Veður

Gul við­vörun á höfuð­borgar­svæðinu um helgina

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Spáð er vonskuveðri á höfuðborgarsvæðinu um helgina.
Spáð er vonskuveðri á höfuðborgarsvæðinu um helgina. vísir/vilhelm

Gular viðvaranir hafa verið gefnar út vegna veður í Faxaflóa, Breiðafirði og á Vestfjörðum um helgina. Á höfuðborgarsvæðinu tekur viðvörunin gildi á miðnætti föstudagskvöld og er í gildi til klukkan sex síðdegis á sunnudag.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Spáð er sunnanverðri átt með 8-15 metrum á sekúndu og talsverðri eða mikilli rigningu, einkum á Snæfellsnesi og Mýrum. Ár og lækir muni vaxa mikið og geti orðið erfiðar yfirferðar en einnig aukist líkur á aurksriðum og grjóthruni.

Fólk er hvatt til að forðast vafasöm vöð og brattar fjallshlíðar.

Í fyrramálið klukkan níu tekur gildi gul viðvörun fyrir Breiðafjörð og verður í gildi til klukkan sjö. Spáð er allt að átján metrum á sekúndu en enn hvassara á Snæfellsnesi með vindhviðum sem gætu náð þrjátíu metrum á sekúndu. Veðrið er varasamt ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×