„Ef maður bankar ekki opnar enginn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júlí 2024 11:01 Erna Héðinsdóttir hefur dæmt í lyftingum í áratug og er nú komin inn á Ólympíuleikana. vísir/bjarni Íslendingar senda ekki bara íþróttafólk á Ólympíuleikana heldur munu þeir eiga þrjá dómara í París. Meðal þeirra er Erna Héðinsdóttir lyftingadómari sem er á leið á sína fyrstu leika. Ekki mátti miklu muna að litla frænka hennar hefði fylgt henni til Parísar. Erna er að vonum spennt fyrir Ólympíuleikunum sem hefjast tuttugugastaogsjötta þessa mánaðar. „Þetta leggst bara gríðarlega vel í mig. Það er mikil tilhlökkun og mikill heiður að fá að fara sem dómari á Ólympíuleika,“ sagði Erna í samtali við Vísi á dögunum. En hvað þarf til að komast í fremstu röð í dómgæslunni? „Það þarf bara að mæta og dæma. Þetta er ferli. Þú byrjar á að taka landsdómararéttindi hér á Íslandi og þarft að hafa þau í ákveðið mörg ár. Síðan eru tvö stig af alþjóðadómararéttindum. Í rauninni snýst þetta bara um að koma þér á kortið, mæta á mót og standa þig. Maður veit að það er aðeins fylgst með og svo þeir valdir sem er treyst fyrir verkefnunum,“ sagði Erna. Auk Ernu dæma þau Björn Magnús Tómasson og Hlín Bjarnadóttir í áhaldafimleikum á Ólympíuleikunum í París.vísir/bjarni Dómaraferill hennar er ekki langur en hann spannar áratug. Uppgangur hennar í dómgæslunni er því mjög hraður, svo mjög að hún hélt að það væri verið að fíflast í sér þegar hún fór að nálgast Ólympíuleikana. „Ég tók landsdómaraprófið bara fyrir tíu árum síðan. Þetta gerðist frekar hratt þannig það kom mér mjög mikið á óvart þegar ég var valin þarna inn,“ sagði Erna. „Þar inni var svo prufumót í fyrrasumar sem var handvalið á. Og ég var svo blaut á bak við eyrun varðandi Ólympíuleika að ég vissi ekki að þetta væri til þannig ég sendi ritara evrópska lyftingasambandsins póst og spurði hvort þetta væri plat. Síðan hef ég verið að dæma, aðallega í Evrópu og aðeins úti í heimi. Síðan þarf sérsambandið að sækja um til alþjóða lyftingasambandsins fyrir Ólympíuleikana og ef maður sækir ekki um gerist ekki neitt. Ef maður bankar ekki opnar enginn. Við prófuðum að sækja um og þetta kom mér gríðarlega á óvart en það er gríðarlega mikill heiður að vera valin.“ Erna vonast til að geta deilt þeirri reynslu og þekkingu sem hún aflar sér við dómgæslu á alþjóðlegum vettvangi. „Þetta bras mitt í dómgæslu erlendis kemur heim með gríðarlega þekkingu sem ég get síðan miðlað áfram og reynt að koma íþróttinni okkar á framfæri,“ sagði Erna sem hlakkar mikið til að komast á stærsta svið íþróttanna, sjálfa Ólympíuleikana. „Þetta er það sem flesta dreymir um, hvort sem þeir eru íþróttamenn eða dómarar. Þetta er ótrúlegt tækifæri.“ Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir var hársbreidd frá því að komast á Ólympíuleikana. Hún er skyld Ernu og það mátti ekki miklu muna að þær frænkur færu saman til Parísar. Erna er handviss um að Eygló Fanndal Sturludóttir komist á Ólympíuleikana 2028.IWF/G. Scala „Við eignumst keppanda á næstu Ólympíuleikum. Því miður vorum við með tærnar á línunni að þessu sinni. Það er gaman að segja frá því að þetta er litla frænka og við vorum alveg búnar að ákveða að vera þarna saman. Það tókst ekki alveg en það munaði sorglega litlu,“ sagði Erna. „Það eru alltaf næstu leikar og við eigum hana og fleira mjög efnilegt íþróttafólk þannig við förum miklu fleiri næst.“ Lyftingar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Sjá meira
Erna er að vonum spennt fyrir Ólympíuleikunum sem hefjast tuttugugastaogsjötta þessa mánaðar. „Þetta leggst bara gríðarlega vel í mig. Það er mikil tilhlökkun og mikill heiður að fá að fara sem dómari á Ólympíuleika,“ sagði Erna í samtali við Vísi á dögunum. En hvað þarf til að komast í fremstu röð í dómgæslunni? „Það þarf bara að mæta og dæma. Þetta er ferli. Þú byrjar á að taka landsdómararéttindi hér á Íslandi og þarft að hafa þau í ákveðið mörg ár. Síðan eru tvö stig af alþjóðadómararéttindum. Í rauninni snýst þetta bara um að koma þér á kortið, mæta á mót og standa þig. Maður veit að það er aðeins fylgst með og svo þeir valdir sem er treyst fyrir verkefnunum,“ sagði Erna. Auk Ernu dæma þau Björn Magnús Tómasson og Hlín Bjarnadóttir í áhaldafimleikum á Ólympíuleikunum í París.vísir/bjarni Dómaraferill hennar er ekki langur en hann spannar áratug. Uppgangur hennar í dómgæslunni er því mjög hraður, svo mjög að hún hélt að það væri verið að fíflast í sér þegar hún fór að nálgast Ólympíuleikana. „Ég tók landsdómaraprófið bara fyrir tíu árum síðan. Þetta gerðist frekar hratt þannig það kom mér mjög mikið á óvart þegar ég var valin þarna inn,“ sagði Erna. „Þar inni var svo prufumót í fyrrasumar sem var handvalið á. Og ég var svo blaut á bak við eyrun varðandi Ólympíuleika að ég vissi ekki að þetta væri til þannig ég sendi ritara evrópska lyftingasambandsins póst og spurði hvort þetta væri plat. Síðan hef ég verið að dæma, aðallega í Evrópu og aðeins úti í heimi. Síðan þarf sérsambandið að sækja um til alþjóða lyftingasambandsins fyrir Ólympíuleikana og ef maður sækir ekki um gerist ekki neitt. Ef maður bankar ekki opnar enginn. Við prófuðum að sækja um og þetta kom mér gríðarlega á óvart en það er gríðarlega mikill heiður að vera valin.“ Erna vonast til að geta deilt þeirri reynslu og þekkingu sem hún aflar sér við dómgæslu á alþjóðlegum vettvangi. „Þetta bras mitt í dómgæslu erlendis kemur heim með gríðarlega þekkingu sem ég get síðan miðlað áfram og reynt að koma íþróttinni okkar á framfæri,“ sagði Erna sem hlakkar mikið til að komast á stærsta svið íþróttanna, sjálfa Ólympíuleikana. „Þetta er það sem flesta dreymir um, hvort sem þeir eru íþróttamenn eða dómarar. Þetta er ótrúlegt tækifæri.“ Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir var hársbreidd frá því að komast á Ólympíuleikana. Hún er skyld Ernu og það mátti ekki miklu muna að þær frænkur færu saman til Parísar. Erna er handviss um að Eygló Fanndal Sturludóttir komist á Ólympíuleikana 2028.IWF/G. Scala „Við eignumst keppanda á næstu Ólympíuleikum. Því miður vorum við með tærnar á línunni að þessu sinni. Það er gaman að segja frá því að þetta er litla frænka og við vorum alveg búnar að ákveða að vera þarna saman. Það tókst ekki alveg en það munaði sorglega litlu,“ sagði Erna. „Það eru alltaf næstu leikar og við eigum hana og fleira mjög efnilegt íþróttafólk þannig við förum miklu fleiri næst.“
Lyftingar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Sjá meira