Spyr hvort Íslendingar megi einir nauðga á Íslandi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. júlí 2024 12:05 Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Vísir/Vilhelm „Er kannski málið að það er auðveldara að kenna erlendum manni um að vera nauðgari en að horfast í augu við að vinur þinn sé mögulega slíkt ómenni?“ Þessu veltir Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, fyrir sér í aðsendri grein á Vísi. Þar beinir hún sjónum að viðbrögðum samfélagsins við kynferðisbrotum, eftir því hvort meintur gerandi sé af erlendum eða íslenskum uppruna. Telur hún ljóst að viðbrögð séu afar ólík eftir því í hvorn flokkinn gerandi fellur. Kveikjuna að skrifunum segir Guðný vera nýlegan fréttaflutning af tvöföldun erlendra meintra gerenda í kynferðisbrotamálum. Hún vísar sömuleiðis til fréttar Ríkisútvarpsins þar sem vísað er til gagna úr dómsmálaráðuneyti. Alls hafi 622 kynferðisbrot verið skráð árið 2022, þar sem 100 gerendur hafi verið erlendir karlmenn. „Sem gerir þá að 16.6% hlutfalli allra tilkynntra kynferðisbrota það árið. Sama ár voru 414 konur sem tilkynntu kynferðisbrot og þar af voru 49 þeirra af erlendum uppruna. Hlutfall kvenna af erlendum uppruna var sem sagt 11.8% allra tilkynntra kynferðisbrota árið 2022. Þó að aukning sé á tilkynningum þar sem karlmenn af erlendum uppruna eru gerendur þá er fjöldi íslenskra gerenda einnig að aukast - og þar með tilkynningum um kynferðisofbeldi í samfélaginu okkar yfir höfuð sem er mun stærra áhyggjuefni,“ skrifar Guðný. „Peningagráðugir lygarar“ Guðný segir í samtali við Vísi að hún hafi tekið eftir aukinni útlendingaandúð í umræðunni undanfarið. „Við sjáum bara að viðbrögðin eru allt öðruvísi þegar gerendur eru útlenskir, þá á að henda þeim úr landi og opinbera þá. Ef gerendur eru íslenskir þá er eins og við verðum að passa að dæma þá ekki, „saklaus uns sekt er sönnuð“ og allt þetta,“ segir Guðný. Nafngreining íslenskra gerenda sé kölluð slaufunarmenning. Þolendur íslenskra gerenda séu auk þess kallaðir „peningagráðugir lygarar í leit að athygli“. „Íslenskir menn eru jú saklausir uns sekt er sönnuð! Hér fellum við ekki sök á menn án dóms og laga enda búum við í réttarríki og að það geri nú allir mistök einhvern tímann!“ skrifar Guðný. Tölurnar lítið breyst Það sé rasískt að taka einungis afstöðu þegar þolandi sé íslensk kona og þegar gerandi sé erlendur karlmaður. „Og hefur í raun ekkert með það að gera að standa með þolendum, heldur aðeins skjöldur til að viðra rasískar skoðanir.“ Hún vísar sömuleiðis til skýrslu Stígamóta frá árinu 2022 þar sem fram komi að flestir ofbeldismenn séu íslenskir eða um 83,8 prósent. „Tölurnar hafa lítið breyst frá árinu 2008 til dagsins í dag og það segir okkur að konum stafar langmest hætta af íslenskum karlmönnum.“ Í árskýrslu Stígamóta árið 2008 kemur fram að sama hlutfall íslenskra ofbeldismanna sé 84,5 prósent. „Við getum vonandi öll verið sammála um það að kynferðisofbeldi er hræðilegt, óháð ríkisfangi gerenda. Þess vegna ættum við að vera jafn reið yfir óréttlætinu og ofbeldinu sem þolendur eru beittir. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og hér á landi hafa karlmenn komist upp með nauðganir áratugum - og í raun öldum saman. Þolendur eru hins vegar lygasjúkir þar til þeim er nauðgað af útlenskum leigubílstjóra.“ Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Þessu veltir Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, fyrir sér í aðsendri grein á Vísi. Þar beinir hún sjónum að viðbrögðum samfélagsins við kynferðisbrotum, eftir því hvort meintur gerandi sé af erlendum eða íslenskum uppruna. Telur hún ljóst að viðbrögð séu afar ólík eftir því í hvorn flokkinn gerandi fellur. Kveikjuna að skrifunum segir Guðný vera nýlegan fréttaflutning af tvöföldun erlendra meintra gerenda í kynferðisbrotamálum. Hún vísar sömuleiðis til fréttar Ríkisútvarpsins þar sem vísað er til gagna úr dómsmálaráðuneyti. Alls hafi 622 kynferðisbrot verið skráð árið 2022, þar sem 100 gerendur hafi verið erlendir karlmenn. „Sem gerir þá að 16.6% hlutfalli allra tilkynntra kynferðisbrota það árið. Sama ár voru 414 konur sem tilkynntu kynferðisbrot og þar af voru 49 þeirra af erlendum uppruna. Hlutfall kvenna af erlendum uppruna var sem sagt 11.8% allra tilkynntra kynferðisbrota árið 2022. Þó að aukning sé á tilkynningum þar sem karlmenn af erlendum uppruna eru gerendur þá er fjöldi íslenskra gerenda einnig að aukast - og þar með tilkynningum um kynferðisofbeldi í samfélaginu okkar yfir höfuð sem er mun stærra áhyggjuefni,“ skrifar Guðný. „Peningagráðugir lygarar“ Guðný segir í samtali við Vísi að hún hafi tekið eftir aukinni útlendingaandúð í umræðunni undanfarið. „Við sjáum bara að viðbrögðin eru allt öðruvísi þegar gerendur eru útlenskir, þá á að henda þeim úr landi og opinbera þá. Ef gerendur eru íslenskir þá er eins og við verðum að passa að dæma þá ekki, „saklaus uns sekt er sönnuð“ og allt þetta,“ segir Guðný. Nafngreining íslenskra gerenda sé kölluð slaufunarmenning. Þolendur íslenskra gerenda séu auk þess kallaðir „peningagráðugir lygarar í leit að athygli“. „Íslenskir menn eru jú saklausir uns sekt er sönnuð! Hér fellum við ekki sök á menn án dóms og laga enda búum við í réttarríki og að það geri nú allir mistök einhvern tímann!“ skrifar Guðný. Tölurnar lítið breyst Það sé rasískt að taka einungis afstöðu þegar þolandi sé íslensk kona og þegar gerandi sé erlendur karlmaður. „Og hefur í raun ekkert með það að gera að standa með þolendum, heldur aðeins skjöldur til að viðra rasískar skoðanir.“ Hún vísar sömuleiðis til skýrslu Stígamóta frá árinu 2022 þar sem fram komi að flestir ofbeldismenn séu íslenskir eða um 83,8 prósent. „Tölurnar hafa lítið breyst frá árinu 2008 til dagsins í dag og það segir okkur að konum stafar langmest hætta af íslenskum karlmönnum.“ Í árskýrslu Stígamóta árið 2008 kemur fram að sama hlutfall íslenskra ofbeldismanna sé 84,5 prósent. „Við getum vonandi öll verið sammála um það að kynferðisofbeldi er hræðilegt, óháð ríkisfangi gerenda. Þess vegna ættum við að vera jafn reið yfir óréttlætinu og ofbeldinu sem þolendur eru beittir. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og hér á landi hafa karlmenn komist upp með nauðganir áratugum - og í raun öldum saman. Þolendur eru hins vegar lygasjúkir þar til þeim er nauðgað af útlenskum leigubílstjóra.“
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira