Finna vel fyrir fækkun ferðamanna en láta ekki deigan síga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. júlí 2024 13:30 Dagmar Ýr er framkvæmdastjóri Austurbrúar. Gistinætur á Íslandi í maí voru færri en á sama tíma á síðasta ári. Hlutfallslega mestur samdráttur í gistinóttum var á Austurlandi, en framkvæmdastjóri hagsmunastofnunar þar segist þrátt fyrir það bjartsýn, og sér tækifæri í veðrinu sem leikur nú við Austfirðinga. Samkvæmt tölum Hagstofunnar um skráðar gistinætur í maí voru þær 611 þúsund á þessu ári, og fækkaði um 15 prósent miðað við sama mánuð á síðasta ári. Gistinætur á hótelum voru 385.800, og fækkaði um 7,1 prósent milli ára. Hlutfallslega mestur er samdrátturinn á Austurlandi, þar sem gistinóttum fækkaði um 24 prósent milli ára, en þær fóru úr ríflega 15 þúsund niður í tæplega 12 þúsund. Bjartsýn þrátt fyrir allt Framkvæmdastjóri Austurbrúar, sem vinnur að hagsmunamálum íbúa á Austurlandi, segir tölurnar vonbrigði, sem komi þó ekki á óvart. „Við finnum alveg fyrir því að það er færra ferðafólk, og sjáum það meðal annars á því að fólk sem kemur til landsins virðist vera að fara í styttri ferðir. Við erum náttúrulega lengst frá Keflavíkurflugvelli, þannig að það kemur kannski ekki á óvart að það skili sér ekki eins mikið af fólki hingað austur,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir framkvæmdastjóri. Þrátt fyrir þetta sé bjartsýnin ríkjandi á Austurlandi. „Að menn muni að einhverju leyti ná vopnum sínum þegar líður á sumarið og það muni rétta úr kútnum. Það eru líka tækifæri í þessu fyrir Íslendinga, að koma austur þar sem veðrið er gott og nýta sér að bóka sig á hótel sem eru mörg með tilboð núna.“ Blíðviðrið geti hjálpað Samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar eru tveggja stafa hitatölur í kortunum á Egilsstöðum fram í næstu viku, en um helgina er spáð rúmlega 20 stiga hita þar. Dagmar telur að veðursældina þurfi að markaðssetja fyrir erlendum ferðamönnum. „Við þurfum að tryggja það að þegar verið er að markaðssetja Ísland erlendis, þá sé verið að markaðssetja landsbyggðina og tækifærin sem eru þar,“ segir Dagmar. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veður Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Samkvæmt tölum Hagstofunnar um skráðar gistinætur í maí voru þær 611 þúsund á þessu ári, og fækkaði um 15 prósent miðað við sama mánuð á síðasta ári. Gistinætur á hótelum voru 385.800, og fækkaði um 7,1 prósent milli ára. Hlutfallslega mestur er samdrátturinn á Austurlandi, þar sem gistinóttum fækkaði um 24 prósent milli ára, en þær fóru úr ríflega 15 þúsund niður í tæplega 12 þúsund. Bjartsýn þrátt fyrir allt Framkvæmdastjóri Austurbrúar, sem vinnur að hagsmunamálum íbúa á Austurlandi, segir tölurnar vonbrigði, sem komi þó ekki á óvart. „Við finnum alveg fyrir því að það er færra ferðafólk, og sjáum það meðal annars á því að fólk sem kemur til landsins virðist vera að fara í styttri ferðir. Við erum náttúrulega lengst frá Keflavíkurflugvelli, þannig að það kemur kannski ekki á óvart að það skili sér ekki eins mikið af fólki hingað austur,“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir framkvæmdastjóri. Þrátt fyrir þetta sé bjartsýnin ríkjandi á Austurlandi. „Að menn muni að einhverju leyti ná vopnum sínum þegar líður á sumarið og það muni rétta úr kútnum. Það eru líka tækifæri í þessu fyrir Íslendinga, að koma austur þar sem veðrið er gott og nýta sér að bóka sig á hótel sem eru mörg með tilboð núna.“ Blíðviðrið geti hjálpað Samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar eru tveggja stafa hitatölur í kortunum á Egilsstöðum fram í næstu viku, en um helgina er spáð rúmlega 20 stiga hita þar. Dagmar telur að veðursældina þurfi að markaðssetja fyrir erlendum ferðamönnum. „Við þurfum að tryggja það að þegar verið er að markaðssetja Ísland erlendis, þá sé verið að markaðssetja landsbyggðina og tækifærin sem eru þar,“ segir Dagmar.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veður Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira