Stáli fyljar merar enn á fullu 26 vetra gamall Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. júlí 2024 20:05 Ragna Helgadóttir heimasætan í Kjarri og Stáli, sem er orðinn 26 vetra og gefur ekkert eftir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Einn vinsælasti stóðhestur landsins, Stáli frá Kjarri í Ölfusi gefur ekkert eftir þó hann sé orðinn tuttugu og sex vetra því hann er enn að fylja merar en afkvæmi Stála eru orðin vel yfir níu hundruð. Í tengslum við Landsmót hestamanna á dögunum í Víðidal í Reykjavík þá var opið hús í Kjarri Þar, sem hægt var að koma í heimsókn í hesthúsið og hitta nokkra af hestunum og ábúendur. Mesta athygli eins og svo oft áður vakti stóðhesturinn Stáli, gamli höfðinginn, sem er orðinn 26 vetra. Ræktendur og eigendur Stála eru þau Helgi Eggertsson og Helga Ragna Pálsdóttir. Stáli á rúmlega 900 afkvæmi víða um land. „Hann er bara að njóta lífsins hér úti sumarsins gamli karlinn. Hann er í fínasta standi, feitur og flottur og fyljar merar á fullu,” segir Ragna Helgadóttir, heimasætan í Kjarri. Og þekkir hann öll folöldin sín? „Það hlítur að vera, hann er alveg bráðgáfaður,” segir Ragna skellihlæjandi. Stáli sló algjörlega í gegn á Landsmóti á Vindheimamelum 2006 og stóð þar efstur í flokki stóðhesta 7. vetra og eldri þar sem knapi var Daníel Jónsson. Stáli hlaut þar í aðaleinkunn 8,76 og setti þar með heimsmet. Hann fékk 8,26 fyrir byggingu og fyrir hæfileika fékk hann 9,09, þar af 9,5 fyrir skeið, vilja og geðslag og fegurð í reið. Stáli og Daníel Jónsson, knapi gerðu garðinn frægan saman á landsmótum og öðrum keppnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Stáli er mjög sérstakur karakter, hann er mjög stoltur hestur, hann gerir mannamun. Hann er langbestur við pabba og á það til að stríða mér stundum en ég held að það lýsi honum best, hann er ofboðslega stoltur og tryggur hestur,” bætir Ragna við. Fjölmenni heimsótti Kjarr í opna húsinu, meðal annars tvíburabræðurnir Garðar (t.v.) og Gunnar Einarssynir, sem búa báðir á Selfossi og halda mikið upp á Stála.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er frægasta afkvæmið hans? „Það eru Álfaklettur frá Syðri Gegnishólum og Sindri frá Hjarðartúni, báðir alveg magnaðir hestar.” Mjög flott ræktunarstarf fer fram í Kjarri á hestum og plöntum en þar er líka gróðrarstöð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hestar Ölfus Landsmót hestamanna Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Í tengslum við Landsmót hestamanna á dögunum í Víðidal í Reykjavík þá var opið hús í Kjarri Þar, sem hægt var að koma í heimsókn í hesthúsið og hitta nokkra af hestunum og ábúendur. Mesta athygli eins og svo oft áður vakti stóðhesturinn Stáli, gamli höfðinginn, sem er orðinn 26 vetra. Ræktendur og eigendur Stála eru þau Helgi Eggertsson og Helga Ragna Pálsdóttir. Stáli á rúmlega 900 afkvæmi víða um land. „Hann er bara að njóta lífsins hér úti sumarsins gamli karlinn. Hann er í fínasta standi, feitur og flottur og fyljar merar á fullu,” segir Ragna Helgadóttir, heimasætan í Kjarri. Og þekkir hann öll folöldin sín? „Það hlítur að vera, hann er alveg bráðgáfaður,” segir Ragna skellihlæjandi. Stáli sló algjörlega í gegn á Landsmóti á Vindheimamelum 2006 og stóð þar efstur í flokki stóðhesta 7. vetra og eldri þar sem knapi var Daníel Jónsson. Stáli hlaut þar í aðaleinkunn 8,76 og setti þar með heimsmet. Hann fékk 8,26 fyrir byggingu og fyrir hæfileika fékk hann 9,09, þar af 9,5 fyrir skeið, vilja og geðslag og fegurð í reið. Stáli og Daníel Jónsson, knapi gerðu garðinn frægan saman á landsmótum og öðrum keppnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Stáli er mjög sérstakur karakter, hann er mjög stoltur hestur, hann gerir mannamun. Hann er langbestur við pabba og á það til að stríða mér stundum en ég held að það lýsi honum best, hann er ofboðslega stoltur og tryggur hestur,” bætir Ragna við. Fjölmenni heimsótti Kjarr í opna húsinu, meðal annars tvíburabræðurnir Garðar (t.v.) og Gunnar Einarssynir, sem búa báðir á Selfossi og halda mikið upp á Stála.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er frægasta afkvæmið hans? „Það eru Álfaklettur frá Syðri Gegnishólum og Sindri frá Hjarðartúni, báðir alveg magnaðir hestar.” Mjög flott ræktunarstarf fer fram í Kjarri á hestum og plöntum en þar er líka gróðrarstöð.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hestar Ölfus Landsmót hestamanna Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira