„Rasísk“ ummæli foreldrafulltrúa vekja reiði íbúa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. júlí 2024 15:07 Móttökustöðin umdeilda veðrur starfræktur í Breiðagerðisskóla. vísir Til stendur að starfrækja móttökuúrræði fyrir börn í leit að alþjóðlegri vernd í Breiðagerðisskóla í Reykjavík frá og með næsta hausti. Fulltrúi foreldra í skólaráði telur úrræðið slæmt fyrir börn í skólanum, sem eigi ekki „blandast“ með börnum í neyð. Aðrir íbúar hneykslast á þessum ummælum foreldrafulltrúans. Í frétt RÚV í gær er haft eftir Tómasi Hilmari Ragnarssyni fyrrnefndum foreldrafulltrúa sem segir áform um móttökuúrræðið vanhugsuð. Tómas Hilmar Ragnarsson. „Við viljum hafa þetta bara sér, að þetta sé ekki að blandast með krökkunum sem eru í skólanum nú þegar. Þetta er ekki gott fyrir þau, og vitandi það að þetta sé tímabundið úrræði og að börnin fara að tengjast og þetta verður alltaf erfitt fyrir krakkana sem eru að koma þarna í skólann tímabundið og fyrir krakkana sem eru þarna allt árið,“ sagði Tómas Hilmar í samtali við RÚV. Um er að ræða úrræði sem starfrækt hefur verið í Seljaskóla í Reykjavík undanfarin tvö ár, með góðum árangri að sögn skólastjóra. Nú stendur hins vegar til að skipta úrræðinu upp þannig að móttaka fyrsta til fimmta bekkjar verði í Breiðagerðisskóla og sjöunda til tíunda áfram í Seljaskóla. Ekki þurfi að þagga börn á flótta niður Ummæli Tómasar Hilmars hafa vakið nokkuð hörð viðbrögð meðal annarra íbúa á svæðinu. Meðal annars hjá Ingibjörgu Ottesen, fyrrverandi kennara. Hún segir ummælin rasísk. „Mér finnst þetta bara svo ljótt að ég á ekki til eitt einasta orð. Ég skil ekki hvað hann meinar með því að þetta sé vont fyrir börnin sem koma, þar sem þau fari hvort eð er. Hann gerir þá ráð fyrir því að þau fái enga vernd, og síðan sé þetta vont fyrir börnin að vita af þessu,“ segir Ingibjörg í samtali við Vísi. „Börn á flótta er ekki eitthvað ljótt sem þarf að þagga niður,“ bætir hún við. Ingibjörg skrifaði stuttan pistil á hverfahóp 108 á Facebook. Fleiri íbúar taka undir sjónarmið Ingibjargar í hópnum sem segja Tómas Hilmar ekki tala fyrir hönd allra foreldra. Eins og í Bandaríkjunum á 20. öld Hilmar Hildar Magnúsar verkefnastjóri atvinnu- og borgarþróunar hjá Reykjavíkurborg tjáir sig sömuleiðis um ummælin. Honum svelgdist á við það að heyra ummælin fyrrngreind. „Við viljum hafa þetta bara sér, að þetta sé ekki að blandast með krökkunum sem eru í skólanum nú þegar,” er setningin sem Hilmar tekur sérstaklega fyrir. „„Þetta?“ Einmitt. „Þetta” verður að vera aðskilið. Svona kannski eins og í Bandaríkjunum fram eftir 20. öldinni? S-Afríku? Ísrael? Frá börnunum hans? Eða hvað á maðurinn eiginlega við?“ Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira
Í frétt RÚV í gær er haft eftir Tómasi Hilmari Ragnarssyni fyrrnefndum foreldrafulltrúa sem segir áform um móttökuúrræðið vanhugsuð. Tómas Hilmar Ragnarsson. „Við viljum hafa þetta bara sér, að þetta sé ekki að blandast með krökkunum sem eru í skólanum nú þegar. Þetta er ekki gott fyrir þau, og vitandi það að þetta sé tímabundið úrræði og að börnin fara að tengjast og þetta verður alltaf erfitt fyrir krakkana sem eru að koma þarna í skólann tímabundið og fyrir krakkana sem eru þarna allt árið,“ sagði Tómas Hilmar í samtali við RÚV. Um er að ræða úrræði sem starfrækt hefur verið í Seljaskóla í Reykjavík undanfarin tvö ár, með góðum árangri að sögn skólastjóra. Nú stendur hins vegar til að skipta úrræðinu upp þannig að móttaka fyrsta til fimmta bekkjar verði í Breiðagerðisskóla og sjöunda til tíunda áfram í Seljaskóla. Ekki þurfi að þagga börn á flótta niður Ummæli Tómasar Hilmars hafa vakið nokkuð hörð viðbrögð meðal annarra íbúa á svæðinu. Meðal annars hjá Ingibjörgu Ottesen, fyrrverandi kennara. Hún segir ummælin rasísk. „Mér finnst þetta bara svo ljótt að ég á ekki til eitt einasta orð. Ég skil ekki hvað hann meinar með því að þetta sé vont fyrir börnin sem koma, þar sem þau fari hvort eð er. Hann gerir þá ráð fyrir því að þau fái enga vernd, og síðan sé þetta vont fyrir börnin að vita af þessu,“ segir Ingibjörg í samtali við Vísi. „Börn á flótta er ekki eitthvað ljótt sem þarf að þagga niður,“ bætir hún við. Ingibjörg skrifaði stuttan pistil á hverfahóp 108 á Facebook. Fleiri íbúar taka undir sjónarmið Ingibjargar í hópnum sem segja Tómas Hilmar ekki tala fyrir hönd allra foreldra. Eins og í Bandaríkjunum á 20. öld Hilmar Hildar Magnúsar verkefnastjóri atvinnu- og borgarþróunar hjá Reykjavíkurborg tjáir sig sömuleiðis um ummælin. Honum svelgdist á við það að heyra ummælin fyrrngreind. „Við viljum hafa þetta bara sér, að þetta sé ekki að blandast með krökkunum sem eru í skólanum nú þegar,” er setningin sem Hilmar tekur sérstaklega fyrir. „„Þetta?“ Einmitt. „Þetta” verður að vera aðskilið. Svona kannski eins og í Bandaríkjunum fram eftir 20. öldinni? S-Afríku? Ísrael? Frá börnunum hans? Eða hvað á maðurinn eiginlega við?“
Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira