„Nú er öryggi almennings fórnað á altari atvinnufrelsis“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. júlí 2024 11:55 Daníel segir ferðamenn veigra sér við því að koma til landsins vegna þjónustu leigubílstjóra sem fari versnandi. Vísir/Vilhelm Formaður bifreiðarstjórafélagsins segir að leigubílstjórar svindli á erlendum ferðamönnum í auknu mæli eftir að ný leigubifreiðalög tóku gildi í apríl á síðasta ári. Þetta hafi slæm áhrif á ásýnd landsins í augum ferðamanna sem veigra sér við að koma til landsins. Daníel O. Einarsson, formaður Frama - félags leigubílstjóra, varar við því að slæmt orðspor leigubílstjóra hér á landi sé farið að spyrjast út út fyrir landsteinanna og segir að erlendir ferðamenn hugsi sig nú tvisvar um áður en þeir koma til landsins vegna fjölda skrifaðra umsagna um þjónustuna á vinsælum ferðamannavefsíðum. Morgunblaðið greindi fyrst frá. „Við skynjum það. Vegna þess að ferðamenn eru fjalla um það að þeim hafi verið sagt að vara sig, vara sig á því hvernig þeir velja leigubíl. Þannig berst þetta til okkar en þetta skaðar alveg örugglega ferðaþjónustuna, það er vitað mál.“ Líklegri til að svindla á ferðamönnum en Íslendingum Fréttastofa kannaði málið og las tugi umsagna frá erlendum ferðamönnum um leigubifreiðar hér á landi. Flestar þeirra voru jákvæðar en þó fundust einnig þó nokkrar umsagnir þar sem leigubifreiðaþjónusta á Íslandi var gagnrýnd fyrir seinagang, skort á öryggi og þó nokkru sinnum sökuðu farþegar bílstjóra um að rukka sig tvöfalt fyrir ferð frá flugvellinum til Reykjavíkur. Daníel segir leigubílstjóra líklegri til að svindla á erlendum ferðamönnum en Íslendingum. „Íslendingar segja okkur líka frá því sem er misjafnt en það kemur mest frá Íslendingum að þeir segja frá því og séu óánægðir.“ Öryggi fórnað á altari atvinnufrelsis Að hans mati hefur ástandið versnað til muna hér á landi eftir að ný lög um leigubifreiðar tóku gildi á síðasta ári. „Það koma inn aðilar sem hafa ekki neitt starfsnám að baki og við þekkjum ekki bakgrunn einstaklinganna sem byrja að keyra leigubílanna sem við þurfum að gera til að geta tryggt öryggi almennings og nú er öryggi almennings fórnað á altari atvinnufrelsis.“ Of mikil áhersla á „djammið“ í lagasetningu Segir Daníel og hvetur stjórnvöld til að breyta lögunum aftur í fyrra horf. „Það þarf að bæta lagaumhverfi leigubíla og endurskoða þetta út frá lögunum sem voru áður. Við höfðum mjög góða þjónustu, eins og maður segir enginn veit hvað hefur fyrr en misst hefur. Leigubílaþjónustan á Íslandi var bara mjög góð. Athyglin beindist að djamminu og að það vantaði leigubíla á djammið. Fólk safnast í óeðlilega miklum fjölda í miðbæ Reykjavíkur og það á ekki að stýra atvinnugrein.“ Leigubílar Vinnumarkaður Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Daníel O. Einarsson, formaður Frama - félags leigubílstjóra, varar við því að slæmt orðspor leigubílstjóra hér á landi sé farið að spyrjast út út fyrir landsteinanna og segir að erlendir ferðamenn hugsi sig nú tvisvar um áður en þeir koma til landsins vegna fjölda skrifaðra umsagna um þjónustuna á vinsælum ferðamannavefsíðum. Morgunblaðið greindi fyrst frá. „Við skynjum það. Vegna þess að ferðamenn eru fjalla um það að þeim hafi verið sagt að vara sig, vara sig á því hvernig þeir velja leigubíl. Þannig berst þetta til okkar en þetta skaðar alveg örugglega ferðaþjónustuna, það er vitað mál.“ Líklegri til að svindla á ferðamönnum en Íslendingum Fréttastofa kannaði málið og las tugi umsagna frá erlendum ferðamönnum um leigubifreiðar hér á landi. Flestar þeirra voru jákvæðar en þó fundust einnig þó nokkrar umsagnir þar sem leigubifreiðaþjónusta á Íslandi var gagnrýnd fyrir seinagang, skort á öryggi og þó nokkru sinnum sökuðu farþegar bílstjóra um að rukka sig tvöfalt fyrir ferð frá flugvellinum til Reykjavíkur. Daníel segir leigubílstjóra líklegri til að svindla á erlendum ferðamönnum en Íslendingum. „Íslendingar segja okkur líka frá því sem er misjafnt en það kemur mest frá Íslendingum að þeir segja frá því og séu óánægðir.“ Öryggi fórnað á altari atvinnufrelsis Að hans mati hefur ástandið versnað til muna hér á landi eftir að ný lög um leigubifreiðar tóku gildi á síðasta ári. „Það koma inn aðilar sem hafa ekki neitt starfsnám að baki og við þekkjum ekki bakgrunn einstaklinganna sem byrja að keyra leigubílanna sem við þurfum að gera til að geta tryggt öryggi almennings og nú er öryggi almennings fórnað á altari atvinnufrelsis.“ Of mikil áhersla á „djammið“ í lagasetningu Segir Daníel og hvetur stjórnvöld til að breyta lögunum aftur í fyrra horf. „Það þarf að bæta lagaumhverfi leigubíla og endurskoða þetta út frá lögunum sem voru áður. Við höfðum mjög góða þjónustu, eins og maður segir enginn veit hvað hefur fyrr en misst hefur. Leigubílaþjónustan á Íslandi var bara mjög góð. Athyglin beindist að djamminu og að það vantaði leigubíla á djammið. Fólk safnast í óeðlilega miklum fjölda í miðbæ Reykjavíkur og það á ekki að stýra atvinnugrein.“
Leigubílar Vinnumarkaður Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira