Evans er uppalinn hjá Manchester United og lék með aðalliði félagsins frá 2006-15. Þaðan fór hann til West Bromwich Albion og síðan Leicester City.
Þegar hann varð samningslaus síðasta sumar fékk hann að æfa með unglingaliði Manchester United og skrifaði svo undir samning við félagið í september. Hugmyndin var að hann yrði til taks fyrir aðalliðið en myndi aðallega einbeita sér að þjálfun í akademíustarfinu.
Hann var heldur betur til taks, liðið lenti í miklum meiðslavandræðum í vörninni og þurfti að kalla til Evans alls þrjátíu sinnum, meðal annars í úrslitaleik FA bikarsins.
Það má þó gera ráð fyrir því að Evans sé ekki hugsaður sem fyrsti maður á blað á næsta tímabili, Manchester United vill sækja miðvörð í sumar og hefur sett sig í samband við Matthijs de Ligt og Jarrad Branthwaite.