers, hvort sem það eru trúarástæður eða hefðir og venjur. Ég held að þetta sé mjög gott skref,“ segir Silja. Hún vonar að frumvarpið sem leggur til bann við umskurði drengja verði tekið upp að nýju. „Það ætti að vera bannað að gera ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna og öðrum líkamshlutum sem eru óafturkræfar og geta valdið skaða. Ég myndi vilja sjá bannið raungerast á einhverjum tímapunkti,“ segir Silja. Samfélagið á Íslandi sé að breytast mjög hratt og nauðsynlegt sé að hafa löggjöf um þessa hluti. „Heilbrigðir drengir, sem eru með heilbrigð kynfæri, að það megi krukka í þeim, mér finnst það skrítið. Ef þú horfir bara á stjórnarskrána, hvernig má það vera að lögin geti heimilað að gert sé upp á milli kynja?“ „Það má ekki bara tala um mannréttindi barna og hika svo við að gera löggjöfina þannig að hún virki fyrir öll börn,“ segir Silja Dögg. Framsóknarflokkurinn Ofbeldi gegn börnum Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Bandarískur gyðingur vonar að Íslendingar verði fyrstir til að banna umskurð Hann telur viðhorf gyðinga gagnvart umskurði að breytast. 20. maí 2018 22:19 Umskurðarfrumvarpi vísað frá fyrir þinglok Allsherjar- og menntamálanefnd mun ekki hleypa frumvarpi um bann við umskurði drengja til þinglegrar meðferðar. Meirihluti nefndarinnar hefur hafist handa við að skrifa frávísunartillögu sem lögð verður fyrir þingið í staðinn. 26. apríl 2018 06:00 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Mikilvægt er að heilbrigðiskerfið sé undirbúið fyrir fjölgun á limlestingum á kynfærum barna. Það er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu starfshóps sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fól að móta framtíðarsýn í heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem eru þolendur ofbeldis. Hópurinn afmarkaði sig annars vegar við börn sem eru þolendur heimilisofbeldis og hins vegar börn sem eru útsett fyrir að undirgangast limlestingar á kynfærum. Í skýrslunni segir að með aukinni fjölmenningu megi heilbrigðiskerfið búast við því að slíkum aðgerðum muni fjölga á næstu misserum. Skýrslan gott skref í rétta átt Í skýrslunni er lagt til að heilbrigðisráðuneytið feli Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu að hanna verklag um nálgun við skimun varðandi limlestingar á kynfærum barna. Æskilegt væri að tengja skimun við meðgönguvernd, ung- og smábarnavernd og heilsuvernd í skólum. Silja Dögg segir að það yrði mjög gott skref í rétta átt að skima fyrir þessum limlestingum. „Umskurður var til dæmis ekkert mikið í umræðunni á Íslandi. Við erum að breytast úr frekar einsleitu samfélagi yfir í fjölmenningarsamfélag, og því fylgja bara ólíkir siðir og venjur. Við þurfum auðvitað að taka fleiri hluti inn í myndina og ræða þá,“ segir Silja. Löggjafin þurfi að velta fyrir sér hvort bregðast eigi við með löggjöf eða ekki. Það skal tekið fram að limlestingar á kynfærum stúlkna falla undir brot á íslenskum hegningarlögum. Umskurður drengja er ekki ólöglegur. Silja segir gott að hefja skimun eftir börnum sem eru í hættu á að lenda í limlestingum í mæðraverndinni. Hún trúir því að flestir foreldrar vilji börnum sínum allt það besta, og fræðsla um það hvaða afleiðingar þetta geti haft komi til með að fækka aðgerðunum. Ætti að vera bannað að gera ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna „Við erum að komast hjá því að skaða börn að óþörfu, í nafni einhvers, hvort sem það eru trúarástæður eða hefðir og venjur. Ég held að þetta sé mjög gott skref,“ segir Silja. Hún vonar að frumvarpið sem leggur til bann við umskurði drengja verði tekið upp að nýju. „Það ætti að vera bannað að gera ónauðsynlegar aðgerðir á kynfærum barna og öðrum líkamshlutum sem eru óafturkræfar og geta valdið skaða. Ég myndi vilja sjá bannið raungerast á einhverjum tímapunkti,“ segir Silja. Samfélagið á Íslandi sé að breytast mjög hratt og nauðsynlegt sé að hafa löggjöf um þessa hluti. „Heilbrigðir drengir, sem eru með heilbrigð kynfæri, að það megi krukka í þeim, mér finnst það skrítið. Ef þú horfir bara á stjórnarskrána, hvernig má það vera að lögin geti heimilað að gert sé upp á milli kynja?“ „Það má ekki bara tala um mannréttindi barna og hika svo við að gera löggjöfina þannig að hún virki fyrir öll börn,“ segir Silja Dögg.
Framsóknarflokkurinn Ofbeldi gegn börnum Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Bandarískur gyðingur vonar að Íslendingar verði fyrstir til að banna umskurð Hann telur viðhorf gyðinga gagnvart umskurði að breytast. 20. maí 2018 22:19 Umskurðarfrumvarpi vísað frá fyrir þinglok Allsherjar- og menntamálanefnd mun ekki hleypa frumvarpi um bann við umskurði drengja til þinglegrar meðferðar. Meirihluti nefndarinnar hefur hafist handa við að skrifa frávísunartillögu sem lögð verður fyrir þingið í staðinn. 26. apríl 2018 06:00 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29
Bandarískur gyðingur vonar að Íslendingar verði fyrstir til að banna umskurð Hann telur viðhorf gyðinga gagnvart umskurði að breytast. 20. maí 2018 22:19
Umskurðarfrumvarpi vísað frá fyrir þinglok Allsherjar- og menntamálanefnd mun ekki hleypa frumvarpi um bann við umskurði drengja til þinglegrar meðferðar. Meirihluti nefndarinnar hefur hafist handa við að skrifa frávísunartillögu sem lögð verður fyrir þingið í staðinn. 26. apríl 2018 06:00