Land, borgir og samgöngur Guðjón Sigurbjartsson skrifar 11. júlí 2024 14:00 Mikilvægt er að skipuleggja þróun byggðar og samgangna á landinu áratugi fram í tímann í stað þess að láta reka á reiðanum. Með góðu framsýnu skipulagi og markvissri framkvæmd má bæta líf fólksins í landinu svo um munar. Þróun þéttbýlis Á stór höfuðborgarsvæðinu búa um 300.000 manns, eða um 80% landsmanna sem segir að Ísland er borgríki. Höfuðborgarsvæðið er vafalaust heppilegasta staðsetning borgar á Íslandi. En það sneiðist um góð byggingarsvæði og hættur leynast í nágrenninu. Vissulega getur höfuðborgarsvæðið tekið við talsverðri fjölgun enn, ekki síst ef miðstöð innanlandsflugsins flyst úr Vatnsmýrinni. Eldsumbrotin á Reykjanesi hafa varpað ljósi á að sum hverfi Höfuðborgarsvæðisins kunna að vera í meiri hættu en almennt hefur verið haldið. Til frambúðar er varhugavert að hafa flesta landsmenn á sama svæði og aðeins eina raunhæfa gátt til og frá landinu. Flutningur miðstöðvar innanlandsflugsins, fluglest o.fl. Samfélagslegur ábati af flutningi miðstöðvar innanlandsflugsins í Hvassahraun var af Hagfræðistofunun metin á um 100 milljarða króna á núvirði. Í ljósi eldsumbrotanna á Reykjanesi verður vart af þeim flutningi. Því kemur sér vel að væntanlega er enn meiri ábati af flutningi til KEF. Til að það gangi vel þarf helst þetta: Háhraða fluglest REY-KEF. Björgunarþyrlur staðsettar í öllum landsfjórðungum til að annast brýnasta sjúkraflug og fleira. Nýjan varaflugvelli fyrir alþjóðaflugið í KEF, í hæfilegri fjarlægð. Samfélagslegur ábati af háhraða fluglest REY-KEF hefur verið metinn á um 100 milljarða króna á núvirði. Fluglestin er hagkvæm sem PPP framkvæmd, umhverfisvæn, þægileg, ódýr og góð aðkoma að landinu. Staðsetning björgunarþyrlna á nokkrum stöðum á landinu, ásamt tilheyrandi mannskap, mun stórbæta þjónustu við veika og slasaða vítt og breytt um landið. Ábatinn af meiri og skjótari bata mun gera meira en að jafna aukinn kostnað vegna þyrlnanna. Þar á ofan er löngu tímabært að koma á fót heilsárs launuðum björgunarsveigum um landið til að taka þunga af Landsbjörgu og þeim sem hafa lagt fram ólaunaða vinnu og fjármagnað björgunarstarfið. Nýr vel staðsettur varaflugvöllur fyrir alþjóðaflugið í KEF sem þyrfti að vera transit völlur og ný gátt inn í landið, er einmitt vel staðsettur á Suðurlandi nálægt eða í Árborg og vinsælustu ferðamanna stöðum landsins. Það er sem sagt bæði hagkvæmt og heppilegt að gera það sem gera þarf til að flytja miðstöð innanlandsflugsins til KEF og opna nýja gátt inn í landið á Suðurlandi sem mun byggja undir sjálfbæran vöxt þéttbýlis á Suðurlandi og víðar. Nýr alþjóðaflugvöllur á Suðurlandi Því er spáð að árið 2024 muni um 2,4 milljónir erlendra ferðamanna gista á Íslandi og að heildarfjöldi farþega um KEF verði um 8,5 milljónir. Næstu ár er spáð talsverðri fjölgun. Þessi fjöldi stendur undir uppbyggingu og rekstri KEF og hann og fjölgun næstu ára getur fjármagnað vara transit alþjóðaflugvöll á Suðurlandi af lendingargjöldum svipað og KEF nú. Varaflugvöllur fyrir KEF má ekki vera of langt frá því að fjarlægð kallar á að flugvélar beri meira vara eldsneyti sem þyngir þær og minnkar burðgargetu og þar með arðsemi sem kallar á hærra flugmiðaverð. Tilkoma SUD mun draga úr þörf fyrir stækkun KEF, fjölga ferðafólki og dreifa því betur um landið. Fjöldi ferðafólks mun velja SUD vegna nálægðar við vinsæl ferðamanna staði Gullna hringsins. SUD mun gera ferðafólki kleift að ferðast lengra til austurs og norðurs, sérstaklega ef til koma uppbyggðir heilsárs hálendisvegir. Tilkoma SUD mun örva atvinnustarfsemi á Suðurlandi og styrkja vaxandi þéttbýli og borgarmyndun í Árborg. SUD verður því lyftistöng fyrir Suðurland og landið allt. Hálendisvegir Heilsárs hálendisvegir milli Suður-, Norður- og Austurlands munu stytta ferðatíma milli landshluta og opna dásemdir hálendisins fyrir landsmönnum og ferðafólki. Þá má láta gera með veggjöldum, í PPP framkvæmd með litlum kostnaði fyrir skattgreiðendur. Vegirnir munu mynda nýjar hringleiðir með áhugaverðum upplifunum sem mun verða aðdráttarafl og dreifa ferðamönnum betur um landið. Hálendisvegirnir munu því styrkja landið allt verulega. Árborg – Næst borg Í Árborg (Selfoss, Eyrarbakki og Stokkseyri) búa nú um 12.000 og fer fjölgandi. Ýmislegt hefur stuðlað að hröðum vexti á svæðinu. Veðurfar á Suðurlandi er tiltölulega milt og svæðið fallegt. Enda hafa þar myndast stórar orlofshúsabyggðir og náttúrufegurð Gullna hringsins dregur að nánast alla erlenda ferðamenn sem hingað koma. Með ákvörðun um nýjan alþjóðaflugvöll á Suðurlandi og uppbyggingu hálendisvega geta stjórnvöld stuðlað að borgarmyndun í Árborg og styrkt byggðir á Norður- og Austurlandi með greiðari samgöngum og fleiri ferðamönnum sem þá munu nýta. Kostnaðurinn mun greiðast af notkunargjöldum. Áfram veginn Stjórnmálaflokkar ættu að móta sér stefnu um þessi málefni. Ef nægur samhljómur næst geta næstu stjórnvöld látið gera stefnumótun um af færu fagfólki og hafið framkvæmdir. Þar þarf að horfa á stóru myndina til langs tíma fyrir fólkið, landið og loftslagið. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Skipulag Sveitarstjórnarmál Mest lesið Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að skipuleggja þróun byggðar og samgangna á landinu áratugi fram í tímann í stað þess að láta reka á reiðanum. Með góðu framsýnu skipulagi og markvissri framkvæmd má bæta líf fólksins í landinu svo um munar. Þróun þéttbýlis Á stór höfuðborgarsvæðinu búa um 300.000 manns, eða um 80% landsmanna sem segir að Ísland er borgríki. Höfuðborgarsvæðið er vafalaust heppilegasta staðsetning borgar á Íslandi. En það sneiðist um góð byggingarsvæði og hættur leynast í nágrenninu. Vissulega getur höfuðborgarsvæðið tekið við talsverðri fjölgun enn, ekki síst ef miðstöð innanlandsflugsins flyst úr Vatnsmýrinni. Eldsumbrotin á Reykjanesi hafa varpað ljósi á að sum hverfi Höfuðborgarsvæðisins kunna að vera í meiri hættu en almennt hefur verið haldið. Til frambúðar er varhugavert að hafa flesta landsmenn á sama svæði og aðeins eina raunhæfa gátt til og frá landinu. Flutningur miðstöðvar innanlandsflugsins, fluglest o.fl. Samfélagslegur ábati af flutningi miðstöðvar innanlandsflugsins í Hvassahraun var af Hagfræðistofunun metin á um 100 milljarða króna á núvirði. Í ljósi eldsumbrotanna á Reykjanesi verður vart af þeim flutningi. Því kemur sér vel að væntanlega er enn meiri ábati af flutningi til KEF. Til að það gangi vel þarf helst þetta: Háhraða fluglest REY-KEF. Björgunarþyrlur staðsettar í öllum landsfjórðungum til að annast brýnasta sjúkraflug og fleira. Nýjan varaflugvelli fyrir alþjóðaflugið í KEF, í hæfilegri fjarlægð. Samfélagslegur ábati af háhraða fluglest REY-KEF hefur verið metinn á um 100 milljarða króna á núvirði. Fluglestin er hagkvæm sem PPP framkvæmd, umhverfisvæn, þægileg, ódýr og góð aðkoma að landinu. Staðsetning björgunarþyrlna á nokkrum stöðum á landinu, ásamt tilheyrandi mannskap, mun stórbæta þjónustu við veika og slasaða vítt og breytt um landið. Ábatinn af meiri og skjótari bata mun gera meira en að jafna aukinn kostnað vegna þyrlnanna. Þar á ofan er löngu tímabært að koma á fót heilsárs launuðum björgunarsveigum um landið til að taka þunga af Landsbjörgu og þeim sem hafa lagt fram ólaunaða vinnu og fjármagnað björgunarstarfið. Nýr vel staðsettur varaflugvöllur fyrir alþjóðaflugið í KEF sem þyrfti að vera transit völlur og ný gátt inn í landið, er einmitt vel staðsettur á Suðurlandi nálægt eða í Árborg og vinsælustu ferðamanna stöðum landsins. Það er sem sagt bæði hagkvæmt og heppilegt að gera það sem gera þarf til að flytja miðstöð innanlandsflugsins til KEF og opna nýja gátt inn í landið á Suðurlandi sem mun byggja undir sjálfbæran vöxt þéttbýlis á Suðurlandi og víðar. Nýr alþjóðaflugvöllur á Suðurlandi Því er spáð að árið 2024 muni um 2,4 milljónir erlendra ferðamanna gista á Íslandi og að heildarfjöldi farþega um KEF verði um 8,5 milljónir. Næstu ár er spáð talsverðri fjölgun. Þessi fjöldi stendur undir uppbyggingu og rekstri KEF og hann og fjölgun næstu ára getur fjármagnað vara transit alþjóðaflugvöll á Suðurlandi af lendingargjöldum svipað og KEF nú. Varaflugvöllur fyrir KEF má ekki vera of langt frá því að fjarlægð kallar á að flugvélar beri meira vara eldsneyti sem þyngir þær og minnkar burðgargetu og þar með arðsemi sem kallar á hærra flugmiðaverð. Tilkoma SUD mun draga úr þörf fyrir stækkun KEF, fjölga ferðafólki og dreifa því betur um landið. Fjöldi ferðafólks mun velja SUD vegna nálægðar við vinsæl ferðamanna staði Gullna hringsins. SUD mun gera ferðafólki kleift að ferðast lengra til austurs og norðurs, sérstaklega ef til koma uppbyggðir heilsárs hálendisvegir. Tilkoma SUD mun örva atvinnustarfsemi á Suðurlandi og styrkja vaxandi þéttbýli og borgarmyndun í Árborg. SUD verður því lyftistöng fyrir Suðurland og landið allt. Hálendisvegir Heilsárs hálendisvegir milli Suður-, Norður- og Austurlands munu stytta ferðatíma milli landshluta og opna dásemdir hálendisins fyrir landsmönnum og ferðafólki. Þá má láta gera með veggjöldum, í PPP framkvæmd með litlum kostnaði fyrir skattgreiðendur. Vegirnir munu mynda nýjar hringleiðir með áhugaverðum upplifunum sem mun verða aðdráttarafl og dreifa ferðamönnum betur um landið. Hálendisvegirnir munu því styrkja landið allt verulega. Árborg – Næst borg Í Árborg (Selfoss, Eyrarbakki og Stokkseyri) búa nú um 12.000 og fer fjölgandi. Ýmislegt hefur stuðlað að hröðum vexti á svæðinu. Veðurfar á Suðurlandi er tiltölulega milt og svæðið fallegt. Enda hafa þar myndast stórar orlofshúsabyggðir og náttúrufegurð Gullna hringsins dregur að nánast alla erlenda ferðamenn sem hingað koma. Með ákvörðun um nýjan alþjóðaflugvöll á Suðurlandi og uppbyggingu hálendisvega geta stjórnvöld stuðlað að borgarmyndun í Árborg og styrkt byggðir á Norður- og Austurlandi með greiðari samgöngum og fleiri ferðamönnum sem þá munu nýta. Kostnaðurinn mun greiðast af notkunargjöldum. Áfram veginn Stjórnmálaflokkar ættu að móta sér stefnu um þessi málefni. Ef nægur samhljómur næst geta næstu stjórnvöld látið gera stefnumótun um af færu fagfólki og hafið framkvæmdir. Þar þarf að horfa á stóru myndina til langs tíma fyrir fólkið, landið og loftslagið. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun