Páll Winkel segir slæma hegðun fanga hafa færst í aukana Ritstjórn skrifar 10. júlí 2024 15:35 Páll kýs að tjá sig ekki sérstaklega um mál Mohamed Kourani en segir skorta fleiri fangaverði. vísir Páll Winkel fangelsismálastjóri segir slæma hegðun fanga hafa aukist uppá síðkastið. Hann kýs að tjá sig ekki sérstaklega um mál Mohamed Kourani en almennt megi segja þetta um stöðu mála. Páll segir nauðsynlegt að fjölga fangavörðum. „Fangaverðir eru mjög færir í að vinna við krefjandi verkefni eins og þeim sem er lýst. Slæm hegðun kemur reglulega upp en hefur aukist upp á síðkastið. Fangaverðir hafa leyst þessi verkefni vel en eðli máls samkvæmt þarf að fjölga þeim,” segir Páll í stuttu samtali við Vísi. Mál Mohamed Kourani hefur vakið mikla athygli en Vísir hefur greint frá því að hann hafi reynst fangavörðum á Litla-Hrauni afar erfiður eftir að hann var færður á Litla-Hraun frá fangelsinu á Hólmsheiði. Heimildir Vísis herma að hann hafi beitt hinum ýmsu bellibrögðum gegn fangavörðum, meðal annars að skvetta á þá þvagi, hrækja á þá og skvetta á þá sjóðandi vatni. Þá hafi hann makað saur á veggi klefa síns. Eins og áður sagði vill Páll ekki tjá sig um einstaka tilfelli. Hann segir rétt að undirstrika að öll mál er varða hótanir eða ofbeldi í garð starfsfólks sé tilkynnt sérstaklega til lögreglu. Spurður hvort slíkum tilkynningum hafi farið fjölgandi uppá síðkastið segir Páll: „Ég er ekki viss en þetta skiptir tugum á ári. Sumar alvarlegar og aðrar innihaldslitlar og allt þar á milli.” Mál Mohamad Kourani Fangelsismál Dómsmál Tengdar fréttir Gæti reynst erfitt að senda Kourani úr landi Það gæti reynst erfitt að brottvísa Mohamad Kourani úr landi fái hann ekki framlengingu um alþjóðlega vernd hér á landi. Kourani hefur hlotið dóm hér á landi fyrir fjölda hegningarlagabrota, og bíður dóms í máli sem varðar meðal annars stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári. 10. júlí 2024 13:02 „Þessi viðbúnaður er meira varúðarráðstöfun fyrir hann sjálfan“ Mikill viðbúnaður er nú á Litla-Hrauni vegna Mohamads Kourani, fanga með langa afbrotasögu sem bíður nú dómsuppkvaðningar fyrir stunguárás, að sögn formanns Afstöðu. Hann segir um að ræða veikan mann sem ekki eigi heima í fangelsi heldur á sjúkrastofnun. Afstaða hyggst vitja fangans í fangelsinu síðar í vikunni. 9. júlí 2024 12:02 Kourani sjái ekki eftir neinu og eigi skilið sex til átta ár í fangelsi Saksóknari krefst þess að Mohamad Kourani frá Sýrlandi verði dæmdur í sex til átta ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani neitar alfarið sök þótt stunguárásin sé til á upptöku. 4. júlí 2024 12:22 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Fangaverðir eru mjög færir í að vinna við krefjandi verkefni eins og þeim sem er lýst. Slæm hegðun kemur reglulega upp en hefur aukist upp á síðkastið. Fangaverðir hafa leyst þessi verkefni vel en eðli máls samkvæmt þarf að fjölga þeim,” segir Páll í stuttu samtali við Vísi. Mál Mohamed Kourani hefur vakið mikla athygli en Vísir hefur greint frá því að hann hafi reynst fangavörðum á Litla-Hrauni afar erfiður eftir að hann var færður á Litla-Hraun frá fangelsinu á Hólmsheiði. Heimildir Vísis herma að hann hafi beitt hinum ýmsu bellibrögðum gegn fangavörðum, meðal annars að skvetta á þá þvagi, hrækja á þá og skvetta á þá sjóðandi vatni. Þá hafi hann makað saur á veggi klefa síns. Eins og áður sagði vill Páll ekki tjá sig um einstaka tilfelli. Hann segir rétt að undirstrika að öll mál er varða hótanir eða ofbeldi í garð starfsfólks sé tilkynnt sérstaklega til lögreglu. Spurður hvort slíkum tilkynningum hafi farið fjölgandi uppá síðkastið segir Páll: „Ég er ekki viss en þetta skiptir tugum á ári. Sumar alvarlegar og aðrar innihaldslitlar og allt þar á milli.”
Mál Mohamad Kourani Fangelsismál Dómsmál Tengdar fréttir Gæti reynst erfitt að senda Kourani úr landi Það gæti reynst erfitt að brottvísa Mohamad Kourani úr landi fái hann ekki framlengingu um alþjóðlega vernd hér á landi. Kourani hefur hlotið dóm hér á landi fyrir fjölda hegningarlagabrota, og bíður dóms í máli sem varðar meðal annars stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári. 10. júlí 2024 13:02 „Þessi viðbúnaður er meira varúðarráðstöfun fyrir hann sjálfan“ Mikill viðbúnaður er nú á Litla-Hrauni vegna Mohamads Kourani, fanga með langa afbrotasögu sem bíður nú dómsuppkvaðningar fyrir stunguárás, að sögn formanns Afstöðu. Hann segir um að ræða veikan mann sem ekki eigi heima í fangelsi heldur á sjúkrastofnun. Afstaða hyggst vitja fangans í fangelsinu síðar í vikunni. 9. júlí 2024 12:02 Kourani sjái ekki eftir neinu og eigi skilið sex til átta ár í fangelsi Saksóknari krefst þess að Mohamad Kourani frá Sýrlandi verði dæmdur í sex til átta ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani neitar alfarið sök þótt stunguárásin sé til á upptöku. 4. júlí 2024 12:22 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Gæti reynst erfitt að senda Kourani úr landi Það gæti reynst erfitt að brottvísa Mohamad Kourani úr landi fái hann ekki framlengingu um alþjóðlega vernd hér á landi. Kourani hefur hlotið dóm hér á landi fyrir fjölda hegningarlagabrota, og bíður dóms í máli sem varðar meðal annars stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári. 10. júlí 2024 13:02
„Þessi viðbúnaður er meira varúðarráðstöfun fyrir hann sjálfan“ Mikill viðbúnaður er nú á Litla-Hrauni vegna Mohamads Kourani, fanga með langa afbrotasögu sem bíður nú dómsuppkvaðningar fyrir stunguárás, að sögn formanns Afstöðu. Hann segir um að ræða veikan mann sem ekki eigi heima í fangelsi heldur á sjúkrastofnun. Afstaða hyggst vitja fangans í fangelsinu síðar í vikunni. 9. júlí 2024 12:02
Kourani sjái ekki eftir neinu og eigi skilið sex til átta ár í fangelsi Saksóknari krefst þess að Mohamad Kourani frá Sýrlandi verði dæmdur í sex til átta ára fangelsi fyrir hnífsstunguárás í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani neitar alfarið sök þótt stunguárásin sé til á upptöku. 4. júlí 2024 12:22