Með lykilinn að því hvernig á að gera eftirhermu af Íslending Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. júlí 2024 13:08 Fred Armisen. Getty Leikari þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum og þáttum á borð við Anchorman, Portlandia, Wednesday, SNL, Barry og Eurotrip segir það auðvelt að gera eftirhermu af Íslendingum og að við eigum það til að tala eins og við séum að ræða leyndarmál. Hinn víðfrægi Fred Armisen er á leið til landsins en hann mun stíga á svið í Háskólabíó þann 21. september með sýninguna Comedy for musicians eða Grín fyrir tónlistarmenn. Þrátt fyrir titilinn segir Armisen að allir muni hafa gaman af sýningunni. „Ég held það því allir hafa einhvers konar samband við tónlist. “ Viðtalið í heild sinni er hægt að berja augum í spilaranum hér að neðan: Jós lofi yfir íslenska leikara Armisen hefur komið til Íslands þrisvar sinnum áður og segist spenntur að koma aftur. Hann gerði garðinn frægan á Íslandi þegar hann kom til landsins til að gera skopheimildarmynd um bæjarhátíð á Íslandi tileinkuð Al Capone fyrir þættina Documentary now! Þá vann hann með sumum af ástsælustu leikurum Íslands. Sem dæmi má nefna Nínu dögg, Sigga Sigurjóns og Hannes Óla. „Ég held ég hafi gert verkefnið sem afsökun til að vinna á Íslandi. Það er annað að fara og heimsækja en mig langaði svo mikið að gera eitthvað alvöru hérna. Íslensku leikararnir voru frábærir þeir settu sig alla í þetta. Þeir skildu grínið einstaklega vel, ekki það að grínið hafi verið eitthvað flókið. “ Eins og Íslendingar séu alltaf að segja leyndarmál Fred var um árabil einn af aðalleikurum í grínþáttunum SNL og gerði þar fjölmargar eftirhermur. Spurður hvort hann gæti gert eftirhermu af dæmigerðum Íslending svaraði hann játandi en sagðist ekki vilja gera það að svo stöddu. „Alltaf þegar Íslendingar tala við mig er það alltaf eins og það sé svona hvísl yfir öllu eða eins og það sé talað í hálfum hljóðum. Þetta er svona eins það sé eitthvað leyndarmál sem þeir vilja ekki segja þér frá en þú ert samt einhvern veginn hluti af.“ Fréttamaður reyndi að kryfja málið með Armisen og var komist að þeirri niðurstöðu að hann væri að vísa í það hvernig Íslendingar eiga það til að tala á innsoginu. „Ég hugsa alltaf bara: Hvað áttu við? Er ég hluti af þessu leyndarmáli?“ Frægir á ferð Grín og gaman Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
Hinn víðfrægi Fred Armisen er á leið til landsins en hann mun stíga á svið í Háskólabíó þann 21. september með sýninguna Comedy for musicians eða Grín fyrir tónlistarmenn. Þrátt fyrir titilinn segir Armisen að allir muni hafa gaman af sýningunni. „Ég held það því allir hafa einhvers konar samband við tónlist. “ Viðtalið í heild sinni er hægt að berja augum í spilaranum hér að neðan: Jós lofi yfir íslenska leikara Armisen hefur komið til Íslands þrisvar sinnum áður og segist spenntur að koma aftur. Hann gerði garðinn frægan á Íslandi þegar hann kom til landsins til að gera skopheimildarmynd um bæjarhátíð á Íslandi tileinkuð Al Capone fyrir þættina Documentary now! Þá vann hann með sumum af ástsælustu leikurum Íslands. Sem dæmi má nefna Nínu dögg, Sigga Sigurjóns og Hannes Óla. „Ég held ég hafi gert verkefnið sem afsökun til að vinna á Íslandi. Það er annað að fara og heimsækja en mig langaði svo mikið að gera eitthvað alvöru hérna. Íslensku leikararnir voru frábærir þeir settu sig alla í þetta. Þeir skildu grínið einstaklega vel, ekki það að grínið hafi verið eitthvað flókið. “ Eins og Íslendingar séu alltaf að segja leyndarmál Fred var um árabil einn af aðalleikurum í grínþáttunum SNL og gerði þar fjölmargar eftirhermur. Spurður hvort hann gæti gert eftirhermu af dæmigerðum Íslending svaraði hann játandi en sagðist ekki vilja gera það að svo stöddu. „Alltaf þegar Íslendingar tala við mig er það alltaf eins og það sé svona hvísl yfir öllu eða eins og það sé talað í hálfum hljóðum. Þetta er svona eins það sé eitthvað leyndarmál sem þeir vilja ekki segja þér frá en þú ert samt einhvern veginn hluti af.“ Fréttamaður reyndi að kryfja málið með Armisen og var komist að þeirri niðurstöðu að hann væri að vísa í það hvernig Íslendingar eiga það til að tala á innsoginu. „Ég hugsa alltaf bara: Hvað áttu við? Er ég hluti af þessu leyndarmáli?“
Frægir á ferð Grín og gaman Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira