„Við erum bara að reyna að lifa af“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. júlí 2024 07:01 Hannes Sasi Pálsson hefur lengi starfað í ferðamannabransanum við að skipuleggja brúðkaup ferðamanna. kristín maría Eigandi fyrirtækis, sem sérhæfir sig í brúðkaupsskipulagningu fyrir ferðamenn, segir bókanir hafa dregist saman um tuttugu prósent á þessu ári. Vont veður og fréttir af eldgosi hjálpa ekki til í rekstrinum sem er strembinn fyrir. Hannes Sasi Pálsson er einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Pink Iceland. Hann segir ástæðu færri bókana mögulega vera hversu mikil uppsveiflan hafi verið eftir Covid-faraldurinn. „Við höfum annars ekki miklar áhyggjur, bókunarstaðan fyrir næsta ár er að jafnast út. Þannig það er samdráttur núna en við erum að horfa fram á betri stöðu á næsta ári,“ segir Hannes í samtali við Vísi. Pink Iceland hóf starfsemi árið 2011 og sérhæfir sig í skipulagningu brúðkaupa hér á landi. Brúðkaupin eru orðin fleiri hundruð. Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. Spurður út í þennan fréttaflutning segir Hannes erfitt að meta dvínandi áhuga út frá sömu mælikvörðum. „Við erum í raun ekki á sama neytendamarkaði og ferðaskrifstofurnar,“ segir Hannes. „Okkar upplifun er sú að fólk hefur enn áhuga á að koma og gista hérna, en fólki finnst hlutirnir dýrir. Það verður ekkert skafað utan af því.“ Hannes segir fyrirtækið bjóða upp á sanngjarnt verð fyrir þjónustuna. Stóra samtalið snúist um rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Pink Iceland sérhæfði sig í ferðaþjónustu fyrir hinsegin fólk.kristín maría Reynisfjara, eða „Black beach“ eins og útlendingar kalla ströndina, er vinsæl.kristín maría „Það er mikið hlaupið í það að við séum gráðug í ferðaþjónustunni. Hjá okkur litlum og meðalstórum fyrirtækjum, er það bara ekki satt. Við erum bara að reyna að lifa af,“ segir Hannes og heldur áfram: „Það er rosalega erfitt að reka svona fyrirtæki,“ segir Hannes. „Við skiptum mikið við aðra aðila í ferðaþjónustunni og kaupum mikið af þjónustu. Okkar upplifun er hvergi sú að fólk sé að maka krókinn eða að það sé einhver gríðarleg græðgi í gangi. Þjónusta á Íslandi er bara almennt dýr þar sem við reynum að borga vel. Ef reikningarnir eru skoðaðir sést alveg að það er ekkert verið að okra á neinum. Það er stundum erfitt að sjá heila grein talaða niður vegna rúnstykkja í vegasjoppu.“ Vont veður og eldgos Fleira hefur spilað inn í við brúðkaupsskipulagningu í sumar. Veðrið hefur til dæmis ekki verið með besta móti. „Við höfum verið með hátt í þrjátíu brúðkaup, og helmingurinn fór í eitthvað plan B. Flest brúðkaup eru utandyra en oft var bara ekki stætt. Það var erfitt og kostar auka vinnu sem við getum ekki rukkað fyrir. Það er víst ekki hægt að kenna neinum um það,“ segir Hannes. Eldgos og jarðhræringar hafa einnig sitt að segja. „Bókunartími hjá okkur er algengastur frá nóvember, þakkargjörðarhátíðinni, fram til loka mars í kjölfar Valentínusardagsins. Þessi tími var undirlagður fréttum af eldgosum. Það liggur fyrir að við misstum tvö brúðkaup þar sem fólk afbókaði vegna frétta af eldgosi,“ segir Hannes. Ferðamennska á Íslandi Verðlag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Hannes Sasi Pálsson er einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Pink Iceland. Hann segir ástæðu færri bókana mögulega vera hversu mikil uppsveiflan hafi verið eftir Covid-faraldurinn. „Við höfum annars ekki miklar áhyggjur, bókunarstaðan fyrir næsta ár er að jafnast út. Þannig það er samdráttur núna en við erum að horfa fram á betri stöðu á næsta ári,“ segir Hannes í samtali við Vísi. Pink Iceland hóf starfsemi árið 2011 og sérhæfir sig í skipulagningu brúðkaupa hér á landi. Brúðkaupin eru orðin fleiri hundruð. Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. Spurður út í þennan fréttaflutning segir Hannes erfitt að meta dvínandi áhuga út frá sömu mælikvörðum. „Við erum í raun ekki á sama neytendamarkaði og ferðaskrifstofurnar,“ segir Hannes. „Okkar upplifun er sú að fólk hefur enn áhuga á að koma og gista hérna, en fólki finnst hlutirnir dýrir. Það verður ekkert skafað utan af því.“ Hannes segir fyrirtækið bjóða upp á sanngjarnt verð fyrir þjónustuna. Stóra samtalið snúist um rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Pink Iceland sérhæfði sig í ferðaþjónustu fyrir hinsegin fólk.kristín maría Reynisfjara, eða „Black beach“ eins og útlendingar kalla ströndina, er vinsæl.kristín maría „Það er mikið hlaupið í það að við séum gráðug í ferðaþjónustunni. Hjá okkur litlum og meðalstórum fyrirtækjum, er það bara ekki satt. Við erum bara að reyna að lifa af,“ segir Hannes og heldur áfram: „Það er rosalega erfitt að reka svona fyrirtæki,“ segir Hannes. „Við skiptum mikið við aðra aðila í ferðaþjónustunni og kaupum mikið af þjónustu. Okkar upplifun er hvergi sú að fólk sé að maka krókinn eða að það sé einhver gríðarleg græðgi í gangi. Þjónusta á Íslandi er bara almennt dýr þar sem við reynum að borga vel. Ef reikningarnir eru skoðaðir sést alveg að það er ekkert verið að okra á neinum. Það er stundum erfitt að sjá heila grein talaða niður vegna rúnstykkja í vegasjoppu.“ Vont veður og eldgos Fleira hefur spilað inn í við brúðkaupsskipulagningu í sumar. Veðrið hefur til dæmis ekki verið með besta móti. „Við höfum verið með hátt í þrjátíu brúðkaup, og helmingurinn fór í eitthvað plan B. Flest brúðkaup eru utandyra en oft var bara ekki stætt. Það var erfitt og kostar auka vinnu sem við getum ekki rukkað fyrir. Það er víst ekki hægt að kenna neinum um það,“ segir Hannes. Eldgos og jarðhræringar hafa einnig sitt að segja. „Bókunartími hjá okkur er algengastur frá nóvember, þakkargjörðarhátíðinni, fram til loka mars í kjölfar Valentínusardagsins. Þessi tími var undirlagður fréttum af eldgosum. Það liggur fyrir að við misstum tvö brúðkaup þar sem fólk afbókaði vegna frétta af eldgosi,“ segir Hannes.
Ferðamennska á Íslandi Verðlag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira