Viðar „Enski“ Skjóldal látinn Jakob Bjarnar skrifar 12. júlí 2024 10:41 Viðar „Enski“ Skjóldal andaðist í svefni að heimili sínu á Spáni. Hann var einstakur maður og eftirminnilegur. vísir/vilhelm Viðar Skjóldal, sem lengi var ein helsta Snapchat-stjarna landsins og betur þekktur undir nafninu „Enski“, andaðist á Spáni hvar hann hafði verið búsettur ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum undanfarið. Viðar skildi við á sunnudaginn en hann var aðeins 39 ára gamall. Hann ólst upp á Akureyri, og talaði ávallt um sig sem slíkan en sautján ára gamall flutti hann suður ásamt fjölskyldu sinni og hefur dvalið þar mestan partinn. Fljótlega eftir að Snapchat kom til sögunnar fór Viðar þar inn og varð fljótlega feykilega vinsæll og þekktur fyrir að liggja hvergi á skoðunum sínum. Þúsundir manna fylgdu honum þar sem hann talaði umbúðalaust um eitt og annað sem á daga hans dreif auk þess sem hann talaði um enska fótboltann. Hann hefur greint frá því að honum þótti skorta tal um fótbolta á samfélagsmiðlum og hann hitti beint í mark. Síðan hafa sprottið upp heilu hlaðvarpsþættirnir sem hafa þetta sérstaklega að viðfangsefni. Þannig má kalla Viðar frumkvöðul. Snapchat-reikning sinn kallaði Viðar „Enskiboltinn“ og var hann var meðal annars þekktur fyrir dálæti sitt á Liverpool. Hann lýsti því í einu af fjölmörgum útvarpsviðtölum, en hann var einn vinsælasti viðmælandi útvarpsþáttarins Brennslubræður á FM957 og var þar tíður gestur, að hann vildi gjarnan taka nafnið „Enski“ upp. „Mamma mín kallar mig kannski ekki Enski en allir aðrir gera það,“ sagði Viðar í samtali við þá félaga sína Kjartan Atla Kjartansson og Hjörvar Hafliðason. Þá vakti viðtal sem Viðar fór í við þá Frosta Logason og Mána Pétursson í Harmageddon á X-inu í janúar 2021 mikla athygli en þar talaði hann út um erfitt ár 2020, sem átti að verða svo frábært; hann giftur með þrjú börn og konu og Liverpool meistari, en þá var líka upptalið það sem gladdi Viðar það árið. Hann lýsti opinskátt geðrænum vanda sínum svo sem baráttu við ofsakvíða og átökum við Bakkus. Viðar var einstaklega opinn og einlægur maður, hann sagði það sem honum fannst og mættu fleiri taka hann sér til fyrirmyndar í þeim efnum. Viðar Gunnarsson faðir Enska segir hann hafa verið einstakan dreng, gjafmildur og sérstakur, sem nú er horfinn á braut og hans verður sárt saknað. Hann dó í svefni aðfararnótt sunnudagsins, vaknaði ekki þá um morguninn og þótti konu hans það skrítið því hann var yfirleitt alltaf fyrstur á fætur. „Þetta var virkilega góður drengur. Hann átti eina dóttur, 15 ára, fyrir. Og svo átti Helga Kristín kona hans þrjú börn sem hann gekk í föðurstað,“ segir Viðar. Hann segir son sinn einstakan og að þetta sé mikill skellur. Andlát Samfélagsmiðlar Íslendingar erlendis Enski boltinn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Viðar skildi við á sunnudaginn en hann var aðeins 39 ára gamall. Hann ólst upp á Akureyri, og talaði ávallt um sig sem slíkan en sautján ára gamall flutti hann suður ásamt fjölskyldu sinni og hefur dvalið þar mestan partinn. Fljótlega eftir að Snapchat kom til sögunnar fór Viðar þar inn og varð fljótlega feykilega vinsæll og þekktur fyrir að liggja hvergi á skoðunum sínum. Þúsundir manna fylgdu honum þar sem hann talaði umbúðalaust um eitt og annað sem á daga hans dreif auk þess sem hann talaði um enska fótboltann. Hann hefur greint frá því að honum þótti skorta tal um fótbolta á samfélagsmiðlum og hann hitti beint í mark. Síðan hafa sprottið upp heilu hlaðvarpsþættirnir sem hafa þetta sérstaklega að viðfangsefni. Þannig má kalla Viðar frumkvöðul. Snapchat-reikning sinn kallaði Viðar „Enskiboltinn“ og var hann var meðal annars þekktur fyrir dálæti sitt á Liverpool. Hann lýsti því í einu af fjölmörgum útvarpsviðtölum, en hann var einn vinsælasti viðmælandi útvarpsþáttarins Brennslubræður á FM957 og var þar tíður gestur, að hann vildi gjarnan taka nafnið „Enski“ upp. „Mamma mín kallar mig kannski ekki Enski en allir aðrir gera það,“ sagði Viðar í samtali við þá félaga sína Kjartan Atla Kjartansson og Hjörvar Hafliðason. Þá vakti viðtal sem Viðar fór í við þá Frosta Logason og Mána Pétursson í Harmageddon á X-inu í janúar 2021 mikla athygli en þar talaði hann út um erfitt ár 2020, sem átti að verða svo frábært; hann giftur með þrjú börn og konu og Liverpool meistari, en þá var líka upptalið það sem gladdi Viðar það árið. Hann lýsti opinskátt geðrænum vanda sínum svo sem baráttu við ofsakvíða og átökum við Bakkus. Viðar var einstaklega opinn og einlægur maður, hann sagði það sem honum fannst og mættu fleiri taka hann sér til fyrirmyndar í þeim efnum. Viðar Gunnarsson faðir Enska segir hann hafa verið einstakan dreng, gjafmildur og sérstakur, sem nú er horfinn á braut og hans verður sárt saknað. Hann dó í svefni aðfararnótt sunnudagsins, vaknaði ekki þá um morguninn og þótti konu hans það skrítið því hann var yfirleitt alltaf fyrstur á fætur. „Þetta var virkilega góður drengur. Hann átti eina dóttur, 15 ára, fyrir. Og svo átti Helga Kristín kona hans þrjú börn sem hann gekk í föðurstað,“ segir Viðar. Hann segir son sinn einstakan og að þetta sé mikill skellur.
Andlát Samfélagsmiðlar Íslendingar erlendis Enski boltinn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira