Gular viðvaranir alla helgina Jón Þór Stefánsson skrifar 12. júlí 2024 07:58 Kort Veðurstofu Íslands Gular viðvaranir vegna veðurs eru í þremur landshlutum um helgina. Fyrstu viðvaranirnar taka gildi klukkan níu í dag og eru vegna allhvassar sunnanáttar. Annars vegar er viðvörun í Breiðafirði sem stendur yfir til klukkan sjö í kvöld, og hins vegar er viðvörun á Vestfjörðum sem stendur yfir til klukkan níu í kvöld. Í báðum þessum landshlutum er fólk varað við því að keyra um á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindum. Á miðnætti munu tvær aðrar viðvaranir taka gildi vegna sunnanáttar og úrhellisrigningar. Annars vegar aftur á Breiðafirði og hinsvegar á Faxaflóa. „Ár og lækir munu vaxa mikið og geta orðið erfiðar yfirferðar, en einnig aukast líkur á aurskriðum og grjóthruni. Fólk er því hvatt til að forðast varasöm vöð og brattar fjallshlíðar,“ segir um veðrið í þessum landshlutum á vef Veðurstofunnar. Viðvaranirnar sem hefjast á laugardag standa yfir til klukkan sex á sunnudagskvöld. „Víðáttumikil hæð langt suður í hafi og smálægðir og lægðadrög á siglingu norður á bóginn milli Íslands og Grænlands beina hlýju og röku lofti yfir landið. Þessum lægðum fyrir strekkingsvindur, einkum vestantil og einnig rignir allhressilega inná milli,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. „Ferðamenn og útivistarfólk er hvatt til að kanna vel veðurathuganir og -spár áður en lagt er af stað, en áí dag þurfa vegfarendur norðvestantil að huga vel að farartækjum sem taka á sig mikinn vind, ekki síst ef ekið er með aftanívagn. Ferðamenn á Vesturlandi um helgina ættu að forðast varasöm vöð og brattar fjallshlíðar.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á laugardag:Sunnan 8-15 m/s á vestanverðu landinu, rigning og hiti 10 til 15 stig, en dregur úr vætu um kvöldið. Hægari austantil, víða bjartviðri og hiti 15 til 24 stig.Á sunnudag:Suðlæg átt, 5-10 m/s og rigning eða súld á vestanverðu landinu. Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað eystra, en sums staðar þoka með ströndinni. Hlýtt í veðri, einkum austantil.Á mánudag og þriðjudag:Hæg norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en sums staðar líkur á þoku eða súld við sjávarsíðuna. Hiti 10 til 20 stig, svalast við austurströndina.Á miðvikudag:Norðaustlæg átt með vætu víða um land og hægt kólnandi veðri, einkum fyrir norðan og austan.Á fimmtudag:Útlit fyrir austlæga átt með dálitlum skúrum á víða og dreif. Hiti 9 til 15 stig. Veður Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Sjá meira
Í báðum þessum landshlutum er fólk varað við því að keyra um á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindum. Á miðnætti munu tvær aðrar viðvaranir taka gildi vegna sunnanáttar og úrhellisrigningar. Annars vegar aftur á Breiðafirði og hinsvegar á Faxaflóa. „Ár og lækir munu vaxa mikið og geta orðið erfiðar yfirferðar, en einnig aukast líkur á aurskriðum og grjóthruni. Fólk er því hvatt til að forðast varasöm vöð og brattar fjallshlíðar,“ segir um veðrið í þessum landshlutum á vef Veðurstofunnar. Viðvaranirnar sem hefjast á laugardag standa yfir til klukkan sex á sunnudagskvöld. „Víðáttumikil hæð langt suður í hafi og smálægðir og lægðadrög á siglingu norður á bóginn milli Íslands og Grænlands beina hlýju og röku lofti yfir landið. Þessum lægðum fyrir strekkingsvindur, einkum vestantil og einnig rignir allhressilega inná milli,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. „Ferðamenn og útivistarfólk er hvatt til að kanna vel veðurathuganir og -spár áður en lagt er af stað, en áí dag þurfa vegfarendur norðvestantil að huga vel að farartækjum sem taka á sig mikinn vind, ekki síst ef ekið er með aftanívagn. Ferðamenn á Vesturlandi um helgina ættu að forðast varasöm vöð og brattar fjallshlíðar.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á laugardag:Sunnan 8-15 m/s á vestanverðu landinu, rigning og hiti 10 til 15 stig, en dregur úr vætu um kvöldið. Hægari austantil, víða bjartviðri og hiti 15 til 24 stig.Á sunnudag:Suðlæg átt, 5-10 m/s og rigning eða súld á vestanverðu landinu. Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað eystra, en sums staðar þoka með ströndinni. Hlýtt í veðri, einkum austantil.Á mánudag og þriðjudag:Hæg norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en sums staðar líkur á þoku eða súld við sjávarsíðuna. Hiti 10 til 20 stig, svalast við austurströndina.Á miðvikudag:Norðaustlæg átt með vætu víða um land og hægt kólnandi veðri, einkum fyrir norðan og austan.Á fimmtudag:Útlit fyrir austlæga átt með dálitlum skúrum á víða og dreif. Hiti 9 til 15 stig.
Veður Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Fleiri fréttir Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Sjá meira