10 tæknilegir yfirburðir rafbíla Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 11. júlí 2024 16:01 Hátt verð og lítil drægni hefur hingað til yfirgnæft samanburðinn á rafbílum og hefðbundnum olíudrifnum bílum. Þessi stóru vígi eru hinsvegar að molna með snarlækkandi rafhlöðuverði, aukinni drægni á nýjum rafbílum sem og sístækkandi hleðsluinnviðum. Það er því tímabært að ræða raunverulega yfirburði rafbíla sem samgöngutækni. Hér verða listaðir 10 þættir sem endurspegla þessa tæknilegu yfirburði. Allar skoðanir eru góðar og gildar en hér er hinsvegar verið að lista staðreyndir hvort sem fólki líkar betur eða verr. 1 Orkunýtni Algert lykilatriði varðandi kosti rafbíla, sem er alltof sjaldan haldið á lofti. Málið er afar einfalt, engin bifreiðatækni hefur betri orkunýtni. Rafbíll þarf aðeins þriðjung eða fjórðung af þeirri orku sem sprengihreyfillinn þarf til að komast sömu vegalengd. Heimurinn þarf sem sagt miklu minna af orku til að knýja samgöngur þegar þær verða rafvæddar. Þetta er ekki bara minni orkunotkun heldur líka sveigjanlegri þegar kemur að uppruna. Bensín – og dísilbílar eru háðir orku úr olíu en raforkan í rafbíl getur hinsvegar komið frá hvaða frumorku sem er. Þetta getur vindur, vatnsafl, sól, jarðvarmi, kjarnorka, lífmassi o.s.frv. Þetta þýðir að þjóðir heims hafa jafnari möguleika í framtíðinni á að knýja eigin samgöngur í stað einokunarstöðu örfárra olíuframleiðsluríkja í dag. 2 Minna viðhald Rafmótorinn er einfaldlega miklu einfaldari en sprengihreyfillinn. Íhlutir sem þarf að viðhalda eða skipta út í bensínvél eru eitthvað í kringum 200 á meðan rafbílamótorinn hefur um 20. Þegar 10 algengustu vélabilanir í bílum eru skoðaðar kemur í ljós að ekkert af því sem þar er að bila er hreinlega til staðar í rafbílum. Viðhaldskostnaður rafbíla er því talsvert minni. Dæmi um einfalt og reglubundið viðhald eru olíuskipti eða smurning sem er nauðsynlegt öllum olíudrifnum bílum og kostar sitt. Einnig vita allir sem keyrt hafa rafbíl að bremsunotkun er mun minni. Ástæðan er auðvitað mótorbremsan sem nýtt er til að endurhlaða rafhlöðuna svo orka fari ekki til spillis. Þetta eykur endingu bremsuklossa og minnkar sót sem bremsuklossa sliti fylgir. Svo má benda á til gamans að ólíkt því sem sumir halda þá er það tölfræðileg staðreynd að rafbílar eru margfalt ólíklegri til að verða eldi að bráð en brunahreyfilsbílar. 3 Hröðun Rafbíllinn er að mörgu leyti skemmtilegri bíll þar sem hröðunin er miklu meiri. Það er ekkert sprengihlé í toginu á rafbíl og minnstu rafbíladósir geta auðveldlega stungið stærstu bensínknúnu kraftatröll af á fyrstu metrunum. Hámarkshraði hér á landi er hvergi meira en 90km/klst. þannig að hröðun er í raun miklu betri mælikvarði á skemmtanagildi bíla en hraði og þar eru yfirburðir rafbíla ótvíræðir. 4 Engin mengun Það er að koma betur og betur ljós að fjöldi fólks verður fyrir óbætanlegum heilsubresti vegna mengunar frá bílum. NOx, VOCs og sótmengun frá bílum eru víða lífshættulegur vandi. Það vill svo skemmtilega til að rafbílar eru ekki með púströr og því alveg lausir við slíka mengun. 5 Kolefnislaus akstur Við glímum við loftlagsbreytingar vegna kolefnis sem við m.a. brennum í formi olíu í bílum. Þó svo að rafbílinn fæðist með örlítið stærra kolefnisspor vegna framleiðslu rafhlöðunnar þá er heildarumhverfisávinningurinn, á líftíma rafbílsins, algerlega ótvíræður. Kolefnissporið er aðeins misjafnt eftir raforkukerfum en hvergi er enginn heildarávinningur af rafbílum. Auk þess eru raforkukerfi sífellt að verða hreinni með auknu hlutfalli endurnýjanlegrar orku. 6 Minni hávaði Hávaðamengun er vanmetinn stressvaldur í borgum heims. Stundum þarf þögnina til að fólk átti sig hversu umferðarhávaðinn er í raun mikill. Það er öruggt að margur íbúinn í miðbæjum stórborga vildi óska að næturferðir með fólk eða vörur væru frekar drifnar af hávaðaminni rafbílum. Rafbílar eru talsvert hljóðlátari en sprengihreyfilsbílar. 7 Innanrýmishitun Með öllum nýjum rafbílum fylgir ókeypis bílskúrs-ígildi. Já bílskúr, því að mestu gæðin við bílskúr er að koma í heitan bíl á veturna og losna við að skafa rúður. Vissulega er hægt að kaupa sérstakan, rándýran og mengandi fjarstartbúnað á bensín- og dísilbíla en hann er hreinlega innfalinn í nýjum rafbílum. Það er því alltaf hægt að koma í funheitan rafbíl með snjólausar rúður og það er meira segja hægt að taka „bílskúrinn“ með sér ef hleðslustæði eru til staðar á vinnustöðum. Talandi um innanrými þá er vert að benda á að innanrými er almennt rýmra í rafbílum þar sem rafhlaða er í gólfinu og allir vélarhlutar umfangsminni. Þetta þýðir að jafnaði er rýmra um farþega í rafbílum en sambærilegum bensín- og dísilbílum. 8 Heimahleðsla Það tekur vissulega lengri tíma að fylla á rafbíl en bensínbíl en hinsvegar hafa rafbílar þann tæknilega kost að geta hlaðið heima. Yfirgnæfandi hluti hleðslu fer fram heima eða á vinnustöðum þegar bílnum er hvort sem er lagt og fólk er að gera eitthvað annað á meðan. Það er afar sjaldgæft að fólk hafi heimabensínsstöðvar sem þýðir að þú þarft sérstaklega að sækja þá þjónustu. Flestir rafbílaeigendur búa við þann lúxus að koma að bílum sínum full- eða nægjanlega hlöðnum að morgni og þurfa ekkert að hafa fyrir því að sækja orkuöflun sérstaklega nema í einstaka langferðum. Víða um heim eru íbúðareigendur að setja upp eigin orkuframleiðslu með sólarsellum á íbúðarhús og framleiða þannig eigin orku á rafbíla sína. Það eru hinsvegar afskaplega fáir að framleiða eigið bensín á sína bíla. 9 Orkugeymsla Rafbílar hafa mikla framtíðarmöguleika til að styðja við raforkukerfi landa, annaðhvort sem orkugeymsla eða varafl. Þegar rafbílar verða í tugmilljónavís tengdir raforkukerfinu, þá má nota þá til að geyma umframorku frá óreglulegum orkugjöfum eins og sól og vindi og stillt þannig betur af framboð og eftirspurn. Rafhlöður í rafbílum gætu líka mætt tímabundnu toppálagi í stað þess að ræsa eitthvað orkuver fyrir smá innskot. Hér heima mætti hugsa sér sviðsmynd þar sem rafmagn fer í óviðri og í stað þess að senda viðgerðamenn í veðurofsann, þá getur rafbíllinn mætt grunnþörfum heimilis þar til lægir. Með mörgum rafbílum er hægt að tengja allskonar raftæki við bílinn þegar hann er stopp t.d. helt upp á kaffi, eða unnið í tölvu í útilegunni. 10 Sjálfkeyrandi Nú erum við komin að aukaatriði sem framtíðin verður að skera úr um hversu umfangsmikilverður. Sjálfkeyrandi bílar framtíðarinnar verða rafbílar en ekki bensín- eða dísilbílar. Tilraunir bílaframleiðanda með sjálfkeyrandi bíla snúast nær eingöngu um rafbíla. Ástæðan er einföld, það er margfalt einfaldara fyrir tölvur að stjórna rafbíl en bensínbíl og auk þess er mun flóknara fyrir mannlausan bíl að taka olíu en hleðslu. Vissulega er óvissa hvenær sjálfakandi bílar verða í umferð en rekstrarkostnaður á mannlausum rafleigubíl er vissulega freistandi lítill. Framtíðin er skýr Í dag eru rafbílar bara brot af fólksbílaflota heimsins þó þeir séu nú samt um 50 milljónir talsins. Þó að rafbílainnleiðing hafi hikstað hér á landi í ár þá er það staðreynd að rafbílasala á heimsvísu er að aukast og hefur m.a. náð um 50% markaðshlutdeild í Kína sem er stærsti bílamarkaður heims. Flestir eru farnir að átta sig á að að olíuknúnir fólksbílar eru á líklega á útleið þar á meðal Alþjóða Orkumálastofnunin, IEA. Með sífellt nýjum og betri tegundum rafbíla mun innleiðingarhraðinn margfaldast og innan tíu ára mun olíunotkun ná endimörkum vaxtar að mati IEA. Er ekki kominn tími á að velja íslenska orku í samgöngur? Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkuskipti Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Hátt verð og lítil drægni hefur hingað til yfirgnæft samanburðinn á rafbílum og hefðbundnum olíudrifnum bílum. Þessi stóru vígi eru hinsvegar að molna með snarlækkandi rafhlöðuverði, aukinni drægni á nýjum rafbílum sem og sístækkandi hleðsluinnviðum. Það er því tímabært að ræða raunverulega yfirburði rafbíla sem samgöngutækni. Hér verða listaðir 10 þættir sem endurspegla þessa tæknilegu yfirburði. Allar skoðanir eru góðar og gildar en hér er hinsvegar verið að lista staðreyndir hvort sem fólki líkar betur eða verr. 1 Orkunýtni Algert lykilatriði varðandi kosti rafbíla, sem er alltof sjaldan haldið á lofti. Málið er afar einfalt, engin bifreiðatækni hefur betri orkunýtni. Rafbíll þarf aðeins þriðjung eða fjórðung af þeirri orku sem sprengihreyfillinn þarf til að komast sömu vegalengd. Heimurinn þarf sem sagt miklu minna af orku til að knýja samgöngur þegar þær verða rafvæddar. Þetta er ekki bara minni orkunotkun heldur líka sveigjanlegri þegar kemur að uppruna. Bensín – og dísilbílar eru háðir orku úr olíu en raforkan í rafbíl getur hinsvegar komið frá hvaða frumorku sem er. Þetta getur vindur, vatnsafl, sól, jarðvarmi, kjarnorka, lífmassi o.s.frv. Þetta þýðir að þjóðir heims hafa jafnari möguleika í framtíðinni á að knýja eigin samgöngur í stað einokunarstöðu örfárra olíuframleiðsluríkja í dag. 2 Minna viðhald Rafmótorinn er einfaldlega miklu einfaldari en sprengihreyfillinn. Íhlutir sem þarf að viðhalda eða skipta út í bensínvél eru eitthvað í kringum 200 á meðan rafbílamótorinn hefur um 20. Þegar 10 algengustu vélabilanir í bílum eru skoðaðar kemur í ljós að ekkert af því sem þar er að bila er hreinlega til staðar í rafbílum. Viðhaldskostnaður rafbíla er því talsvert minni. Dæmi um einfalt og reglubundið viðhald eru olíuskipti eða smurning sem er nauðsynlegt öllum olíudrifnum bílum og kostar sitt. Einnig vita allir sem keyrt hafa rafbíl að bremsunotkun er mun minni. Ástæðan er auðvitað mótorbremsan sem nýtt er til að endurhlaða rafhlöðuna svo orka fari ekki til spillis. Þetta eykur endingu bremsuklossa og minnkar sót sem bremsuklossa sliti fylgir. Svo má benda á til gamans að ólíkt því sem sumir halda þá er það tölfræðileg staðreynd að rafbílar eru margfalt ólíklegri til að verða eldi að bráð en brunahreyfilsbílar. 3 Hröðun Rafbíllinn er að mörgu leyti skemmtilegri bíll þar sem hröðunin er miklu meiri. Það er ekkert sprengihlé í toginu á rafbíl og minnstu rafbíladósir geta auðveldlega stungið stærstu bensínknúnu kraftatröll af á fyrstu metrunum. Hámarkshraði hér á landi er hvergi meira en 90km/klst. þannig að hröðun er í raun miklu betri mælikvarði á skemmtanagildi bíla en hraði og þar eru yfirburðir rafbíla ótvíræðir. 4 Engin mengun Það er að koma betur og betur ljós að fjöldi fólks verður fyrir óbætanlegum heilsubresti vegna mengunar frá bílum. NOx, VOCs og sótmengun frá bílum eru víða lífshættulegur vandi. Það vill svo skemmtilega til að rafbílar eru ekki með púströr og því alveg lausir við slíka mengun. 5 Kolefnislaus akstur Við glímum við loftlagsbreytingar vegna kolefnis sem við m.a. brennum í formi olíu í bílum. Þó svo að rafbílinn fæðist með örlítið stærra kolefnisspor vegna framleiðslu rafhlöðunnar þá er heildarumhverfisávinningurinn, á líftíma rafbílsins, algerlega ótvíræður. Kolefnissporið er aðeins misjafnt eftir raforkukerfum en hvergi er enginn heildarávinningur af rafbílum. Auk þess eru raforkukerfi sífellt að verða hreinni með auknu hlutfalli endurnýjanlegrar orku. 6 Minni hávaði Hávaðamengun er vanmetinn stressvaldur í borgum heims. Stundum þarf þögnina til að fólk átti sig hversu umferðarhávaðinn er í raun mikill. Það er öruggt að margur íbúinn í miðbæjum stórborga vildi óska að næturferðir með fólk eða vörur væru frekar drifnar af hávaðaminni rafbílum. Rafbílar eru talsvert hljóðlátari en sprengihreyfilsbílar. 7 Innanrýmishitun Með öllum nýjum rafbílum fylgir ókeypis bílskúrs-ígildi. Já bílskúr, því að mestu gæðin við bílskúr er að koma í heitan bíl á veturna og losna við að skafa rúður. Vissulega er hægt að kaupa sérstakan, rándýran og mengandi fjarstartbúnað á bensín- og dísilbíla en hann er hreinlega innfalinn í nýjum rafbílum. Það er því alltaf hægt að koma í funheitan rafbíl með snjólausar rúður og það er meira segja hægt að taka „bílskúrinn“ með sér ef hleðslustæði eru til staðar á vinnustöðum. Talandi um innanrými þá er vert að benda á að innanrými er almennt rýmra í rafbílum þar sem rafhlaða er í gólfinu og allir vélarhlutar umfangsminni. Þetta þýðir að jafnaði er rýmra um farþega í rafbílum en sambærilegum bensín- og dísilbílum. 8 Heimahleðsla Það tekur vissulega lengri tíma að fylla á rafbíl en bensínbíl en hinsvegar hafa rafbílar þann tæknilega kost að geta hlaðið heima. Yfirgnæfandi hluti hleðslu fer fram heima eða á vinnustöðum þegar bílnum er hvort sem er lagt og fólk er að gera eitthvað annað á meðan. Það er afar sjaldgæft að fólk hafi heimabensínsstöðvar sem þýðir að þú þarft sérstaklega að sækja þá þjónustu. Flestir rafbílaeigendur búa við þann lúxus að koma að bílum sínum full- eða nægjanlega hlöðnum að morgni og þurfa ekkert að hafa fyrir því að sækja orkuöflun sérstaklega nema í einstaka langferðum. Víða um heim eru íbúðareigendur að setja upp eigin orkuframleiðslu með sólarsellum á íbúðarhús og framleiða þannig eigin orku á rafbíla sína. Það eru hinsvegar afskaplega fáir að framleiða eigið bensín á sína bíla. 9 Orkugeymsla Rafbílar hafa mikla framtíðarmöguleika til að styðja við raforkukerfi landa, annaðhvort sem orkugeymsla eða varafl. Þegar rafbílar verða í tugmilljónavís tengdir raforkukerfinu, þá má nota þá til að geyma umframorku frá óreglulegum orkugjöfum eins og sól og vindi og stillt þannig betur af framboð og eftirspurn. Rafhlöður í rafbílum gætu líka mætt tímabundnu toppálagi í stað þess að ræsa eitthvað orkuver fyrir smá innskot. Hér heima mætti hugsa sér sviðsmynd þar sem rafmagn fer í óviðri og í stað þess að senda viðgerðamenn í veðurofsann, þá getur rafbíllinn mætt grunnþörfum heimilis þar til lægir. Með mörgum rafbílum er hægt að tengja allskonar raftæki við bílinn þegar hann er stopp t.d. helt upp á kaffi, eða unnið í tölvu í útilegunni. 10 Sjálfkeyrandi Nú erum við komin að aukaatriði sem framtíðin verður að skera úr um hversu umfangsmikilverður. Sjálfkeyrandi bílar framtíðarinnar verða rafbílar en ekki bensín- eða dísilbílar. Tilraunir bílaframleiðanda með sjálfkeyrandi bíla snúast nær eingöngu um rafbíla. Ástæðan er einföld, það er margfalt einfaldara fyrir tölvur að stjórna rafbíl en bensínbíl og auk þess er mun flóknara fyrir mannlausan bíl að taka olíu en hleðslu. Vissulega er óvissa hvenær sjálfakandi bílar verða í umferð en rekstrarkostnaður á mannlausum rafleigubíl er vissulega freistandi lítill. Framtíðin er skýr Í dag eru rafbílar bara brot af fólksbílaflota heimsins þó þeir séu nú samt um 50 milljónir talsins. Þó að rafbílainnleiðing hafi hikstað hér á landi í ár þá er það staðreynd að rafbílasala á heimsvísu er að aukast og hefur m.a. náð um 50% markaðshlutdeild í Kína sem er stærsti bílamarkaður heims. Flestir eru farnir að átta sig á að að olíuknúnir fólksbílar eru á líklega á útleið þar á meðal Alþjóða Orkumálastofnunin, IEA. Með sífellt nýjum og betri tegundum rafbíla mun innleiðingarhraðinn margfaldast og innan tíu ára mun olíunotkun ná endimörkum vaxtar að mati IEA. Er ekki kominn tími á að velja íslenska orku í samgöngur? Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun