Ártúnshöfði gengur í endurnýjun lífdaga Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júlí 2024 14:08 Einhvern veginn svona koma gatnamótin við Sævarhöfða til með að líta út. Reykjavíkurborg Ártúnshöfði gengur í endurnýjun lífdaga. Áætlað er að í þessu nýja borgarhverfi rísi allt að átta þúsund íbúðir og að þar geti búið allt að tuttugu þúsund borgarbúar. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að skipulagsvinna sé í gangi um þessar mundir sem byggir á rammaskipulagi frá 2016 sem unnið var í kjölfar hugmyndasamkeppni. Áætlað er að umbreyta athafna- og iðnaðarsvæðinu á höfðanum í íbúabyggð. Búast megi við því að flutningur á fyrirtækjum hefjist á næstu tveimur til þremur árum og fyrstu íbúðirnar gætu orðið tilbúnar strax á næsta ári. Grænt og þétt Tillaga að deiluskipulagi hefur nú verið samþykkt í borgarráði eftir auglýsingu og því hægt að undirbúa næstu skref í framhaldinu. Í bókun meirihlutans ellefta júlí segir að samþykkt hafi verið skipulag fyrir 582 íbúðir í nýja hverfinu og að „grófu iðnaðarsvæði sé umbreytt í grænt og þétt íbúðahverfi við lykilstöðvar borgarlínu.“ Innan rammaskipulagssvæðis Elliðaárvogs/Ártúnshöfða hefur deiliskipulagsvinnu fyrir allt að 2.980 íbúðir verið lokið og 2.520 í eru í ferli. „Þegar breyta á svona svæði sem hefur verið athafna- og iðnaðarstarfsemi um langt skeið, þá þarf til dæmis að huga að því að jarðvegurinn sé viðeigandi fyrir íbúðarhúsnæði, og skipta ef það er mengun og það getur tekið einhvern tíma,“ er haft eftir Sólveigu Sigurðardóttur, arkitekt og verkefnisstjóra hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Einstök staðsetning og mikil veðurblíða Í tilkynningunni segir að staðsetning svæðisins sé einstök og að nálægð við strandlengjuna og útivistarsvæði Elliðaárdals skapi svæðinu mikla sérstöðu í borginni. „Elliðaárvogur er einn veðursælasti staðurinn í Reykjavík en þar gætir ekki norðanstrengs og Ártúnshöfðinn skýlir fyrir suðaustanátt. Miðlæg lega þess á höfuðborgarsvæðinu og nálægð við stofnæðar eru forsendur fyrir þéttbyggðu borgarhverfi sem styður við breyttar áherslur í samgöngumálum,“ segir í tilkynningunni. Á svæðinu öllu er gert ráð fyrir tveimur grunnskólum og einum safnskóla í bland við blómlega þjónustu- og atvinnustarfsemi við Krossmýrartorg. Reykjavík Borgarlína Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að skipulagsvinna sé í gangi um þessar mundir sem byggir á rammaskipulagi frá 2016 sem unnið var í kjölfar hugmyndasamkeppni. Áætlað er að umbreyta athafna- og iðnaðarsvæðinu á höfðanum í íbúabyggð. Búast megi við því að flutningur á fyrirtækjum hefjist á næstu tveimur til þremur árum og fyrstu íbúðirnar gætu orðið tilbúnar strax á næsta ári. Grænt og þétt Tillaga að deiluskipulagi hefur nú verið samþykkt í borgarráði eftir auglýsingu og því hægt að undirbúa næstu skref í framhaldinu. Í bókun meirihlutans ellefta júlí segir að samþykkt hafi verið skipulag fyrir 582 íbúðir í nýja hverfinu og að „grófu iðnaðarsvæði sé umbreytt í grænt og þétt íbúðahverfi við lykilstöðvar borgarlínu.“ Innan rammaskipulagssvæðis Elliðaárvogs/Ártúnshöfða hefur deiliskipulagsvinnu fyrir allt að 2.980 íbúðir verið lokið og 2.520 í eru í ferli. „Þegar breyta á svona svæði sem hefur verið athafna- og iðnaðarstarfsemi um langt skeið, þá þarf til dæmis að huga að því að jarðvegurinn sé viðeigandi fyrir íbúðarhúsnæði, og skipta ef það er mengun og það getur tekið einhvern tíma,“ er haft eftir Sólveigu Sigurðardóttur, arkitekt og verkefnisstjóra hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Einstök staðsetning og mikil veðurblíða Í tilkynningunni segir að staðsetning svæðisins sé einstök og að nálægð við strandlengjuna og útivistarsvæði Elliðaárdals skapi svæðinu mikla sérstöðu í borginni. „Elliðaárvogur er einn veðursælasti staðurinn í Reykjavík en þar gætir ekki norðanstrengs og Ártúnshöfðinn skýlir fyrir suðaustanátt. Miðlæg lega þess á höfuðborgarsvæðinu og nálægð við stofnæðar eru forsendur fyrir þéttbyggðu borgarhverfi sem styður við breyttar áherslur í samgöngumálum,“ segir í tilkynningunni. Á svæðinu öllu er gert ráð fyrir tveimur grunnskólum og einum safnskóla í bland við blómlega þjónustu- og atvinnustarfsemi við Krossmýrartorg.
Reykjavík Borgarlína Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira